Alþýðublaðið - 01.12.1964, Qupperneq 3
Rússar höfnuðu
frestun U Thant
New York, 30. nóv. (NTB-AFP).
Sovétríkin tilkynntu í dagr, að
l>au gætu ekki fallizt á ráðagerðir
U Thants, aðalframkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, um að fresta
|>ví að taka fyrir skuld Sovétríkj-
anna við samtökin þar til eftir ný-
ár. Hefði með því móti mátt forða
þvi, að til átaka kæmi strax og
þingið kæmi saman, sem er í dag.
Sovézka yfirlýsingin var birt
nokkrum mínútum áður en Gro-
myko utanríklsráðherra Sovét-
ríkjanna átti að hitta hinn banda-
ríska kollega sinn, Dean Rusk, í
vinnuhádegisverði, en þar var
SR BÝÐUR TIL
KYNNISFERÐAR
Re.vkjavík, 30. nóv. — GO.
STJÓRN Síldarverksmiðja rík-
isins ákvað á síðasta fundi sínum
að bjóða nokkrum gömlum starfs-
mönnum í kynningarferð til ná-
grannalandanna. 8-10 manns
munu njóta góð's af boði þessu og
farið verður undir stjórn hins |
tæknilega framkvæmdastjóra verk
smiðjanna, Vilhjálms Guðmunds-
sonar.
Áætlað er að ferðin verði farin
í febrúar næstkomandi og þá kom-
ið til Noregs, Danmerkur og til
Þýzkalands, þar sem þátttakend-
ur munu kynna sér rekstur síldar
og beinamjölsverksmiðja í þeim
löndum.
Hér er um skemmtilega ný-
breytni að ræða, þar sem gamlir
starfsmenn fyrirtækisins fá tæki-
færi til að kynnast af eigin raun
tæknilegum nýjungum og starfs-
aðferðum erlendra kollega sinna.
Því má bæta við, að áhugi fyrir
að koma þannig ferðalagi í kring,
hefur lengi verið fyrir hendi hjá
SR, en af framkvæmdum hefur
hins vegar ekki orðið fyrr en nú.
ætlunin að ræða tillögu U Thant.
Frakkland hafði áður stefnt
skipan þessari i hættu með þvi að
láta uppi nokkurn fyrirvara gagn-
vart' henni. En eins og áður seg-
ir beindist hún að því, að forðast
beinar atkvæðagreiðslur á fyrsta
hluta þingsins. Var ætlast til
þess, samkvæmt skipan þessari,
að þingið færi i frí fyrir jól og
hittist ekki aftur fyrr en 15. febr-
úar næstk. í millitiðinni myndi
sérstök nefnd hafa unnið að lausn
málsins. Atkvæðisréttur Sovétríkj
anna á Allherjarþinginu* stendur
nú í mikilli hættu vegna þess, að
landið skuldar 52 miiljónir dala,
en það er meir en svarar til 2ja
ára iðgjalda. Samkvæmt stofnskrá
SÞ missir það ríki atkvæðisrétt
sinn, sem skuldar iðgjöld tveggja
ára eða lengur. Skuld Sovétríkj-
anna hefur orðið til vegna þess, að
ríkið liefur ekki greitt sinn hluta
af friðargæzlu SÞ í Kongó, Mið-
austurlöndum og víðar. Eftir ára-
mót verður eins komið fyrir
Frakklandi. — Yfirlýsingin olli
nýju vandræðaástandi innan SÞ,
þar sem menn voru vongóðir um
að Sovétríkin myndu fallast á til-
lögu U Thants.
ðWWWWWWWWWMMWmWMiWtWtWiWtWitWWWWWMWWMWWMrttWWW
Churchill var almennt
hylltur á afmæli sínu
Lundúnum, 30. nóvember.
(NTB-Reuter).
ÞRJÁR afmælistertur (sú þyngsta
vóg 53 kíló), skriða af blómum,
klukknahringingar í kirkjum og
um það bll 60 þúsund kort og sím-
skeyti árnuðu Sir Wlnston Chur-
éhill heilla á nítugasta afmælis-
degi hans. Meðal árnaðaróska var
sérstakur boðskapur frá Elísabetu
drottningu og ýmsum öðrum þjóð-
höfðingjum og rikisleiðtogum um
allan heim.
Allan daginn í dag streymdu
heillaóskir til mannsins, er stýrði
Pretlandi og heiminum öllum á
myrkustu stundum annarrar heims
styrjaldarinnar. Komu þær fyrstu
löngu áður en hann steig úr rekkju
sinni um hádegisbilið, enda varð
gata sú, er hús hans stendur við,
orðin troðfull af póstbílum, sjón-
varps- og kvikmyndavélum, lög-
reglumönnum og almennum borg-
urum löngu áður en hann steig úr
rekkju sinni. Hins vegar er
skemmst frá því að segja, að af-
mælisbarnið kom ekki öllum skar-
anum í augsýn allan daginn, þar
sem hann hafði hins vegar I gær
litið tvisvar út um gluggann. Og
um það leyti, sem Churchill át
morgunverð sinn — sem saman-
stóð af svínsfleski, eggi, ristuðu
brauði, marmeiaði og kaffi ___ í
rúminu var þjónustufólk hans á
góðri leið í kaf í kveðjum og sím-1 þar sem Churchill var iett sinn
skeytum frá öllum heimshornum.
Tignasta kveðjan mun vera talin
frá Elísabetu drottningu, er skrif-
aði honum ámaðarósk með eigin
hendi.
Hvltklæddir þjónar skjögruðu
CHURCHILL
undir þunga hinnar opinberu af-
mælistertu Churchills, er gerð var
af bakarameistara hirðarinnar.
Hún var skreytt stórri, gullinni
rós og handskrifuð með eftirfar-
andi orðum Churchill: ,,Festa í
stríði, þrái í ósigri, lítillæti í sigri
og góðvilji í friði“,
* * *
Bærinn Pretoria í Suður-Afríku,
BRUNATRYGGINGAR
á tiúsunn í smíðum,
vélum og áhöldum,
effnl og lagerum o. ffl.
Heimistrygiging hentar yður
Heimilisftrygglngan
Innbús
Vaftnsftjóns
lnnk>rots
Glerftryggingar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS!
LINDARGATA 9 RíYKJAVlK SlMI 2 ) 2 60 SlMNEFNI : SURETY
Erhard borgar
hækkun niður
Bonn, 20. nóv. (NTB-Reuter).
LUDWIG ERHARD, kanzlari Vest-
ur-Þýzkalands, ruddi í dag veginn
fyrir samkomulagi um korn-
verðið innan Efnahagsbandalagsins
með því að heita þýzkum bændum
því, að þeir skyldu fá þá verð-
hækkun bætta upp úr rikissjóði,
sem þeir verða nú fyrir með sam-
komulaginu við Frakka.
í tilkynningu frá skrifstofu kanzl
arans segir, að kanzlarinn hafi lýst
því yfir á fundi með bændafor-
fangelsaður, sendi einnig kveðjur
sínar. „Hinn suður-afríski höfuð-
staður er stoltur yfir því, að hann
er eini staðurinn, þar sem þér haf-
ið verið. fangnir", sagði borgarstjór
inn í erindi sínu. Ennfremur minn
ist hann á það, að flótti hans varð
upphafið að heimsfrægð hans.
* * *
Sir Winston tók deginum með
mikilli ró. Skýrði einn af riturum
hans frá því, að hann hyggðist
spara krafta sína til kvöldverðar-
ins, en hann hafði boðið 16 manns
til kvöldverðar í tilefni dagsins.
Voru það ættingjar hans og vinir.
Samanstóð matseðillinn af ostrum
og kampavíni. Búizt var við því,
að Sir Winston myndi ljúka deg-
;inum með því að fá sér ofurlitinn
konjaksopa eða veikan whisky og
sóda.
Góðvilji var einkunnarorð dags
ins. Hin nýja verkamannastjórn
Bretlands var meðal þeirra, er
heiðruðu hinn fyrrverandi póli-
tíska andstæðing sinn. Harold Wil
son forsætisráðherra ók til heimil-
is hans í HyAe Park Gate til að
færa honum heillaóskir sinar. Frá
íhaldsflokknum streymdu heilla-
óskir, bæði frá einstaklingum og
félögum. í Washington lýsti John-
son forseti yfir því, að þetta væri
Framhald á 4. siðu
KASSAGERÐ-
IN AUGLÝSIR
ERLENDIS
Reykjavík, 30. nóv. — GO.
Kassagerð Reykjavíkur hyggur
ekki á útflutning á framleiðslu
sinni í bráð. Hins vegar gæti það
vel komið til mála, ef framleiðsl-
an fyrir heimsmarkað dregst sam
an. Útflutningur er ýmsum erfið
leikum háður, einkum tollum 1
þeim löndum, sem helzt koma til
greina, en þeir eru allt frá 20%
upp í 30%.
Þetta er samkvæmt upplýsingum
Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar
forstjóra fyrirtækisins, en við
hringdum í hann vegna auglýsing-
ar frá Kassagerðinni í erlendu
tímariti.
Kristján sagði ennfremur, að við
skiptin hér heima færu heldur vax
andi en hitt. Auglýsingin hefði
verið birt einkum til að þreifa
fyrir sér, eða vera með. Útflutn-
ingur væri ekki útilokaður í fram
tíðinni, þó hann sé ýmsum ann-
mörkum háður. nú.
ingjum og leiðtogum stjórnarflokk
anna, að ríkisstjómin væri fús til
að leggja fram þau lagafrumvörp,
er nauðsynleg séu til þess, að þýzk
ir bændur fái fyrirhugaða verð-
lækkun á kominu bætta upp. —
Sem svar við spumingu sagði tals-
maður ríkisstjórnarinnar, að vest-
ur-þýzka sendinefndin hjá Efna-
hagsbandalaginu myndi skýra nán
ar afstöðu stjórnarinnar til korn-
verðsins. Hefur eila þessi valdið
miklum úlfaþyt innan bandalags-
ins undanfarið og nokkru ósætti
Frakklands og Vestur-Þýzkalands.
WMMMWW%MWW%WWWWMy
RÍKISSKULDA-
BRÉFIN SELDUST
UPP í GÆRDAG
RÍKSSKULDABRÉFIN,
sem fjármálaráðherra bauð
út fyrir hönd ríkissjóðs i
byrjun s.I. vlku, seldust öll
upp í gær. Skuldabréfin voru
að upphæð 50 milljónir kr.
en lánið á að nota til ýmissa
opinberra framkvæmda, t.d>
hafttajrgerSa, vceafjram
kvæmda, rafmagnsmála og
sjúkrahúsbygginga.
Nú er í athugun hvort
unnt sé að nota heimildina
til að bæta 25 milljónum
við. Hefur almenningur tek
ið þessum sknldabréfalán-
um mjög vel, og álitlð er
að bréf fyrtr 25 miUjónir
myndu einnig seljast fljót
lega.
WMWWWWWWWWWWWWW
ALÞÝÐUBLAÐfÐ — 1. des. 1964 3