Alþýðublaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 4
Hver klíkan upp á móti annarri Filters BÍLABÚÐ ftlll ÁRMULA SUNDRUNGIN í liði kommún- ista fer vaxandi með hverjum degi og má heita, að fylking þeirra sé leyst upp í fjölmargar klikur, sem fcerjast innbyrðis. Magnús er í Kína, Einar i Sovét, Lúðvík aust- ur á landi og Brynjólfur líklega á miðilsfundi. Síamenn deila við centrista, einangrunarsinnar iskamma Eðvarð og hanríibalistar heimta nýjan flokk. Hvar endar þetta allt saman? Þessi vandræði kommúnista -eiga rætur sínar að rekja til þannig að moskvuliðið stæði eftir sem einangraður 'smáflokkur. Síð- an átti að gera Alþýðubandalagið að stórum, róttækum vinstriflokk, sem væri laus við brennimark hins alþjóðlega kommúnisma. Enda þótt ekkert yrði úr þess- um áformum og Lúðvík kastaði aldrei hanzkanum, var klofning- urinn þegar orðinn staðreynd — og hefur farið versnandi, hversu mjög sem reynt hefur verið að leyna honum. Hannibal hefur verið svikinn. A1 Benedíkt Gröndal skrifar um helgina um ouusteri án þess að nokkur ákvörðun væri tekin. Munu miklir flokkadrættir og viðræður hafa farið fram síðan, en ekkert heyrist um lausn, held- ur magnast klíkustarfsemin með hverri viku. Enda þótt gamla liðið ráði flokknum í Reykjavík, mun mest- ur hluti fiokksdeildanna úti á landi fylgja Lúðvík. Hann hefur því sterka aðstöðu til að standa við hina gömlu áætlun og sprengja moskvumenn af sér til að mynda flokk með Hannibal. En þetta ger ir Lúðvík ekki, og er óvíst, að hann hafi nokkru sinni ætlað sér það. Bera greinar Jóns Hannibals sonar í Frjálsri þjóð vott um, að hann vænti lítils af Lúðvík, þar sem hann heimtar, að stofnaður verði algerlega nýr flokkur. Deila Sovétríkjanna við Kína hefur blandazt í þessi mál og gert þau hálfu flóknari. Nú er hin al- þjóðlega fylking ekki ein, heldur eru þær tvær. Nú er föðurland kommúnismans ekki eitt-, heldur eru þau tvö. Margir hinna gömlu kommúnista hafa sterka samúð með Kínverjum, en þora varla að láta hana í ljós. Tortryggnin og óttinn hafa haldið innreið sina í herbúðirnar. Gaman verður að sjá, hvað ger- ist á flokksþingi kommúnista í haust. Tekur þingið rögg á sig og markar hreina stefnu, eða læt- ur það klíkustríðið halda áfram? Miller ræðst á Humphrey Lockport, New York, 5. sept. (NTB-Reuíer). Varaforsetaefni repúblikana, William Miller, hóf í dag kosn- ingabaráttu sína með árás á Hu- bert Humphrey öldungadeildar- mann, sem hann kallaði „einn rót- tækasta“ manninn á Þjóðþinginu. Miller ásakaði varaforsetaefni demókrata einnig fyrir að vera félagi í „samtökunum Americans for Democratic Action (ADA), sem hann kvað beita sér fyrir því, að Kínverska alþýðulýðveldið hlyti stjórnmálalega viðurkenningu og aðild að SÞ. ADA vildi að Banda- ríkin viðurkenndu kommúnista- stjórnina í Austur-Þýzkalandi; og áð Kúba fengi aftur aðild að Sam tökum Ameríkuríkja. Loks vildi ADA leggja niður óamerísku nefndina, að sögn Millers. Humphrey öldungadeildarþing- maður var einn af stofnendum ADA. Hann hefur verið varafor- maður samtakanna síðan hann lét af formennsku 1950. lesið Alþýðublaðið Ískriffasíminn er 14900 FUNDURJAFN- AÐARMANNA Framh. af bls bls. 1. auka aðstoð sína við ríki Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku. 5. Þróun óábyrgrar einokunar skaðar brýna hagsmuni verka- manna. Skipulagningar þarf með ef allir eiga að geta notið góðs af tækniframförunum. Fyrr um daginn var lokið lofs- orði á Dani, Norðmenn og Svía fyrir frumkvæði sitt að stofnun friðargæzluliðs, er starfi fyrir SÞ. Lof þetta kom fram þegar Per Hækkerup, utanríkisráðherra Dana, gerði grein fyrir eftirtöldum meginatriðum í sambandi við stofn un fyrirhugaðs gæzluliðs. 1. Öryggisráðið eða Allsherjar þingið skulu veita framkvæmda- stjóra SÞ umboð til að stofna friðargæzluliðið. 2. Liggja verður fyrir sam- þykkt þess lands eða þeirra landa, sem gæzluliðið verður sent til. 3. Norðurlönd skulu sjálf á- kveða hvort þau leyfi að liðinu verði beitt í Því markmiði sem framkvæmdastjórinn leggur til. 4. Liðið skal verða undir stjórn SÞ, sem ber ábyrgð á því og stjórnar því frá þeirri stundu er liðið verður afhent SÞ, en refs- ingarlögfræðileg mál skuli heyra undir hin einstöku ríki. ' 5. Liðið skal nota til varðveizlu friðarins, ekki til að knýja fram ákvarðanir, sem Öryggisráðið hef- ur tekið. Gæzluliðið verður stofnað á 8 til 8 vikum og búizt er við, að nokkur önnur lönd gangi í það. Kjördæmisþing á Norðuríandi Kjördæmaþing Alþýðuflokks ins á Norðurlandi verða háð sameiginlega fyrir kjördæm- in bæði á Akureyri dagana 26. og 27. september n. k. Fundir þingsins fara fram í félagsheimilinu Bjargi og hefst fundur fyrri daginn kl. 14. Auk þingfulltrúa sækja þingið Emil Jónsson félags- málaráðherra, formaður Al- þýðuflokksins og Jón Þor- steinsson alþingismaður. — Þingfulltrúar eru hvattir til að fjölsækja þingið. Allar nánari upplýsingar eru gefn ar á skrifstofu ins á Akureyri, Strandgötu 9, sími 1399. Nánari tilhögun verður tilkynnt síðar. — Stjórnir kjördæmisráðanna. det/mib' ekíá %(í Þarna verða málin leyst, en þó , eftir því, sem að þeim verður rétt eiga Hannibal, Alfreð eða Gils ekki Því spyrja margir: Hvað er sæti á þinginu! Þeir verða að bíða I Hannibal eiginlega að hugsa? - / "vinstri stjórriarinnar og stofnunar Alþýðubandalagsins 1956. Hinn harði kjarni gamalla kommúnista •undir Jtorystu Brynjólfs var I hjarta sínu á móti nýrri blóð- blöndun við klofningslið frá sósí- 'aldemókrötum og þótti lítið raun verulegt gagn af þátttöku í vinstri Stjórninni. Það sýndi uppgjörið mikla á þingi Sósíalistaflokks- ins 1960, sem Alþýðublaðið hefur- áður sagt frá. Þar fékk hin komm- Únistíska „sjálfsgagnrýni“ útrás 'Og Lúðvík mátti hafa sig allan við jtil að verjast ágjöf. Að baki vinstri stjóminhi var á- • kveðin pólitísk hugmynd, sem átti «að gerbreyta flokkaskipan í land- inu og tryggja þeirri stjórn langa setu. Lúðvík átti að knýja fram klofning í sósíalistaflokknum, þýðubandalagið hefur ekki verið gert að flokk, en er aðeins laust kosningabandalag. Nokkur alþýðu bandalagsfélög eru til, en þau eru dauð og starfslaus. Flokksskipu- lag er ekkert og frambjóðendur eru nánast sjálfskipaðir. Mikið var um þessi mál deilt á flokksþingi Sósíalistaflokksins 1962. Þar gerðust þau einstæðu tíðindi, að áhrifamaður í flokks- forustunni lagði fram tillögu um að flokkurinn skyldi lagður nið- ur. Brynjólfur og félagar hans höfðu gert gagnárás með því að sölsa undir sig stjórn í Sósíalista- félagi Reykjavikui’, sem þeir ráða enn. Tillögunni var eytt og ekk- ert var gert. í fyrrahaust var haldinn flokks- stjórnarfundur og málin erin rædd, Hvað er Hannibal að hugsa? 4 6. sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.