Alþýðublaðið - 10.04.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 10.04.1964, Qupperneq 8
^iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiutiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiift mmimiiimiiuim iimiiiiiiiiimimimiiiiimimimiiiiimimiuiimmiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiminiiiiiiniiiiiiuiiiiiiiimtHtiniiiituituiuimimiiiiiinnimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiniiniitiiimniiiiiimmiiimmiiiiimimimmiiii ’r. iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiuiiiniiiiiimimimmimmmiumiimminiiiiiHmiimiiuiiimimmmmimmimmiimmmmiiimmimmmmimmmmmmmmimr i>. DR JOSEF KLAUS hefur loks tekizt að mynda ríkisstjórn eftir stjórnarkreppu, sem stóð í nokkrar vikur sökum á- greinings stjórnarflokkanna, jafnaðarmanna og Þjóðarflokks ins, um mál dr. Otto erki- hertoga af Habsborg. Dr. Klaus tekur við af dr. Alfons Gorbach, sem sagði af sér í febrúar vegna deilna í Þjóðarflokknum. Það sem kom lengi vel í veg fyrir stjórnarmyndunina var sú krafa jafnaðarmanna, að Otto Habsburg yrði ekki leyft að snúa aftur til Austurríkis. Jafn- aðarmenn óttast, að mikil ólga skapist í innanlandsmálum Austurríkis fái erkihertoginn að setjast að í landinu. Jafnaðarmenn settu það skil- yrði fyrir því, að stjórn Gor- bachs gæti sagt formlega af sér og Klaus myndað hina nýju stjórn sína, að nýi kanzlarinn gæfi stjórnaryfirlýsingu. Þeir vildu, að í þessari yfirlýsingu ríkis skuli enn geta gegnt miklu hlutverki í austurrískum stjórn málum. Eftir hrun keisararíkisins Austurríki-Ungverjalands 1918 samþykkti austurríska þingið einróma, að öllum meðlimum keisaraættar Habsborgara yrði vísað úr landi. í lögum þar að lútandi sagði hins vegar, að allir þeir meðlimir Habsburg- Lothringen-ættarinnar, sem lýstu því yfir, að þeir mundu virða lög austurríska lýðveld- isins og ekki bera fram kröfur á hendur austurríska ríkinu, sem ættu rót sína að rekja til þess að þeir væru af ætt fyrr- verandi keisara, fengju að snúa aftur til landsins. Margir Habsborgarar hafa gefið slíkar hollustuyfirlýsing- ar og snúið aftur til Austur- ríkis þar sem þeir starfa sem lögfræðingar, kennarar, land- eieendur eða forstiórar fvrir- tækja. Ríkisarfinn Otto Habsburg (ÓVP = Þjóðarfl. SPÖ = Jafnaðarmenn, Koalition = Samsteypustjj | yrði sagt, að Otto af Habsborg mætti ekki snúa aftur til Aust- urríkis. Að lokum varð Þjóðarflokkur inn að láta í minni pokann og unnt var að mynda nýja ríkis- stjórn. Þetta er talinn mikill ósigur fyrir Þjóðarflokkinn, sem hingað til hefur haldið því fram, að hlíta yrði úrskurði Stjórnardómstólsins í mólinu, en samkvæmt honum er erki- hertoganum heimilt að flytjast til Austurríkis. Það sem greiddi fyrir sam- komulagi var, að aðalritari Þjóðarflokksins fór á fund erki- hertogans í aðsetri hans í Bæj- aralandi og fékk hann til að lofa því, að hann mundi ekki halda til Austurríkis fyrr en stjórnarflokkarnir hefðu náð samkomulagi um það, hvort hon um verði leyft að setjast að í Austurríki. Sigur jafnaðarmanna í kosn- ingum í Burgenland skömmu áður er talinn hafá stuð'að að því, að Þjóðarflokkurinn breytti afstöðu sinni. Ekki er búizt við, að stjórnarflokkarnir muni fljótlega hefja viðræður um þetta flókna mál, en snúa sér í þess stað að aðkallandi málum, sem bíða úrlausnar, svo sem húsnæðismálum. ★ HOLLUSTUYFIRLÝSING Dr. Otto Habsburg og fjöl- skylda hans dveljast í útlegð sinni í Pöeking í Bæjaralandi. Ýmsir hafa furðað sig á því, að sonur síðasta keisara Austur- OTTÓ AF JIABSBORG — veldur deilum. var eini maður ættarinnar, sem íengi vel virtist ófús til að gefa nokkra slíka yfirlýsingu, enda virtist hann ekki vilja útiloka þann möguleika, að hann héldi aftur til Austurríkis sem keis- ari. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari krafðist hann í bréfi til rík- isstjórna Bandamanna, að þær viðurkenndu ekki stjórn hins nýja Austurríkis, sem frelsað hafði verið undan oki nazista. Það var jafnaðarmaðurinn dr. Karl Renner, sem var í forsæti bróðabirgðastjórnar þeirrar, sem mynduð var með samþykki Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Rússa, Skoðun Otto Habsburgs virt- ist ekki breytast á næstu ár- um. Hann lét oft ó sér skilja í ræðu og riti, að hann vildi ekki snúa aftur til Austurríkis sem KLAUS KANZLARI — erfið stjórnarmyndun venjulegur ríkisborgari heldur sem æðsti maður þjóðarinnar. Þegar í Ijós kom, að fylgi Aust urríkismanna við lýðveldið stóð föstum fótum lagði Otto Habs- burg til, að keisarasonurinn yrði skipaður nokkurs konar dómkanzlari eða „umboðsmað- ur”, sem yrði þjóðhöfðingi. Fyrir tveim árum gaf Otto Habsburg loks hollustuyfirlýs- ingu vegna þess að lítill hópur vina hans í Austurríki lagði hart að honum að gera það. En jafnaðarmenn töldu hana ófull- nægjandi og höfnuðu þeirri til- lögu, að honum yrði leyft að snúa aftur til landsins. • ★ DÓMSÚRSKURÐUR í fyrrasumar kváðu tveir æðstu dómstólar Austurríkis, Stjórnlagadómstóllinn og Stjórnardómstóllinn, ólíka úr- skurði um þau tilmæli Otto Habsburgs, að honum yrði leyft að snúa aftur til landsins. — Stjórnardómstóllinn úrskurð- aði, að honum ætti að vera heim ilt að halda til landsins vegna hollustuyfirlýsingar hans. Jafnaðarmenn héldu því fram, að dómstóllinn væri ekki hæfur til að fella dóm í máli, sem þing og stjórn ættu að á- kveða lögum samkvæmt. Þjóð- arflokkurinn hefur haldið því fram siðan, að úrskurður Stjórnardómstólsins væri full- nægjandi og þess vegna ætti að létta banninu við heimkomu Otto Habsburgs. Hins vegar sameinuðust báðir flokkarnir um yfirlýsingu þess efnis í fyrra, að hann mætti ekki stunda stjórnmálastarfsemi. Jafnaðarmenn eru því and- vígir, að Otto Habsburg fái að koma aftur til landsins, þar eð það mundi valda pólitískum erf iðleikum, bæði í Austurríki og í nágrannaríkjum þeim, sem eru undir stjórn kommúnista. Þótt Þjóðarflokkurinn vilji ekki gera úrskurð Stjórnardómstóls- ins ómerkan, er hann lítt hrif- inn af því, að Otto Habsburg verði leyft að setjast að í Aust- urríki. ★ LANGAR VIÐRÆÐUR Þegar Þjóðarflokkurinn fól dr. Josef Klaus fyrir sex vikum að taka við kanzlaraembættinu af dr. Alfons Gorbach kom mál ið síðan aftur til sögunnar vegna þeirrar kröfu jafnaðar- manna, að stjórnin héti því að leyfa Otto Habsburg ekki að snúa aftur til Iandsins. 'í viðræðunum um stjórnar- myndun var þetta eina ágrein- ingsatriði Þjóðarflokksins og jafnaðarmanna og eina ástæð- an til þess, að dr. Klaus gat ekki tekið við kanzlaraembætt- inu fyrr en fimm vikum eftir að dr. Gorbach sagði af sér. í hinum löngu og erfiðu við- ræðum flokkanna um stjórnar- myndunina gerði Þjóðarflokk- urinn nokkrar tilslakanir og lagði til, að í stj órnaryfirlýsing unni yrði sagt, að „ekki yrði flanað að neinu”, þannig að friðnum í stjórnmálum Austur ríkis yrði stefnt í hættu. Jafn- aðarmenn kröfðust þess hins vegar, að nafn Otto Habsburg yrði nefnt í yfirlýsingunni. Þjóðarflokkurinn reyndi að fá Otto Habsburg til að lýsa því yfir, að hann hefði ekki á- huga á að snúa aftur til lands- ins í bráð, og að hvað sem öðru liði hygðist hann ekki stunda stjórnmálastarfsemi. Þessa yf- irlýsingu tókst Þjóðarflokkn- um að fá, en jafnaðarmenn lýstu því yfir, að slík yfirlýsing gæti ekki komið í staðinn fyrir bein ummæli af stjórnarinnar hálfu. Dr. Klaus reyndi að forðast það í lengstu lög, að svo liti út að stjórn hans væri mynduð „af Ottos náð“. ★ MIKLAR TAFIR Smám saman hefur þótt koma í ljós, að jafnaðarmenn hafi ekki notað Habsborgar-málið aðallega af ótta við dr. Habs- burg eða vegna deilu um meg- inreglur heldur sem lið í stjórn málabaráttunni. Vikum saman var rætt fram og aftur um það, hvernig orða ætti stjórnaryfirlýsinguna, og margar tillögur og gagntillögur voru bornar fram. Þegar við- ræðurnar stóðu sem hæst fór Pittermann varakanzlari, sem var aðalfulltrúi Jafnaðarmanna í ráðherranefnd þeirri, sem fjallaði um stjórnarmyndun- ina, í fimm daga heimsókn til Bretlands og við það töfðust viðræðurnar enn. Því var haldið fram, að jafn- aðarmenn hafi ekki viljað að viðræðunum lyki fyrir 22. marz, en þann dag fóru fram kosn- ingar til fylkisþingsins í Bur- genland. Það háði Þjóðarflokkn um nokkuð í kosningabarátt- unni, að hinir háttsettu ræðu- menn, sem sendir voru í kosn- (Framhald 5. lO. síðu). IIIIUIIIIIHIIIIIIIIHIIUUIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIMUIIIIIIIIHIIimiHUIIIIIIIIIIIIIIIUMUIIIIIIUIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIHIIIIIIlHUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIUIIII IIIIIHHItlUUIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM 8 10- apríl 1964. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ KRAE MARGAR eru þarfirnar í okk- ar litla þjóðfélagi og margt kall- ar að, sem gera þarf. Ljúka við ýmsar nauðsynlegar byggingar, sem eru hálfbyggðar og hefja byggingar til ýmissa þarfa lands- ins barna. Hér skal ekki gerð nein grein fyrir því sem nauð- synlegast er, en aðeins bent á eitt af mörgu nauðsynlegu. Ég vildi með örfáum orðum benda á eitt málefni, sem mér finnst margir of tómlátir um og er það krakkameinsvarnirnar í landinu. Það skal viðurkennt, að mikið héfir verið aðgert og mik- ið fé gefið í þessu augnamiði, en ekki nóg. Þjóðin þarf að gera gífurlega sterkt og mikið átak til að berjast á móti einum válegasta sjúkdómi, sem herjar á þjóðina í dag. En aðeins með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar, er hægt að slæva eggjar á vopni þessa óvinar heilbs(igði þjóðarinnar. Það er sjálfsagt langt í land að fullur sigur vinnist, en opinber ar skýrslur sanna, að með sam- ræmdum aðgerðum, er oft hægt að finna einkenni sjúkdómsins á frumstigi og lækna hann að fullu. Áður fyrr var hver nær dauða- dæmdur, sem tók þennan sjúk- dóm, en nú hækkar alltaf pró- senttala þeirra sjúku, sem bata fá, eingöngu fyrir dugnað og ár- vzekni dugandi Iækna okkar og framlags þjóðarinnar til barátt- unnar, því það er nú svo að auð- urinn er oft afl þeirra hluta, sem gera skal. ' Þjóðin barðist hetjulegri bar- áttu móti ýmsum sjúkdómum síð astliðin 60 ár. Sullaveikin var gerð útlæg, en fyrr á árum lagði sá sjúkdómur fjölda að velli. Holdsveikin hefir einnig verið gerð útlæg. Berklaveikin er á hröðu undanhaldi, og þar hefir þjóðin öll sameinast í baráttunni móti þoinr sjúkdómi. Hún hefir séð hinar glæstustu vonir rætast. Hver hefði svo sem fyrir 40 ár- um trúað því, að berklaveikistil- felli yrðu upp úr 1960 sjaldgæfir atburðir og jafnvel furðu fréttir blaða og útvarps, ef einhverstað ar fyndist berklahreiður í land- inu. Það skal viðurkennt að opin- berar aðgerðir til að vinna bug á sjúkdómi þessum, hafa ávallt verið myndarlegar, en án þátt- töku hinna fjölmörgu einstakl- inga, væri öðru vísi umhvorfs í máli þessu. Það er svo með alla sjúkdóma, að fyrst og fremst þarf að finna orsakir, sem þeim valda og reyna svo að fremsta megni að nema orsakirnar á brott. Sumir sjúk- dómar eru þannig vaxnir, að það þarf að gera skipulega leit að þehn meðal fjöldans, og krabba- meinið er einmitt sá sjúkdómur, sem þarf að leita eftir hjá mann fólkinu. Og til þess að það sé liægt þarf fyrst og fremst sérfræð inga að greina sjúkdóminn, dýr tæki og nægjanlegt húsrými til að framkvæma starfið. Með öðr- um orðum, það þarf að koma upp

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.