Alþýðublaðið - 01.12.1964, Page 1
44. árg. — Þriðjudagur 1. desember 1984 — 266. tbl.
Reykjavík, 30. nóv. — GO.
NÖG síld virðist vera ennþá á
miðunum fyrir Austurlandi. Bát-
arnir hafa legrið í höfn undanfarna
dagra vegna ótíðar, en þegar Jón
Kjartansson var úti síðast, var
nóg síld. Hins vegar gat hann
ekki athafnað sig vegna veðurs og
eins hins að Rússar lágu á beztu
lóðningunum og ekki gott að kom-
ast að. Þá var og stórstreymt og
Leiðarinn í dag:
Skerðing ellilauna
bjart af tungli, en við þær að-
stæður gefur síldin sig ekki sem
ella.
Eskifjarðarværksmiðjan er til-
búin að taka á móti síld strax og
hún berst að og einnig munu Esk-
firðingar salta, ef betri síld berst,
en hingað til.
Pétur Thorsteinsson undir
stjórn Jóns Einarssonar, er hætt-
ur síldarleit í Faxaflóa og far-
inn austur til aðstoðar við flot-
ann þar, hins vegar verður vél-
skipið Sólrún við síldarleit og að-
stoð í Faxaflóa í næstu framtíð.
Einn og einn bátur tekur sig
upp þessa dagana og heldur aust-
'ur á miðin þar.
iWWVWWWWWWMWMMMWWMMMMWWWWMMMWMWWVWMWWmWWWtMW
HUNDRUÐ KVENNA Á
BRUNAÚTSÖLUNNI
BRUNAETSiALA SamvinÞn-
tryggingá í Hallveigarstöðum var
í dag. Þegar í morgun, er húsið
j var opnað, biðu hundruð kvenna
við dyrnar. Konunum var hleypt
inn í hópum á nokkurra klukku
stunda fresti, og urðu margar að
bíða góða stund áður en þær
Loftleiðir reisa
hótel í Reykjavík
Reykjavík, 30. nóv. — OÓ.
BYRJAÐ er á byggingu nýs hót-
els sem Loftleiðir láta reisa. —
Verður það viðbótarbygging við
skrifstofuhús félagsins á Reykja-
víkurflugvelli. Öll leyfi hafa feng-
ist vegna byggingar gistihússins.
Grunnflötur þess verður 1400 fer
metrar. Húsið verður fjórar hæð-
ir auk kjallara. Á neðstu hæð
verða veitingasalir. Fundarsalir
verða á annarri hæð, auk gistiher-
bergja, en alls verða í húsinu 97
herbcrgi, og geta þau rúmað rösk-
lega 200 manns. Herbergin verða
flest af svipaðri stærð og búin
flestum þægindum. Nokkur stærri
herbergi verða á efstu hæð.
í kjallara verður sundlaug,
finnsk böð og þjónusta í sambandi
við böðin. Þar verða einnig hár-
greiðslu og rakara-stofur.
Reiknað er með að byggingin
verði tekin í notkun vorið 1966.
Hafa Loftleiðir tryggt sér nægi-
legt fé til byggingarframkvæmd-
anna. Þetta nýja gistihús verður
ekki aðeins til afnota fyrir far-
þega Loftleiða heldur alla þá sem
á gistirúmum þurfa að halda.
Arkitektarnir Gísli Halldórsson,
Ólafur Júlíusson og Jósef Reynis
teiknuðu húsið.
Þegar Loftleiðir hófu bygginga-
framkvæmdir á R-víkurflugvelli
var í upphafi ráðgert að reisa fyrst
skrifstofubyggingu, en síðar flug-
afgreiðslu. Eftir að ljóst var orðið,
að Loftleiðir yrðu, vegha kaupa á
hinum nýju Rolls Royce 400, að
flytja flugafgreiðslu siria tll Kefla-
Framh. á 14. síðu.
komust inn. Sumar hurfu brott
án þess að komast inn.
Mikil bílaþröng myndaðist á
öllum götcm í nágrenni Hallveig
; arstaða, og skapaðist af því mikil
umferðiartmflnn. Fjórir lögreglu
þjónar vorn hafðir þarna á vakt
og höfðn þeir æiríð að starfa.
Heldur var kalt í veðri og ekki
laust við að hroll hafi sett að
sumum kvennanna meðan þær
biðu. Margar vom með börn sín
með sér, og týndu sum þeirra
skóninn í þvögunni.
Þær konur, sem inn komust
gerðu góð kaup, enda margur
hlutur seldur fyrir þriðjung af
því verði, sem hann kostar í búð
Kaupmenn munu almennt Lítt
hrifnir af þessari útsölu. Telja
að hún geti valdið minnkandi við
skiptum fyrir jólin, og bætir það
ekki úr skák, að jólasalan virð
ist ætla að verða mun minni en
fyrir jólin í fyrra.
Doktorsvörn
5. desemher
LAUGARDAGINN 5. desember
næstk. fer fram doktorspróf við
læknadeild Háskóla íslands. Mun
Gunnlaugur Snædal læknir þá
verja rit si-tt, „Cancer of the
Breast” eða Krabbamcín S
brjósti, fyrir doktorsnafnbót f
læknisfræði. Andmælendur af
hálfu læknadeildar verða prófess-
or dr. Júlíus Sigurjónsson og pró-
fessor dr. Snorri Iíallgrímsson.
WMtM»WMWWWWMWMWMMMWMMMWMWWWWWMM»M»
ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóð
anna kemur saman í New York
við erfiðar aðstæður. Samtökin
riða til fatls af því að nokkur stór
veldi neita að prfiiða sinn hluta
af kosínaði fri*arst3rfsins í Kongó
og á Kýpur en slíkt statf er ein-
mitt framtíðarleiðin til að varð-
veita frið.
Til að slík vandræði ekki komi
upp í framtíðinni, verða Samein-
uðu þjóðirnar að fá sinn eigin
tekjustofn, annan en greiðslur
hvers ríkis. Slfkur tekiustofn get-
ur aðeins hyggit á þeim hlutum
jarðarinnar, sem eru utan yfir-
ráðaréttar eða landhelgi ein-
stakra ríkja. Þar eru hin miklu
höf, eip okkar allra.
Sameinuðu þjóðirnar gætu lagt
yfirflugsskatt á úthöfin, sem eru
sameiginleg eign mannkynsins.
Slíkur skattur mundi leggjast á
efnuðustu aðila hinná efnaðri
þjóða — og skattstofninn fara
vaxandi með vaxandi flugi og vel-
megun- Nokkrir dollarar á iivern
farmiða hreyta engu fyiir farþega
eða flugfélög.
Á þennan hátt mætti safna stór
fé í Friðarsjóð Sameinuðu þjóð-
anna til þess m. a. að greiða það
friðarstarf, sem örygoisráðið eða
allsherjarþingið ákveða. Yrði að
fleyta Sþ á iánum bar til sióður-
inn eflist, og hætta við að iafna
kostnaðinupi frá Kongó og Kvpur
niður. Þá væri deilan- sem e? að
sprengja Sþ, leyst.
Alþýðublaðið leggur þessa hug-
mynd fram til athugunar fyrir þá,
sem vilja um hana hugsa. — B6.
WWWWWtWWWWWWWWttWWWWWWWWWWWWWWWMWH