Alþýðublaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 2
! ílltstjórar: Gylfl Grönðal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulitrúi: Eiöur Guðnason. — Símar: J.4900-14903. — Auglýsingasími: 14906. - Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald tr. «0.00. — i lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Utgefandi: Alþýðufiokkminn. Hið innra lögmál „ÞÁ ER VEL, ef sú hátíð, sem hér .hefur iver- ið sett, ber þess. nokkurt vitni, að hér búi smá- þjóð, sem er eldri en tvævetur í menntun sinni“, sagði Halldór Laxness í eftirmihnilegri ræðu, er hann fiutti við setningu Listahátíðarinnar. Hann ihélt áfram: „Og þó eirikum er þetta listaþing tjáir vilja okkar til að halda áfram sjálfstæðu þjóðlífi (við þann hlut, ;sem okkur hefur verið kjörimi hér vestur í hafinu“. Skáldið minnti þjóð sína á, að þokkalegur efnahagur kynni að vera góður, en væri þess-ekki 'umkominn að skapa menningarafrek, því miður. Það var hörð ádeila á þá miklu 'bókaþjóð, sem íslendingar hafa taliö sig vera, er nóbelskáld- ið taldi upp forn listaverk, Eddú, Hómilíubók, Lilju og fleiri, sem ekki væru til í boðlegum ís- lenzkum útgáfum, og yrði að sýna forvitnum gest- <um þýzkar eða tékkneskar útgáfur, ef þeir óskuðu <að fá að sjá Eddu. „Þess er hollt að minnast á tuttugasta ald- ursári lýðveldisins íslenzka“, sagði Laxness, „að sjálfstæði þjóðar hefur aldrei náðst í eitt skipti fyrir öll, heldur verður það að vinnast á hverj- um degi þjóðarævinnar. Sjálfstæðan heiðurssess skapar sú þjóð sér, sem að innra lögmáli tjáir mannvitsþroska sinn í list og skáldskap og öðrum afrekum, eins og blómið breiðir úr krónu sinni af því að það geiur ekki annað“. 1 ■i, Ust og vísindi GYLFIÞ. GÍSLASON, sem verið hefur mennta málaráðherra í tæplega átta ár, mátti vel við una jþau orð, sem forseti Bandalags íslenzkra lista- rnanna lét falla við setningu Li'stahátíðarinnar, að sambúð lista og ríkisvalds hefði aldrei verið betri «n nú. í ávarpi sínu til þingsins ræddi menntamála- ráðherra viðhorf lista og vísiinda nú á dögum og sagði meðal annars, að listin væri ekki ónauðsyn- legri en áður, þótt vald vísinda hefði vaxið. Þvert á móti þurfu áhrif listaritnnar að vaxa. Milli lista og vísindp. verði áð vera valdlajafnvæg'i í ríki Ændans. í árvarpi sínu minntist ráðherrann á þau tæki f jöldamiðlunar, sem gera listina að alþýðu eilgn nú ó dögum. Kvað hann þessi tæki jafn sjálfsögð og þátttaka fjöldans í stjórn eigin mála, sem komið hafi með lýðræðinu. Varaði hann við andstöðu gegn þessum miðlunartækjum. Kom fram í ræðu Gylfa, að hann skilur jafn vel þörf frjálsrar list- sköpunar, sem cr vaxtarbroddur menningarinnar, og þau tæki, sem gera alþýðu manna kleift að njóta listanna. Yrrmý kilJjLEIb Listin fyrir lífib-og listinal f MENN HAFA löngrum deilt um hugrtökin: listin fyrir listina, listin fyrir lífið. Og það liefur engrinn komizt að niðurstöðu. Þetta staf- ar af því, að öfgarnar til beggja liantfa hafa skyggt á kjarnann. Ifinir svokölluðu ortodksu efnis- hyggjumonn hafa haldið því fram, að sú list, sem ekki sýndi hjól, kreppta hnefa um skófluskaft, tré- kalla við heyskap og þar frará eft- ir götunum, væri hégómi og hisini. Og andstæðingar þeirra hafa svif- ið í lausu lofti, tildrað upp afkára- skap og hrópað' upp yfir sig: Þetta er list, allt annað er Ijósmynd. SANNLEIKURÍNN er víst sá, að bað þarf meira til en litablöndu eða hornréttar teikningar tii þess að verkið sé listaverk. Listaverkið er djúpt og víðfeðmt. Á þessu finnst mér, ómenntuðum manni í þessum greinum, að við getum þekkt listaverk. Og listaverk er alltaf fyrir lífið og um leið fyrir listina. Það hlýtur að liafa gildi fyrir hvort tveggja. Aldrei aðeins annað. ÉG HELD, að fólkið finni þetta, hafi tilfinningu fyrir því, gefi því langt líf. Það, sem hinn frumstæði óspillti maður finnur að hefur gildi fyrir hann, gerir hann glaðari og hamingjusamari, eignast langt líf og hefur gildi fyrir framtíðina. Hitt deyr. Það verður sjálfdautt, hvort sem það er afkáraleg máln- ingarblanda, eða liornréttur flöt- ur af fjalli eða manneskju. HINIR SVOKÖLLUÐU listfræð ingar hafa sannarlega ekki meira vit á list en óbreyttur og ólærður maður. Listfræðingarnir geta hins vegar sagt sögur úr bókum, en beir geta ekki skilgreint sjálfa listina. Ég held, að jafnvel að hjartað og draumarnir séu pskeik- ulli dómarar í listum en fræð- ingar. ÖLL LIST á að vera frjáls, al- gerlega frjáls. Allir listamenn eiga að vera frjálsir. Allir eru þeir að leita. Þeir eru eins og barnið, þeg- ar það er að læra að ganga. Það hrasar oft og hruflar sig áður en það nær sínu jafnvægi. Það er ekki hægt að setja listamönnum skorður. Okkur líkar misjafnlega við þá, en við skulum forðast áð hneppa þá í fjötra. Galdasti folinn getur orðið bezti og öruggasti reið skjótinn. SUMIR VIRÐAST álíta að mikil hætta sé á ferðum, þegar lista- maður eða maður, sem segist vera listamaður, brýtur allar reglur og stefnir beint af þeirri leið, sem farin hefur verið. En það er eng- in liætta á ferðum. Þessir menn eru að leita. Ef til vill finna þeir nýjar leiðir. Ef til vill finna þeir þær ckki. Tíminn síar. Tíminn velur og hafnar. Það er fjöldasál- in, sem velur. m MÉR DETTUR ekki í hug, að fordæma verk, sem flytur mér ekki ncitt, jafnvel þó að það geri mér gramt í geði. Ég læt það af- skiptalaust. Ég læt manninn í friði. Hann er að leitá. Hins vegar er ég ekki umburðarlyndari cn það, að mér gremst þegar listfræðingur og túlkari tekur hégómann og bábylgj una og hrópar sig hásan af ósann- indum. Þá finnst mér að verið sé að gera tilraun til að afvegaleiða fólkið, að listfræðingurinn sé sjálf ur að búa til ,,listamann“ úr engu. Hanncs á liorninu. Skoðum og stillum bílana Fljótt og vel. Skúlagötu 33. Simt 13-100. Grensásveg 18, sími 1-99-45 Ryðverjum bílana mefl Tecty I. LEIKRIT I-MI Helgi Hálfdánarson þýddi Draumur á Jónsmessunótt Rómeó og Júlía Sem yður þóknast Julíus Sesar Ofviðrið Hinrik fjórði — f yrra leikriitið — Hinrik fjórði — síðara léiikritið — Makbeð Þrettándakvöld Verð 'kr. 620 innb., kr. 720 skinnb. III. bindið ieitt sér kr. 300 ib„ kr. 340 skinnb. 2 10. júní 1964 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ h:': . ■ ' ■ - i ítl .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.