Alþýðublaðið - 17.03.1964, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 17.03.1964, Qupperneq 10
12. Landsmót UMFÍ fer fram aö Laugarvatni 3. og 4. júlí '65 12. LANDSMÓT U. M. F. í. verður háð að Laugarvatni 3. og 4. júlt 1965. Hi S. K. hefur tekið að sér franlkvæmd mótsins og fjár- hagsábyrgð. Kosin hefur verið 5 manna Lartdsmótsnefnd. Harta skipa: Stefán Jasonarson, Vorsabæ formaður, Björn Sigurðsson, Út- j hlíð, Hermann Guðmundsson, Blesastöðum, Hermann Sigurjóns son, Rafholti, og frá U. M. F. í. Ármann Pétursson, Reykjavík. Landsmótsnefndin vinnur að víð- tækum undirbúningi mótsins i samráði við stjórn H. S. K. og U. M. F. í, Eins og kunnugt er þá er að- ttaða á Laugarvami að mörgu leyti ákjósanleg til að halda slíkt mót sem þetta. Þar eru stór húsa- Icjmni, greiðar samgönguleiðir að og frá staðnum, mikil náttúrufeg- urð og þar er staðsettur íþrótta- kennaraskóli íslands með tilheyr- andi íþróttamannvirkjum. Vonir standa til, að þau íþróttamánn- virki, sem þar eru nú í byggingu, verði tilbúin til afnota á Lands- mótinu 1965. , Mótsmerki f sambandi við undirbúning mótsins hefur verið ákveðið að j efna til samkeppni um merki fyrir I 12. landsmót U. M. F. í. Merkið skal vera þannig að no a megi það í oddfána, aðgöngumiða o. fl. er { mótinu viðkemur. Landsmóts- nefnd hefur ákveðið að veita kr. 2000,oo fyrix tillögu að merki því er valið verður. Tillögur að merk- inu skufu hafa borizt formanni landsmótsrtefndar, Stefáni Jasonar syni, Vorsabæ, fyrir 1. júní 1964. Skal nafn höfundar fylgja upp- dræt'innm, í lokuðu umslagi. Dóm- nefnd skipa: Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, Gisfi/ Sigurðsj,on, ritstjóri og Halldór Pétursson, teiknari. Reglur um tilhögun iþróttakeppn innar á XII. Iandsmóti U. M. F. í. 1965. ! Samþ. . 23. sambandsþingi U. M. F. í. 1 Keppnisgreinar mótsins verða: Frjálsar íþróttir: Karlagreinar: 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup,. 1000 m. hlaup boðhlaup, langstökk, þrístökk, hástökk, stang arstökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. ríOLMENKOLLENMÓTiÐ '64 Kankkonen vann Engan í geysispennandi keppni HOLMENKOLLENMÓTIÐ fór fram um helgina og hápunktur þess eins og venjulega, var stökk keppnin. Áhorfendur voru um 110 þúsund, þ.á.m. konungsfjölskyld- an í heiðursstúlkunni, en nærri kóngafólkinu voru rússnesku geimfaramir Gagarin og Byko- vskij, sem nú gista Oslo. Veður var gott þegar keppnin fór fram og stökkbrautin í fyrsta flokks ásigkomulagi, það var að eins eitt sem skyggði á, fannst Norðmönnum, Brandtzæg sem hefur verið betri en Engan und- anfarið, gat ekki verið með vegna meiðsla, sem hann hlaut á æf- ingu nýlega. Keppnin milli Engáns og Finn- ans Kankkonen var mjög spenn- andi og skemmtileg. en lauk þó með verðskulduðum sigri Finn- ans, segir NTB. Hann setti braut armet, stökk lengst 87 metra. Hin stökkin tvö mældust 85 m. Að- eins tvö beztu stökkin reiknast til úrslia. Kankkonen hlaut 234,1 stig. Toralf Engan varð annar með 232,4 stig. Eftir tvö fyístu stökk keppninnar hafði Kankkonen hlot ið 234,1 stig, en Engan aðeins 223,2. I síðustu umferð náði Eng an geysigóðu stökki, sem var fagnað óstjórnlega, það mældist 86,5 m. og gaf alís 118,4 stig, en bezta stökk Kankkonens 118,2 stig. ,Annars ræddi NTB töluvert um stigagjöfina, sem er ótrúlega mis jöfn og ekki laust Við, að menn álíti að um lilutdrægni sé að ræða. í fyrsta stökkinu fékk Kank konen lægst 17,5 stig, en bezt 19,0. Munurinn var sá sami i báðum hinum umferðunum. Stiga gjöf Engans var jafnári, nema í annarri umferð. þá gáfu allir dórri ararnir 18,0 stig, nema einn, 19,5. Þriðji í keppninni varð Wir- kola, Noregi, 220,3 stig, fjórði Prazybyla, Póllandi, 211,2 stig, fimmti Elimæ, Svíþjóð 208,3 stig og sjötti Kuehrt, V-Þýzkalandi, 208,1 stig. Frjálsar íþrót ir: Kvennagrehiar: 100 m. hlaup, 4x100 m. boð- hlaup, langstökk, hástökk, kringlu kast og kúluvarp. í boðhlaup má hvert héraðs- samband aðeins senda eina sveit. Sund, karlagreinar: 100 m. frjáls aðferð, 200 m. bringusund, 800 m. frjáls aðferð, 4x50 m. boðsund (frjáls aðferð), 100 m. baksund. Sund, kvennagreinar: 100 m. bringusund, 400 m. frjáls aðferð, 4x50 m. boðsund og 50 m. baksund. í boðsund má hvert héraðssam- band aðeins senda eina sveit. Glíma, kna'tspyrna, handknatt- leikur kvenna, íþróttasýningar, hópsýningar í Ieikfimi,. Úrvals- flokkar kvenna og karla í leikfimi, þjóðdansar. A. Frjálsar íþróttir: Keppni í frjálsum iþróttum fer fram báða dagana. Verður beitt forkeppni eða undankeppni og úr slitum eftir því, sem betur hentar keppendum eða fyrirkomulagi dag skrár. Þátttökutilkynningar skulu vera komnar 1 hendur framkvæmd anefndar mótsins í síðasta lagi níu dögum fyrir mótið. Hvert hér- aðssambgnd annist þessar til- kynningar, en annars stjdmir félaga, sem ekki eru aðilar að hér aðssambandi. Öllum þátttökmtil- kynningum fylgi nöfn fyrirliða keppendahópanna. Hver þátttak- andi hefur rétt til keppni í þrem íþróttagreínum og boðhlaupi. Þrjá keppendur má hvert héraðsmót senda í hverja grein. Daginn fyrir fyrri keppnisdag skulu fyrirliðar íþróttahópanna og stjórnendur keppnisgreina á- samt starfsmönnum iþróttakeppn- VEIKKO KANKKONEN, Finnl. innar mæta til fundar á mótsstað. Á fundi þessum skulu.bornar fram kærur vegha þátttöku eða áhuga- mannareglna; þá verður og fram- kvæmt nafnakall og afhent verða númer keppenda, sem þeir bera á brjósti og baki í keppninni. Af loknum þeim fundi verða engar breytingar léyfðar, nema í boð- sVeitum. Mjög rík áherzla er lögð á, að keppendur mæJ á réttum tíma til keppni og beri númer sitt. Þá verða á þessum fundi afhent- ar tímasetningar keppnisgreina, skipað niður í riðla, dregið um brautir, stökk- og kaströð. Nafnakall þátttakenda hverrar keppnisgreinar fer fram tíu mínút um fyrir hinn auglýsta tíma. Skulu þá keppendur mæta á stað, sem síðar verður auglýstur, og skulu þeir og starfsmenn ganga fylktu liði þaðah til keppnisstaðar. í öll I um riðlahlaupum flytjast 3 (ef I sex brautir) eða 2 (ef 4 brautir) fyrstu menn úr hverjum riðli í næsta hlaup á eftir. Ef skipta verður þátttakendum í 1500 m. hlaupi í riðla með allt að 15 manns í riðli, færast 7 þeir íyrstu í næsta h'aup á eftir. Not- aðar verða viðbragðsstoðir, en ekki leyft að grafa holur á‘ viðbragðs- stað. Sex íyrstu menn hljóta stig sem hér segir: 1. sex stig, 2. fimm stig, 3. fjögur stig, 4. þrjú stig, 5. tvö stig, og 6. eitt stig. Sami stigafjöldi gildir í boðhlaup- um. Verði einstaklingar eða sveitir jafnar, skip^ast stig að jöfnu milli þeirra en aukakeppni fer fram um verðlaún. Fyrstu 6 menri hljóta verðlaun eða viðurkenningarskjal. Verðlaún verða þá veitt' sem hér segir: ’l. Því héraðssambandi, sem flest stig hlýtur í samanlögðum frjálsíþróttagreinum. 2. Stigahæstu konu í frjálsum iþróttum. 3. Stigahæsta karli í frjálsum íþróttum. 5. Fyrir bezta afrek karls í frjálsum íþróttum skv. stigatöflu. Stökkhæðir í hástökki og stanga- stökki verða sem hér segir: 1. Hástökk kvenna: 110 cm, 120 cm. 125 cm, 130 cm, 135 cm. 137 m. og svo hækkað um 2 cm. úr því. 2. Hástökk karla: 150 cm. 160 cm, 165 cm. 170 cm. 175 cm. ‘477 cm og svo um 2 m. úr því. 3. Stangarstökk: 2.80 m. 2,90 m. 3,00 m. 3,10 m. 3,20 m. og svo hækkað um 5 cm. úr því. B. Sund: Sömu reglur gilda um sund- keppnf og frjálsar íþróttir. Hver þátttakandi hefur rétt til keppni í þrem surtdgreinum og boðsundi. Fimm sérverðlaun verða veitt i sundi sem í frjálsum íþróttum. Sundfólk skal bera númer á æfinga búningi (skjólbúningi) sínum. Keppt verður í 25 m. laug með ca. 22 gráðu heitu vatni. Framh. á 11. síðu Rumenar heims- meistarar Prag, 15. marz ÁTJÁN þúsund áhorfendur sáu Rúmena sigra Svía í úr- slitaleík heimsmeistara- keppriinnar í handknattleik með 25 mörkum gegn 22. Staðan f hléi var 14-13 fyrir Rúmeua. Rúmenar hófu Ieikinn með stórsókn og komust í 3-0 eft- ir 4. minútna lelk. En Svíar sækja sig og á 7. mfn, er staðan 4-3 fyrir Rúmena. Leikurinn var mjög jafn og Svíar áttu mjög góðan leik Nokkrum minútum fyrir hlé var jafrit 12-12, en einS og fyrr segir höfðu Rúmenar eitt mark yfir í leikhléi, 14-13. Eftir' hlé var leikurinn stórkostlegur, bæðl hvað snerti spenning og gæði, sér fræðingar segja, að þetta sé bezti úrslitaleikurinn til þessa. Það var ekki fyrr en á síðustu fjórum mínútum, sem ! Rúmenar tryggðu sér sigur- ! inn, þá var staðan 22-22! j Rúmenar höfðu síðasta orðið og unnu verðskuldaðan sigur. Þetta er í annað sinn í röð, sem Rúmenía verður heims meistari. Bezti leikmaður Rúmena var Moser og þetta var 50. Iandsleikur hans. í liði Svía var Lindblom marltvörður beztur. í keppninni um 3. og 4. sæti sigruðu Tékkar Vestur- Þjóðverja með 22-15, Rúss- ar sigruðu Júgóslava í- keppninni um 5. og 6. sæti með 27-18, og loks unnu Dan ir Ungverja í keppnl um 7. og 8. sæti með 23-14. rttWMMtMMMMMMMMMMW RÚSSAR SIGRUÐU RÚSSAR s’gruðu Norðmenn í skautalgndskeppni í Sverdlovsk unt helgrna með 321,5 stigum gegn 222,5. Fvrirfram var reiknað með rússneskum sigri, en munur , inn varð meiri, eu búizt var við. Rússar si'gruðu í þrem grein- um af fjórum, tírisjin í 500 m. á 40,4 sek.. rússneskt met, bezti Norðmaður var Haugen 3.—4. á 41,6 sek. í 5000 m. sigráði Fred1 A. Maier, Noregi á 7:46,5 míri, en Antson, Sovét. varð annar á 7:47, 4 mín. Antson sigraði aftur á mót'i í 1500 m. á 2:14,8 en Maier varð bezti Norðmaður, nr. 4. á 2:17,0 mín. Mest urðu vonbrigði Norð- manna í 10000 m., en þar áttu Rússar þrjá beztu menn, Seljan in sigraði á 16:30,9 mín., en Mai er varð bezti Norðmaður á 16:38, 5 mín. Knut Johannesson varð 8.-9. á 16:55 3 mín. Keppnistímabili skautamanna er nú að liúka og þrátt fyrir j þennan ósi",,r liafa Norðmenn staðið sig ágæta vel í vetur, bæði í Innsbruck og á heimsmeistara- keppni i Helsingfors, en þar sigr aði Johannessen. 10 17- marz 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.