Alþýðublaðið - 09.05.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1964, Blaðsíða 2
Sltstjérar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjóri: trni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guðnason. — Símar: 14900-14903. - Auglýsingasími: 14906. - Aðsetur: Alþýðuhúsið við ISverflsgötu, Reykjavik prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald fcr. 00.00 - í hmsasölu kr. 5 00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. Heíur Þjóbviljinn hjarta? FYRR í þessaril viku birti Alþýðubla'ðið rit- ■stjórnargrein, þar sem rætt var um hjartasjúk- dóma, varn'ir gegn þeim og hin nýju samtök um þau mál, sem stofnuð hafa verið hér á landi. Var meðal annars aninnzt á heimsókn bandaríska hjarta isérfræðingsins Paul Dudley White og þær ráð- leggingar hans tid íslendinga, að þeir hreyfi sig meira sér ti>l heilsubótar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virð- :íst þessi ritstjórnargrein Alþýðublaðsins liafa far ið í taugar ritstjóra Þjóðviljans. Það blað hefur birt árás á Alþýðublaoið og spyr, hvað þetta tal _um hreyfíngu til heilsubótar eigi að þýðu, meðan íslenzk alþýða búi við líkamlega vinnuþrælkun. Er svo á Þjóðviijanum að skilja, að skrif Alþýðu- blaðsihs séu lireinn auðvaldshégómi. í tilefni af þessu vill Alþýðublaðið spyrja: Vita ekki ritstjórar Þjóðviljans, að með hverju ári stunda fleiri íslendingar kyrrsetuvinnu, á skrif- stofum, í skólum og við vélar í verksmiðjum? Veit Þjóðviljinn ekki, að hjartasjúkdómar hafa lagt vax andi fjölda íslendinga að velli og þeir gera lítinn stéttamun? Að lokum þetta: Gengur ekki Þjóðviljinn Iielzt til langt í póiitískum ákafa, ef Alþýðublaðið má ekki vara þjóðina við hjartasjúkdómum án ’þess að það sé talin árás á alþýðuna? Geta komm únistar ekki rætt neitt vandamál, án þess að blanda pólitík ínn í það? Þrátt fyrilr árás Þjóðviljans vill Alþýðublaðið end'urtaka meðmæli sín með hinu nýja félagi um varnir gegn hjartasjúkdómum, hvetja þjóðina til að gefa boðskap þess gaum og styrkja það í hví vetna. Dauðaslysin DAUÐASLYS í umferðinni snerta strengi í hjörtum ofckar allra. Ökumenn fara Varlegar, er peir heyra slysafregn, og gefa öðrum vegfarendum meiri gaum. En almenningur gleymir slysunum fljótt. Þe.ss vegna hefur.heyrzt sú hugmynd, að setja isvártán kross við vegarbrún, þar sem dauðaslys vþrður, og láta hann standa í einn mánuð. Hafi: dauðasiys orðið áður á sama stað, mætti láta upp týo, þrjá eða fjóra krossa. Sltk áminning gæti haft áhrif á ökumenn og gangandi fólk og dregið úr frekari slysum. Til mik iþ er að vinna, því mannslífið verður aidrei metið til fjár. Hjólbörur Hjólbörur Höfum fyrirliggjandi hjólbörur stærð V2 tunnu, hjól 4“xl6“ loft- fyllt; 1” öxull með rúllulegum. Mjög léttar ©g jsægilegar Verð kr. 1.950,00 án söluskatts ALÚMINÍUM- OG BLIKKSMIÐJAN H.F. Súðanvogi 42, Sími 33566. Frásagnir óvenjulegs manns ÉG VAR AÐ LESA viðtal við séra Árelíus Níelsson í Vikunni. Eg j held að þessi frásögn eigi erindi við alia menn. Pres.urinn er mjög úvenjulegur persónuleikL Það j vissi ég raunar fyrir Iöngu. Eg komst að raun um það áður en hann varð prestur ,meðan hann var enn í guðfræðideild, en þá kom hann að máli við mig viðvíkj- andi Ijóði, sem hann hafði ort og bauð til birtingar í Alþýðublað- inu. Eg man hve hrifinn ég varð að ljóðinu og af skáldinu. Eg fann að þar var eldsál. HANN ER EINN af þessum fágætu mönnum, sem eru gersneyddir öll um tepruskaþ, virðist ekki hafa hugmynd um kostnaðarhliðina af ótæmandi verkefnum sínum. Eg á ekki við þá kostnaðarhhð, sem mæld er í þeningum heldur þá eyðslu á starfsþreki, sem óþrjót- andi annir hafa í för með sér. —• Menn halda ef til vill, að aðal- starf andlegs leiðtoga, á borð við þennan mann, séu kirkjulegar at- hafnir, en svo er ekki. ÞAÐ KEMUR FRAM í frásögn- inni, að félagsmálastörfin eru megnið af starfsdegi slíkra manna. En starfsdagurinn er langur, allt frá kl. 6 að morgni til miðnætds, — og þó oftast öllu lengur, því að liann hlýðir kalli fólks í erfiðleik um um miðjar nætur. Blaðamaður inn‘ Guðmundur Karlsson, sem skrifar þessa óvenjulegu frásögn, togar út úr prestinum frásagnir af slíku starfi. En hér verða þær ekki raktar. VH) LESTUR þessarar greinar fæ ég þá tilfinningu, að menn, eins og þessi ungi prestur, séu sérstök stofnun eða voldugur félagsskap- ur. Slíkir félagsskapir eru til er- lendis. Hér eru þoir óþekktir. Það er staðreynd, að einmanaleikinn slekkur ðil Ijós oft á tíðum. Maður eða kona í angist sinni einn síns liðs, grípur oft til óyndisúrræða með hörmulegum afleiðingum. Erlendis ge.a einstaklingarnir leit að hjálpar með því að hringja í ákveðin símanúmer — og jafnvel prestar skipta vökum á milli sín, Það er sálgæzla. Óteljandi sinnum hefur þeim tekizt að bjarga, og þá fyrst og fremst með því að rjúfa vítahring einmanaleikans, FRÁSAGNIR séra Árelíusar um leitina að eiginmönnum, sem hafa svikiö konur sínar og börn, eða frásagnir hans af örvita æskufólkl og foreldrum í nauðum stöddum. eru hverjum sem les ógleyman- legar. — Elnn maður, hversu dug mikill, sem hann er, hversu vilja- sterkur sem hann er, getur ekkl bjargað nema að nokkru. ÉG GERI ÞESSA óvenjulegu grein að umtalsefni vegna þess, að þa® eru svo margir, sem þurfa á Hð- sinni að halda. Fordæmi þessa unga sálusorgara er got og fag- urt. Það er tU' eftirbreytni fyrir þig og mig. Getum við ekki öðlazt I meiri lífsfyllingu og hamingiju ef við reynum að feta í fótspor hana meöal samferðamanna í nauðum? Framtíðarstarf Stórt fyrirtæki í Reyfcj avík óskar að ráða ung- an mann til skrifstofustarfa. Til greilna kæmi piltur, sem útskrifast í vor úr Verzlunar- eða framhaldsskólum. Umsóknir, er tilgreini aldur, m'enntun og fyrri störf, isend'ist afgreiðslu blaðsins fyiir máUu- dagskv'öld. Merkt „Framtíð". Æskilegt væri að fá mynd með umsókninni.1 £ 9. maí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.