Alþýðublaðið - 01.12.1964, Síða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1964, Síða 6
ÞAÐ er ósennilegt, að menn upplifi nokkurn tíma r,reiki-draum“, segja vísindamenn við Kaliforníuháskóla, sem undanfarið hafa unnið á kðnnunurn á svefngöngu. Þoir hafa lengi haft til athugunar átta menn, sem ganga í svefni, og þegar menn þessir sofa, hafa verið settir á þá alls konar mælar, sem gefa eiga merki um breytingar á ástandi heilans í svefni. í öll- um ti’fellunum gengu mennirnir aðeins í svefni, þegar þeir höfðu faliið í svokallaðan „djúpan svefn“ eða draumlausan svefn. Hins veg- ar gengu þeir aldrei, þegar þá dreymdi. Þetta skyldu glæpasagnahöfundar taka til athugunar. MONTGOMERY lávarður á í garði sínum í Hampshire eyprusvið, sem hann annast sér- lega vel um. Hann klippir tréð þannig til, að það er í laginu eins og vindill, og hann í stærra lagi. — Með þessu móti, segir Monty, — hef ég alltaf fyrir augunum nokkuð, sem minnir mig á minn góða vin Sir Winston Churchiil. § Hér sést brezka stórskipið §§ Queen Mary vera að sigla und jj ir hina nýju stórbrú Verrazno | Narrow- brú, sem liggur yfir H innsiglinguna til New York 1 Að meðtöldum aðkeyrsluleiðum g er brúin meira en tvær og 1 hálf míla að lengd og hefur H mesta haf milli stöpla, sem nokkum tíma hefur verið smíð að af mönnum. Er hafið 60 fetum lengra en á Golden Gate-brúnni í San Francisco. Verrazano - brúin er skýrð eftir landkönnuði frá Flórens á Ítalíu, se«i talinn er hafa fundið staðinn, þar sem New York stendur nú, árið 1524. Þegar brúin er fullgerð, verða H á henni 12 akgreinar á tveim p hæðum. Kostnaður við bygg- j ingu brúarinnar er um það bil || 14.4 milljarða íslenzkra króna, 1 og mun vera sjö sinnum meiri j en kostnaðurinn við hina nýju H stórbrú Breta yfir Forthfjörð B Skotlandi. - ★ - IlliilllliilllllllililÉ ENGLENEHNGUR, sem var á stuttri ferð í New York, fór inn í verzl- un og bað um litla túbu af tannkremi. Afgreiðslustúlkan rétti honum túbu, sem merkt var „stór“. — Ég er hræddur um, að þér hafið misskilið mig, sagði hann. — Ég bað um litla- Alveg rétt, svaraði hún. — Þær eru til í þrem stærðum: „stór , „risastór ‘ og „tröllaukin". Ég lét yður hafa eina litla _ „stóra“. — ★ — FRÉTT frá Washington: í yfirfullri lyftu í þinghúsinu rakst maður á vi'n sinn, öldungadeildarmann, og spurði hann hvernig hann hefði haft það síðasta árið. — Bezta ár, sem ég hef upplifað, sagði öldungadeildarmaðurinn, en kom rétt í því auga á einn af starfsmönnum skattaeftirlitsins og flýtti sér að bæta við: — Ja, ég á náttúrlega við andlega, ekki líkamlega, kæri vinur. -★- HINN mynduglegi menningarmálaráðherra Frakka, André Malraux, sem jafnvel de Gaulle treystist tæplega til að mótmæla, hélt fyrir skemmstu eins konar fyrirlestur yfrr ungum starfsmönnum sínum um listina að skipa fyrir. — Þegar maður gefur fyrirskipun, sagði hann meðal annars, — má maður al- drei gleyma æðstu ánægju Frakka — nefni- lega ánægjunni af að hlýða ekki. — ★ — LUDMILLA Yefremova, helzti tízkuskapari Sovétríkjanna, boðar stór- fréttir. Hún segir: —» Árið 1965 verður árið, þegar engin velklædd, rússnesk kona gengur í ullarsokkum. Og við munum hefja samkeppni við vesturlönd á alveg nýju sviði: I fyrsta sinn síðan hin sósíalistíska b.vlting varð munu rússneskir karlmennr sem ganga um götuna, sannfærast um, að á kvenmannslíkama eru ávalar línur. — ★ — HERRA ETCHETO, 28 ára gamall maður með talsvert af bláu blóði í æðum, var því miður dálítið veikúr fyrir því að fá sér alltaf annan whiskysjúss á eftir þeim næsta á undan. Þetta hefði svo sem allt verið í stakasta iagi, ef hann hefði ekki starfað í leyniþjónustu lands síns. Dag nokkurt voru yfirmenn hans að ræða um hann: — Hann kann að visu talsvert fyrir sér, en hann er orðinn hættuiegur, sagði einn þeirra. — Hvað áttu við? spurði annar. — Jú, hann sér fvöfalda njósnara alls staðar. ✓ ÞÓTTUST GETA LÆKNAÐ KRABBA STÓRSVIK í sambandi við lyf hafa nýlega komizt upp í Banda- ríkjunum. Þrír læknar og einn lögfræðingur hafa verið kærðir fyrir svik í sambandi við „töfra- lyf“, sem átti að geta læknað krabbamein, en hefur reynzt hafa engar verkanir, segir í frétt frá Washington. Þremenningarnir, sem komu fram með lyfið Krebiozen, eru sak- Rafeindaheili í Purdueháskólan um í Bandaríkjunum er um þess ar mundir að læra að lesa rit- hendur: Ilann er afskaplegá sam vizkusamur, en ekki að sama skapi heppinn nemandi. tað gekk ágætlega hjá honum að Iæra að lesa ritliendur barna, þar náði hann uppí 93% réttan lestur. En það gekk verr með rithendur próíessora. Þar náði hann ekki nema 86%..... En það getur svo sem verið, 'að það sé frekar að kenna prófessorunum en heilanum.. aðir um að hafa verið jafnvel svo ósvífnir að hafa lýst því yfir í einkaleyfisumsókri sinni til heil- brigðisyfirvaldanna, að lyfið hefði læknað krabbameinssjúkling — þó að hann hafi verið dauður í átta ár. í öðrum tiifellum lýstu þeir því yfir, að sjúklingar hefðu læknazt af krabbameini, þó að þeir hafi þjáðst af allt öðrum sjúkdómum, t. d. lungnabólgu. Krebizon-fyrir- tækinu tókst að senda frá sér rúm lega 500 vottorð, sem flest voru fölsuð. Ákæruvaldið telur svikin því viðbjóðslegri sem þau gáfu ýmsu sjúku fólki falskar vonir, auk þess að blekkja hið opinbera. Hin efna hagslega hlið svikanna er ekki hvað rninnst athyglisverð. Kostnaðurinn við að finna „undralyfið" var talinn 7.2 millj- ónir króna á gram, en var raun- verulega 12 krónur á gram. Fyrir j ucan fyrírtækið sjálft, Krebiozen I Foundation, eru hinir ákærðu i stofnandi fyrirtækisins dr. Stevan FRÁ Kaupmannahöfn berast þær fréttir, að hugur sé H mikill í kaupmönnum að selja fyrir jólin og skreytingar all- B ar komnar upp. Það er víðar hugur í kaupmönnum og hér 1 sjást fyrstu skreytingarnar í Regent Street í London, risa- j stór hreindýr með kerti ofan á. Durovic, bróðir hans Marco, sem er lögfræðingur, dr. Andrew C. Ivy og dr. William Phillips. Duro- vic bræðurnir eru fæddir í Júgó- slavíu, en liafa búið í mörg ár í Bandaríkjunum. Dr. Ivy, sem er 71 árs gamall, var árum saman þekktur vísindamaður og dósent, og var um skeið vara-rektor ríkis- háskólans í Illinois. I Q 1. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.