Alþýðublaðið - 10.04.1964, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 10.04.1964, Qupperneq 9
(BAMEINSVARNIR leitarstöðvum. Það nægir ekki að koma einni slíkri í höfuðstaðnum, sem mun nú vera að taka til starfa innan skammt. Takmarkið þarf að vera það, að koma upp leitarstöðv um úti á landsbyggðinni, t. d. til að byrja með einni í hverjum landshluta, Gæti þá komið 141 greina skylduskoðun á vissum aldursflokkum, allt eftir ráðum og tillögum okkar beztu sérfræðinga. Mannlífið er dýrt. Ég held ég muni það rétt, að fyrir um það bil 50 árum, sagði þáverandi land læknir að hann teldi mannslífið 30 þús. króna virði. Hvers virði er það þá í dag? Það yrði allhá upphæð og fáar krónur gefa þjóð inni betri arð, en þær sem hún leggur í þann allsherjarbanka þjóð arinnar, til krabbameinsvarna á íslandi. Það skal viðurkennt að margar eru þarfirnar og víða smuga fyrir afgangs krónur, en hinu verður ekki neitað að þjóð, sem notar áfengi fyrir hundruð milljóna króna árlega, svo aðeins eitt sé nefnt, hún hefir efni á því að leggja margar milljónir — ég vil segja milljónatugi — fram í þessu augnamiði. Mér dettur ekki í hug að krefja það opinbera ein- göngu, það eru ofmargir, sem þar gera kröfur, en til þjóðarinnar allrar má gera strangar kröfur, að hún styrki krabbameinsfélögin miklu meira, en hún gerir í dag. Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Krabbameinsfélag íslands hafa nú, fyrir mikinn dugnað prófessors Níels Dungals og fleiri áhugamanna, hafið allsherjar fræðslustarfsemi í skólum lands- ins, m. a. með því að sýna kvik- myndir um skaðsemi reykinga, um nokkrar algengar tegundir sjúkdómsins. Verða þessar mynd ir skýrðar með íslenzku talmáli. Allt eru þetta spor í rétta átt, sem eflaust eiga eftir að bera tilætlað an árangur. En þetta kostar allt mikið fé, og það eiga að vera fyrst og fremst frjáls framlög almennings, sem eiga að bera þetta uppi. Á skrifstofu Krabbameinsfélags íslands, Suðurgötu 22, 'Reykjavík, geta velunnarar starfsemipnar fengið keypt svonefnd heiðurs- hlutabréf, skrautgripi hina mestu fyrir krónutal, eftir efnum og á- stæðum. Það hlýtur öllum að vera kærkomin eign og þótt eng ir arðmiðar fylgi bréfinu, þá er öruggt að arðurinn af þeim verð- ur ekki lítill og skilar sér síðar og fyrr en varir. Þá hefir Krabbameinsfélag Reykjavíkur í tilefni af afmæli sínu hafið bílahappdrætti, og ætti enginn miði í því að vera óseldur á dráttardegi hinn 18. maí n.k. í raun og veru ætti ekki að taka margar vikur að selja upp mið- ana. En'enginn, sem nokkurs er megnugur, má láta hjá líða að kaupa miða í þessu sérstæða happ drætti. Og auðvitað taka svo félögin þar að auki móti framlögum, stór um og smáum, frá hverjum sem er og hvaðan sem þau koma, eftir efnum og ástæðum gefendanna. Kornið fyllir mælinn. Þess skulum við ávallt vera minnungir. Eg vil að lokum undirstrika þetta, aðí eftir því sem krónumar eru fleiri til varnar og sóknar á hendur þessum vágesti, eftir því verður starfið árangursríkara. Og hver er sá sem ekki vill leggja þar hönd á plóginn. Þeir verða vonandi fáir. Óskar Jónsson. EFTIR ÓSKAR JÓNSSON AVARP til alþingismanna Norð urlandskjördæmis vestra: Hinn 25. janúar s.l. sendi hreppsnefnd Höfðahrepps bréf til allra þingmanna kjördæmis ins. í bréfi þessu lýsir hrepps- nefndin atvinnuástandi staðar- ins nú og undanfarin 2 til 3 ár. Einnig bendir hún á leiðir, sem gætu komið til greina og að gagni, ef alþingismennirnir vildu sameinaðir starfa að fram gangi þeirra, annað hvort með frumvarpi á Alþingi, útvegun fjármagns, eða eftir öðrum leið um, sem þeir teldu æskilegar. En það sorglega skeður, að enn í dag er okkur Skagstrending- um ekki kunnugt um, að okkar háttvirtu Alþingismenn og full- trúar séu farnir að láta svo lítið að koma saman og ræða efni bréfsins, hvað þá svara því. Hvað veldur slíkri framkomu þingmanna gagnvart kjósend- um sínum? Telja þingmennirn- ir, að á þeim hvíli engin ábyrgð né skyldur gagnvart kjósend- um, sem komið hafa þeim á þing og treyst þeim til að vinna dyggilega að framgangi mála fyrir kjördæmið? Eða kannski þeir séu uppteknir af öðrum og stærri málum, svo að þeir gefi sér ekki tíma til að ræða slík „smámál“ sem þetta. Vand ræðaástand ríkir nú í atvinnu- málum staðarins, þótt fulltrúar hreppsnefndar hafi átt tal við þingmennina hvem fyrir sig. Þeir hafa sagt að ekkert væri hægt að gera, sem að gagni mærtti koma. Og sennilega bú- ast þingmennirnir við, að Skag- strendingar fagni þeim fjarska vel, næst þegar þeir koma í framboðshugleiðingum, bros- andi að vanda og ánægðir með sjálfa sig yfir unnum sigrum og afrekum í atvinnu- og fram- faramálum kjördæmisins. Nú spyrjum við: Er réttara og æskilegra fyrir ríkisvaldið að leggja svona kauptún í eyði með um 850 íbúum heldur en leggja fjármagn í iðnað, sem bjargað gæti þá tíma ársins, scm minnst væri að gera? Við höfum t. d. rætt um tunnuverksmiðju sem byrjunar lausn og bent á, að ekki mundi þurfa að byggja húsnæði til að byrja með fyrir slíka starf- semi, þar sem síidarverksmiðj- ur ríkisins eiga hér á staðnum ónotað húsnæði, sem trúlega mætti notast við fyrst um sinn. Vélar í slíka verksmiðju myndu ekki kosta mikið yfir 2 millj. kr. Sýnist okkur því ekki vera um það mikla fjárfestingu að ræða, að ekki sé kleift fyrir það opinbera að hjálpa okkur með gangsetningu slíkrar verk smiðju, sem gæti veitt vinnu 30—40 manns. Nú segir e. t. v. einhver, að skynsamlegra væri að reisa tunnuverksmiðju fyrir austan eða sunnan, — þar sé síldin — en því er til að svara, að hér er vinnuaflið ónotað og atvinnu leysi, en þar þyrfti sennilega að flytja inn /fólk til þess að vinna við þessa grein iðnaðar, og svo hitt, að þó að síldin hafi haldið sig fyrir Austurland inu á sumrin og svo fyrir Suður landinu nú síðari vetur, er eng- inn komin til að segja, nema hún taki upp á því að koma hér á Húnaflóa aftur, pg þá væri tunnuverksmiðja ekki talin illa staðsett hér. Á yfirstandandi þingi flytja þrír þingmenn, þeir Björn Páls son, sr. Gunnar Gíslason og Benedikt Gröndal þingsálykt- unartillögu um athugun til úr- bóta í atvinnumálum á þeim (Framhald á 10. síðu). Frá hinu heimsþekkta brezfca fceðjubúðafyrirtæki Marhs and Spencer Ltd. London höfum við fengið úrval af fallegum vörum, svo sem: Ullarjakka telpna og drengja (Blazerts). Bri-nælon golftreyjur og síðbuxur telpna. Ullar og nælonpeysur drengja, óvenju end- ingargóðar. — Allir sem þekkja þessar vörur vita unx gæði þeirra. iDVjKbíl^ Aðalstræti 9. Sími 18860. Kennari óskar eftir lítilli ÍBUÐ Aðéins tvennt í heimili. Upplýsingar í síma 20471. Skrifstofustarf Stórt iðnfyrirtæki í- Reykjavík óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa (vélritun og bókhald) nú þegar eða síðar, Vélritunarkunnátta og nokkur þekking í bókhaldi, ensku og dönsku nauðsynleg. Umsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist á afgreiðslu Alþýðublaðsins merkt: Skrifstofustarf. Laus staða Næturvarðarstaða á langlínumiðstöðinni í Reykjavik er laus til umsóknar. Viðkomandi verður að hafa nokkra kunnáttu í símaafgreiðslu. Laun samkvæmt launakerfi op inberra starfsmanna. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 20.. apríl 1964. Póst- og símamálastjórnin. Atvinna V anar saumastúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. (Ákvæðisvinna). Upplýsingar í verksmiðjunni Þverhoiti 17. Vinnufatagerð íslands hf. HKWCO ÞAKPAPPI NÝKOMINN 1. flokks erlendur þakpafcfci nýkommn. Tvær gerðir — Hagstætt verð; HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti — Sími 13184 og 17227. Elzta byggingarvöruverzlun iandsins 'ciiliiiiiiisiiiiiiuiiiimiimiiiiiHiiiiiiiiiiiitimiiiiiiitiiiiiliiiiiuiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiititiiiiiuiiiiiiiiiiiitiiitmiiiiiiiiiiiimiiiniiiitiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiuý* ALÞÝÐUBLAÐíÐ — 10- apríl 1964. «|.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.