Alþýðublaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 7
NÝJAR BÆKUR - NÝJAR BÆKUR - NÝJAR BÆK
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. des. 1964. J
Frásagnir af ísl. hestum
Reykjavík, 28. nóv. - ÓJ
BÓKAFORLAG Odds Björnssonar
á Akureyri hefur gefið út rit um
íslenzka góðhesta eftir Sigurð Jóns
son frá Brún. Stafnsættirnar heit-
ir ritið og eru þar frásagnir af
nokkrum góðhestum, kynjuðum
frá Stafni í Svartárdal. Sigurður
frá Brún er sem kunnugt er hesta-
maður mikill og áuk þess afkasta-
mikill rithöfundur um ýmis hugð-
arefni sín. Bók hans er 152’ bls að
stærð, prýðilega gerð úr garði,
með myndum af nokkrum þeim
hrossum sem koma við sögu.
Þá gefur Bókaforlag Odds
Björnssonar út nýja skáldsögu
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og
tvær barnabækur íslenzkra höf-
unda. Saga Ingibjargar hei'tir Sig-
rún í Nesi og er áttunda skáld-
saga höfundarins sem einnig hefur
gefið út ljóð. Hún er 173. bls. að
stærð.Adda kemur heim er barna-
saga eftir Jennu og Hreiðar Stef-
ánsson, önnur útgáfa endurbætt,
en fyrsta útgáfa kom út 1949. Bók-
in er með myndum eftir Halldór
Pétursson, 86 bls. að stærð. — Ár-
mann Kr. Einarsson hefur skrifað
barnabók um Surtsey, Víkingaferð
til Surtseyjar. Er eyjan byggð á
staðreyndum um eyna og gosið
fram til 15. marz sl. Annars lýsir
hún skólalífi þriggja röskra stráka,
undirbúningi og leiðangri þeirra
út í Surtsey og könnun eyarinnar.
Halldór Pétursson teiknar mynd-
ir í bókina sem er 123 bls. að
stærð.
Dáletdsla
Huglækningar
Segullækningar
eftir Sigurð Herlufsen
Yfir alda haf, ný bók
eftir Sigurö Ólason
Reykjavík, 27. nóv. - ÓJ
ÚT ER KOMIÐ greinasafn eftir
Sigurð Ólason lögfræðing og nefn-
ist Yfir alda haf. Segir höfundur
1 örstuttum formála að í bók hans
Séu frásöguþættir og greinar sem
fjalli eingöngu um söguleg og þjóð
leg fræði ýmis konar. Enn segir
hann að ekki beri að skoða grein-
ar þessar sem „sagnfræði" í eig-
inlegum skilningi heldur nánast
sem fróðleikssamtíning. eða létt
lesefni fyrir þá sem áhuga hafa
eða ánægju af sögulegum fróðleik.
Hafa sumar þessar greinar áður
birzt í blöðum og tímaritum. Bóka-
Útgáfan Hildur gefur bókina út
sem er 192 bls. að stærð með mörg-
Um myndum. — Hildur gefur einn-
ig út ferðasögu frá íslandi, íslands-
ferð eftir John Coles í þýðingu
Gísla Ólafssonar og með formála
um höfundinn og bókina eftir Har-
ald Sigurðsson. Jóhn Coles var
brezkur ferðalangur og var á ferð
hérlendis sumarið 1881. Fór hann
og félagar hans ríðandi frá Reykja-
Sprengisand, vestur um sveitir
Norðurlands og suður Kaldadal til
Reykjavíkur. Heimkominn skrif-
aði Coles þessa bók um för sína
og kom hún út árið eftir. Sömu
vík austur um sveitir, norður
myndir fylgja þýðingunni og frum-
útgáfu, flestar eftir höfundinn,
ennfremur eftirmynd af íslands-
korti Björns Gunnlaugssonar með
| smávegis breytingum og lagfær-
ingum Coles. Bókin er 204 bls að
stærð. — Báðar bækurnar eru
prentaðar í Setbergi.
2 skáldsögur
eftir Cavling
Reykjavík, 27. nóv. - ÓJ
BÓKAÚTGÁFAN HILJJUR hefur
gefið út tvær skáldsögur eftir Ib
Henrik Cavling, Héraffslækninn,
aðra útgáfu, í þýðingu Gísla Ólafs-
sonar og Einkaritara læknisins,
sem Gísli Ólafsson þýðir. Bækurn-
ar eru 189 og 195 bls. að stærð.
Þriðja þýdda skáldsagan sem Hild
ur gefur út er Réttur ásWinnar
eftir Denise Robins sem Skúli
Jensson þýðir, 176 bls. að stærð.
Bækurnar eru allar prentaðar í
Setbergi.
Ævisaga John
F. Kennedy
SIGURÐUR OLASON
[ * *
Arsskýrsla Arnastofnunar
Reykjavík, 27. nóv. - ÓJ
ÁRNASTOFNUN í Kaupmanna-
höfn liefur gefið út á ensku starfs-
skýrslu fyrir árin 1963-64. Er ætl-
unin að slikt rit komi út árlega
hér eftir sém næst afmælisdegi
Árna Magnússonar, 13. nóvember.
Er tilgangur ritsins einkum að
gera grein fyrir árlegri útgáfu vís-
indarita á vegum safnsins eða í
sambandi við það. Fjórir slíkir rit-
flokkar koma nú út, Bibliotheca
Arnamagnæana, Editiones Arna-
magnæanæ, Manuseripta Islandica
og Early Icelandie Manuscripts in
Facsimile. Allir þessir flokkar eru
undir ritstjórn Jóns Helgasonar
prófessors og er skrá um þá í rit-
inu. í ritinu er gerð grein fyrir
Árnastofnun, starfi hennar' og
starfsliði. Þá er sagt frá 300 ára
minningu Árna Magnússonar, en í
tilefni þess koma út 8 bindi í
flokknum Editiones Arnamagnæ-
anæ. Skýrslan er 24 bls. að stærð,
á góðum pappír, með mörgum
myndum af handritasíðum.
KOMIN er út hjá Setbergi Ævi-
saga John F. Kennedy Bandaríkja
forseta eftir Thorolf Smith. í bók
inni er m.a. rakin ætt hans og
og þrotlaus barátta fyrir friði
og réttlæti og hinum válegu ör-
lögum hans. Sjaldan eða aldrei
hefur andlátsfregn vakið jafn
djúpan og almennan harm, eins
og þegas það spurðist hinn 22.
nóv. 1963, að John Fitzgeralð
Kennedy hefði verið skotinn til
bana i Dallas í Texas. Ævi og
forsetaferill John F. Kennedy varð
ekki langur, en minning hans
mun seint fyrnast.
Bókin er byggð a traustustu
heimildum, sem höfundi voru til
tækar. Thorolf Smith, höfundur
bókarinnar, er landskunnur blaða
og útvarpsmaður. Árið 1959 kom
út bók eftir hann um annan
Bandaríkjaforseta, Ævisögu John
F. Kennedy prýða yfir 100 mynd
ir.
Skáldsaga eftir Lagerlöf
KOMIN er út hjá Setbergi skáid-
sagan Karlotta Lövenskjöld eftir
Selmu Lagerlöf, í þýðingu Arn-
heiðar Sigurðardóttur. Selma Lag
erlöf er mikilsvirtur rithöfundur
og samdi fjölda skáldrita á langri
ævi. Fjölmörg verka hennar hafa
verið þýdd á íslenzku, þeirra á
meðal Gösta Beclingssaga og Jeru-
salem.
í skemmtilegu viðtali við skáld-
konuna, sem birtist í sænsku dag-
blaði sama árið og hún andaðist,
víkur hún að því í gamansömum
tón, hversu sumar af sögupersón-
um sínum hafi reynzt sér baldnar
og óstýrilátar við nánari kynni- og
samskipti. Nefnir hún þar fremst-
an í flokki Karl Arthúr, sem les-
endur eiga nú fyrir höndum að
kynnast í sögunni um Karlottu
Lövenskjöid. Um hann segir hún,
að hann hafi blátt áfram neitað að
segja sumt, er hún hafði- ætlað að
leggja honum í munn. Varð þá sú
hugsun niður að falla. Karlottu
Lövenskjöld gefur hún hins vegar
þann vitnisburð, að hún væri gull
af manni.
Karlotta Lövenskjöld er stór-
brotin ættar- og ástarsaga.
Hér er fjallað um efni, sem
allir hafa áhuga á. Hér er fjall-
að um:
Undirmeffvitund
Hverja er liægt að dáleiða?
Hver er munurinn á dáleiðslu
og sefjun?
Sjálfssefjun
Hópsefjun
Geta íþróttamenn unniff afrek
meff dáleiffslu?
Fjarskynjun og hugsanaflutn-
ingur
Andlégar lækningar og trúar-
lækningar *
Útgeislun á lífsmagni
Segullækningar
Ólaf Tryggvason huglækni
Þcssi bók verður uppseld löngu
fyrir jól.
Skemmtileg
skáldsaga
Bókaverzlun
ísafoldar
Stefán Jónsson námsstjóri ís-
lenzkaði þessa skemmtilegu
og fjörmiklu sögu, eftir norsku
skáldkonuna Anitru. Áður hafa
komið út eftir Anitru Silki-
slæffan og Herragarffslíf.
ISAfOtD