Alþýðublaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.09.1964, Blaðsíða 15
 langar í raun og veru til að seg.ia þér, er að þú ættir að hugsa vel um það, hve milcils virði þú ert. Ef þú gerir það ekki, getur hvaða stúlka sem er krækt í þig. — Hvers vegna hefur þú á- hyggjur af því? — Þetta er afar heimskuleg spurning. Auðvitað af því að mér geðjast svo vel að þér. Okkur geðjast öllum svo vel að þér — börnunum, matþegunum og Teck. Og guðföður þínum. Og Loisu og Fredericu. Og Welty og Euph- oniu. Hæ, áttum við ekki að beygja hérna? — Svo að þú tókst eftir þvi í þetta skipti. —- Áttu við að þú sért búinn að aka rangan veg áður? — Ég er búinn að aka í kring- um þessa húsasamstæðu síðast- liðnar tíu mínútur. Nú voru þau komin heim. Hann stöðvaði bifreiðina, en þau sátu áfram í henni hreyfingarlaus. — Hérna býr þú, sagði hún. — Það er gestaboð þar inni. Ef þú kysstir mig góða nótt núna, mundi enginn sjá það. Hann leit á hana, en hreyfði sig ekki. — Langar þig ekki til þess, spurði hún. — Langar til? Jú, Fran, víst langar mig til þess. Ég hef svo mikla löngun til þess að . . . ja, meira en ég fæ með orðum lýst. En . . . — Hlustaðu nú á mig, sagði hún. — Ef big langar einhvern- tíma til að kvssa einhverja stúlku, þá máttu vel byrja á öll um þínum, en ... en ... en ... En þegar þfð er ég. sem þig lang ar til að kyssa, þá skaltu bara gera það. Og það gerði hann, heitt og innilega. Fólkið frá Camnden Height og Chelese fylkti liði á frumsýning- una á leikrHjnu. sem Jonathan lék í, og flest af þeim kunnu það utan að. Þar voru Edmund og Fran, Ivor. Louisa og Frederica, lierra Bislev. Welty, Euphoia og Teck, Sefton og frú Bisley gátu ekki komið Wm var í heimsókn hjá vinafóiki sínu upp í sveit, og Sefton var nýkominn á fætur eftir að hafa leeið í slæmri in flúenzu. Daginn eftir ætlaði Ed- mund að aka honum til systur lians, sem var ekkia og bjó upp í sveit. Þar ætlaði hann að safna kröftum eftir veikindin. Þessi leiksýning hafði ekki vak ið mikla athvgli f Manchester, og það ríkti ekki mikil eftirvænting meðal áhorfenda. Edmund hitti fá af kunningjum sínum, en í stúku einni kom hann auga á Angelu. Hann hafði ekki búist við að sjá hana hér. Hún sá hann líka —: og fólkið, sem hann var með, og veifaði til hans. Fólkið frá Campden Heights dreifði sér um anddyrið í hléinu eins og það hafði ákveðið fyrir fram, og töluðu hátt og mikið um hversu stórkostlegan leik hinn ungi leikari, Jonathan Dee, hefði sýnt í hlutverki sínum sem hinn lifsleiði, ungi maður. — Já, en þarna er jú Ed- mund, heyrði Edmund að Angela sagði að baki honum. — En hvað það er gaman að sjá þig, 14 vinur minn. Þú þekkir Matt og Betzy, er það ekki? Hann gerði það, en Angela, Matt og Betzy þekktu ekki ung- frú Nash. Matt og Betzy voru kynnt fyrir Fran sem lafði og lávarður Bridiing. Þau voru mjög glæsilega búin, og héldu uppi gáfulegum og heimsmannslegum samræðum við þau sem eftir var af hléinu. Eftir sýninguna borð uðu Edmund og Fran heima hjá Edmund. Welty hafði útbúið kalt borð fvrir þau og rommpúns. Þau borðuðu fyrir framan árinlnn í stofunni og ræddu um Jonathan og leikritið — en svo settist Fran upp í legubekknum og dró undir sig fæturna. — Edmund . . . ég er eitthvað svo innilega glöð . . . — Heyrðu mig núj hvað ertu eiginlega búinn að drekka mikið af r'>Tv^rv'ín,i? — Næstum ekkert. Hún teygði úr sér Ég er svo glöð, svo glöð, af því að ég hitti þig. Hann langaði tjl að segja að hann væri lika glaður vegna þess að hafa hitt hana, en honum fannst það minna einum of mikið á setningarnar í leikritinu, sem þau höfðu verið að sjá. — Með tilliti til þess, sem skeði i kvöld, sagði hún, en þagnaði svo og virtist hugsi. — Segðu mér eitt . . . auðvitað vildi ég hvergi annars staðar búa en hér . . . en finst þér ekki dálítið leiðinlegt, þegar ég tala um mat söluna mína? Ég á við, þegar við erum að ræða við fólk eins og Angelu og vini hennar. — Nei, mér finst það ekki agn arögn leiðinlegt. Hún stóð á fætur, gekk til hans, lagði höndina á handlegg hans og sagði hægt: — Ertu viss um, að þú sért ékki einmana núna, þar sem þú umgengst þara olckur — Ivor, Jonathan, Ramon, mig og þau hin? — Já, ég er viss um það. — Og þér finnst ekki lengur, að þú sért 108 ára gamall, er það. — Jú, stundum. Til dæmis ein mitt núna, af því að þú lítur út fyrir að vera svo hræðilega ung og . . Hann varð að þagna, því að hún lagði handleggina um háls inn á honum og dró höfuð hans að barmi sér. Þegar hann loksins sleppti henni tók hann báðar hendur hennar og hélt þeim upp að kinn sér. — Fran, sagði hann. — Ég elska þig, afar, afar heitt. — Og ég elska þig líka, sagði liún. Hann ók henni heim. Hann hafði heyrt það sagt, að sumt fólk æki afar vel undir áhrifum áfengis og liann var ölvaður af liamingju. Hún sat við hliðina á honum. Hún var hans — Fran- cesca Rosamund Annabelle Nash. Þegar hann kom heim til sín aftur, kom hann bifreiðinni fyrir í bílskúrnum og ætlaði upp til sín. Sér til mikillar undrunar heyrði hann að Louisa var að bjóða einhverjum gesti góða nótt, en hann heyrði ekki að gestur- inn svaraði því neinu. Svo lok aði hún dyrunum hjá sér, og hann heyrði fótatak — og svo sá hann Teck birtast á gangstétt inni og skildi strax af hverju Teck hafði ekki svarað liinum innilegu kveðjum Louisu. Engifervínið. Hann varð að aka gamla mann inum heim. Hann gekk til hans, tók um handleaeina á honum og leiddi liann blíðlega í áttina að bílskúrnum. Um leið sá hann að útidyrnar á næsta húsi onnuðust, og á tröpp unum birtist Wiversham lávarð- ur. Hann var að fylgja Robert Forth til dyra. — Gott kvöld, Edmund. Rödd Roberts frænda hans var vin- , gjarnleg: — Þetta er frændi minn Edmund. Hann er nágranni ^ þinn, Willy, eins og ég var búinn t SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FEÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738. að segja þér. Varstu að koma. heim, Edmund? ( — Nei, ég er að taka af stað^ svaraði Edmund. — Ég þarf að- taka manni heim til sín. — Ha — ha — hann virði^t ekki vera upp á marga fiska, sagði Wiversham lávarður o'g gekk lengra niður í tröppumar til að sjá betur. — Það var synd, að þú skyldi vera búinn að hringja eftir leigubifreið, Ro- bert. Frændi þinn hefði getað ék ið þér heim líka. — Edmund dröslaði- Teek út úr bifreiðini við Campden Heights, og leitaði í vösum hans eftir lykli að útidyrahurðinni. •' — Hann er í vestisvasanutfi hans, heyrði hann allt í einu Bis- ley segja. Hann stóð í opinu á lárberjalim girðingunni. Hann gekk til þeirra, fann lykilinn, og opnaði dyrnár og hélt þeim opnum meðan að Edmund bar Teck inn. 1 7. KAFLI. Edmund gat ekkert sofið þessa nótt. Um morguninn vafði hann Sefton vel inn í teppi og ók með hann til Somerset. Edmund var alltof hamingjusamur, og Sefton alltof lasinn, tii að þeir finndu hjá sér þörf til að tala — og alls ekki' rétta andrúmsloftið fyr- ir Edmund til að tilkynna Seft on trúlofun sína. Þegar þeir náðu Somerset skall yfir skyndilegt óveður, hræðilegt rok og rigning. Edmund varð að aka mjög hægt, og varð stöðugt RDiNN ADIIID „NÚ færðu ekki meira brauð, Faxí UKAIlnAK rninn. Mamma verðux að fá eitthvað'V.-j, W8KDMKSQ3I2 TE! ALÞÝÐUBLAÐIÐ 6. sept. 1964 í*| Æ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.