Alþýðublaðið - 07.05.1964, Side 10
Ódýrustu japðnsku hjólbarðarnir
GUMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35. — Reykjavíb. — Sími 18955.
Kvikmyndalíf
Frambald úr opnu.
C mynda í heimalandi sínu, í
[ Hexico eftir að hann var brott
rækur ger frá Spáni, svo og
Frakklandi. Bunuel hefur sér-
staklega tekið-fyrir þjóðfélags
vandamál í myndum sínum.
,Andalúsiuhundurinn,“ sem
bann gerði með málaranum
Salvador Dali, er sögð með ann
arrl vera fyrsta súrealistiska
kvikmyndin.
Myndin „Dagbók vinnukonu"
er gerð eftir sögu Octave Mir-
beau. Hún fjallar um Paxísar
dömu, sem ræður sig í vist til
héraðsins Normandí árið 1930.
Áhorfendur kynnast þar alls
konar kynlegum persónum, er
Bunuel tekst með afbrigðum
vel að gera raunverulegar. í
myndinni gerast margir skop-
legir hlutir, gert er gys að ýms
um mönnum á stórkostlegan
máta, en auk þess koma fyrir
atburðir, sem fylla menn óhugn
aði. Með að.alhlutverkið fer
þekktasta leikkona Frakka, að
minnsta kosti innan landamær
anna, Jeanna Moreau, og leysir
hún það mjög vel af hendi.
„Judex“ eftir Georges Fran
ju hefur vakið feikimikla eftir
tekt hér. Með þessari mynd
sinni hefur Franju stælt fyrstu
sakamálamyndirnar. Eins og í
þeim er atburðarásin mjög
hröð, og margir óskiljanlegir
og ómögulegir hlutir gerast.
Munurinn er bara sá, að hér
áður fyrr vöktu slíkir atburðir
mikla spennu og hrylling, en
nú hafa menn frekar gaman að
þeim.
„Le Feo Fotlet“ eða „VUli-
eldurinn er gerð af Louis Malle
Hún fjallar um ungan mann,
sem hefur lent á villigötum í
lífinu. Hann hefur notið drykk
ja og ásta, en er nú orðinn
að drykkjusjúklingi, sem lætur
eldri konu sjá fyrir sér, og hef
ur misst alla trú á lífinu. Við
fylgjumst með siðustu -tímun-
um, sem hann á eftir ólifaða,
áður en hann fremur sjálfs-
morð. Þá notar hann til að
heilsa upp á gmla kunningja
og ganga um fornkunnar slóð-
ir. Myndin grípur áhorfendur
mjög, og ég tel varla vera hægt
að túlka þetta efni betur.
„Tom Jones“, sem er gerð af
Tony Richardson eftir sögu
Henry Fieldings, er með allra
beztu brezku gamanmyndum.
Hún gerist á 118. öld á Englandi
og segja má, að aldrei áður
hafi verið gert eins mikið
stólpagrín að öllum hliðum
eins þjóðfélags, á neinni öld,
og þarna. Leikararnir snúa
stundum máli sínu til áhorf-
enda, og tekst það með afbrigð
um vel. Aðalsöguhetjuna leikur
Albert Finney.
„Tystanaden" eða „Þögnin"
eftir Ingmar Ih rgman, sem
vakið hefur svo mikla úlfúð í
Svíþjóð, hefur fengið mjög
góða dóma hér. Hún fjallar
um tvær systur og son annarr
ar, sem fara í ferðalag til ein-
hvers lands, sem við vitum ekki
hvert er. Önnur systirin þjáist
af sjálfssefjun og ást til hinn-
ar, sem aftur á móti hefur
mjög sterkar ástríður til karl
manna. Myndin er mjög óhugn
anleg, en lýsir ve'l þessu vanda
máli. SS.
<§> MEUVÖLLUR
Reyk|avíkurmótl$
í dag, fimmtudag kl. 16, fer fram hin árlega
bæjarkeppni milli
Reykjavík - Akranes
Mótanefnd.
- 'i' ■ ’ \ ~~
10. 7. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sumarfagnaður
Framhald úr opnu.
ungsins sem fæddist þetta apríl-
kvöld fyrir 21 ári. En þótt barna-
sjúkdómarnir væru margir og oft
mjótt á milli lífs og dauða hefði
félagið eigi að síður haldið velli
og náð þeirri reynslu sem hverri
stofnun væri nauðsynleg til að
skapa sér svip og stefnu. Kvað
hann þá, sem fylgzt hefðu með fé-
laginu frá upphafi gleðjast yfir
því, hversu vel hefðu rætzt þær
vonir. sem í upphafi voru við stofn-
un félagsins bundnar. Þá fór Karl
viðurkenningar- og þakklætisorð-
um um þá menn og konur sem á
öllum tímum höfðu starfað af ósér-
hlífni og áhuga að málefnum fé-
lagsins.
Karl minnti á, að margar smá-
þjóðir álfunnar hefðu átt sverð
styrjaldarinnar hangandi yfir
höfði sér á þeim tíma er félagið
var stofnað. Lauk hann síðan máli
sínu á þessa leið: „Enginn vissi
hvaða þjóðir slyppu heilar úr
þeim hildarleik. Nú er sú hætta
liðin hjá að því er virðist en í kjöl
far friðarins, bættra samgangna og
margvíslegra aukinna afskipta
þjóða meðal fylgir sú alda stór-
þjóðaáhrifa, sem sverfur æ fastar
að séreinkennum liverrar smáþjóð
ar, að tungu hennar, siðum og
lifnaðarháttum. Sérhver smáþjóð
á nú þann vanda fyrir höndum að
vinzt úr þessum stórþ.ióðaáhrifum
það sem nýtilegt er, það sem sam-
lagast bezt breyttum kröfum tím-
ans, en lætur eigi að síður óskert-
an þann menningarkjarna sem
þjóðin sjálf á beztan, og sem
drýgst hefur dugað henni til menn
ingarlegs sjálfstæðis. Okkar litla
þjóð á mikið vandamál óleyst þar
sem um ræðir þess úrvinnslu og
aðlögun, livað nýta beri og hverju
skuli hafa hvernig vaðveita megi
tungu, sögu siði og háttu en
standa þó opin fyrir þeim menn-
ingarstraumum, sem óhjákvæmi-
legt er að veita viðtöku ef þjóðin
á ekki að standa í stað. Þetta er
hin friðsamlega innrás, sem mörg-
um þjóðum hefur orðið að falli,
allt síðan sögur hófust, þar sem
ný menning kollvarpar hinni eldri,
og sópar verðmætum hennar á glæ
nema aðgát.se höfð.
En einmitt hér komum við aft-
ur að því hlutverki, sem félags-
skapur éins og Félag íslendinga
í Londoa á fyrir höndum. Enn
sem fyrr er þess þörf, að þeir fs-
lendingar, sem erlendis dvelja, —
haldi við — á félagslegan hátt
þeim séreinkennum, sem íslenzk
menning á bezt, efli tengsl sín
við íslenzka þjóð og taki þátt í
því starfi að tileinka sér hið nýti
legasta í erlendum áhrifum og
sameina það íslenzkum sameining-
arkjarna. Sú var tíð að félagsskap-
ur íslendinga í Kaupmannahöfn,
beint og óbeint, endurreisti ís-
lenzka timgu og lagði hana á ný
á varir þjóðarinnar. Sú tíð kem-
ur vohandi aldrei aftur að slíks
þurfi með á ný, en önnur lilið-
stæð verkefni eru næg. Sú bezta
afmælisósk, sem ég get fært Fé-
lagi íslendinga í London á þess-
um tímamótum, er, að því megi
auðnast, á komandi árum, að vera
sterkur útvörður íslenzkrar menn-
ingar í hennar beztu mynd, en
jafnframt því vakandi auga og
eyra fyrir hverju því nýtilega, í
erlendri menningu, sem landi og
þjóð má að notum koma.”
Að loknu borðhaldi léku þau
Jósep Magnússon, Kristján Steph
ensen og Guðrún Kristinsdóttir
samleik á flautu, óbó og píonó
við mikinn fögnuð gesta, en síðan
lék hljómsveit hússins fyrir dansi
fram eftir nóttu.
áuglýsiS í ÁiþýðubBaðinu
áuglýsingasíminn 14906
NATO
(Framhald af 7. siSu). i
land mundi aldrei fallast á.
Eg er á öndverðri skoðun.
Hvorki vesturveldin né Sovét-
ríkin geta undir nokkrum
kringumstæðum hugsað sér að
breyta hinu pólitíska „status
quo“ með valdi. Og meðan
nokkur breyting á hinu póli-
tíska status quo felur í sér
hættu á því, að jafnvægið í her
málunum raski«t, þá eru samn
ingaviðræður óhugsandi. En ef
austurveldin og vesturveldin
geta lært með vel heppnaðri
samvinnu um vopnaeftirlit í
Evrópu að bera traust til fyrir
ætlana hvors annars í hernaðar
legu tiHti þá munu opnast
nýir möguleikar til diplómat-
ískra viðræðna. Auk þess er
stjómraálaþróunin i Austur-
Evrópu, það er aukið frelsi inn
á við og út á við, komin undir
því, að hernaðaratriðið í deil-
um austurs og vesturs minnki
að mikilvægi.
NATO hefur þegar náð upp
haflegum ásetningi sínum með
því að svipta Rússa sérhverri
annarri lausn en friðsamlega
sambúð. Banda'agið ætti nú að
stíga næsta skreflð og bjóða
Rússum samvinnu um frið í
Evrópu. Þá gæhi Vesturlönd
óhrædd beint athyglinni að
hinum enn hættulegri og meira
knýjandi vandamálum utan
Evrópu. (Árbeiderbladet).
Radíóviðgerðarmaður
Flugfélag íslands h.f. óskar eftir að ráða vanan radíóvið-
gerðarmann sem fyrst.
Umsækjendur snúi sér til Aðalsteins Jónssonar í síma
16600, sem gefur nánari upplýsingar.
fa/iefs
/CftAAUJA/J?
r