Alþýðublaðið - 01.12.1964, Page 10

Alþýðublaðið - 01.12.1964, Page 10
HROSSASMÖLUN Öllum hrossum í heimalandi Vatnsleysustrandarhrepps, sem ekki eru í gripheldum girðingum, verður smalað laugardaginn 5. des. 1964 og þeim réttað sama dag kl. 13,00 í skilrétt hreppsins. Sannanlegir eigendur skulu taka hross sín í sina vörslu og halda þeim í gripheldum girðingum framvegis, samkv. 3. málsgr. 25. gr. lögreglusamþykktar Gullbringusýslu 14. júlí 1943. Ómerkt hross, sem sannanlegur eigandi finnst ekki að, verða seld á staðnum. Oddvitinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Höfum flutt alla starfsemi vora á Suður- landsbraut 14 og hið nýja símanúmer er 38600 Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. \ Suðurlandsbraut 14. — Sími 38600. 'i\ íslenzku spilin í ekta skinnhulstri eru tilvalin jóla- gjöf til vina yðar innlendra sem erlendra. Mannspilin bera myndir íslenzkra fornmanna og fylgir skýringa- pési á ensku, þar sem greint er frá hverri sögupersónu á skílmerkilegan hátt. Fást í bóka- & ritfangaverziunum, minjagripaverzlunum og víðar. Magnús Kjaran Hafnarstræti 5. — Sími 24140. J • • KÖRFUBOLTI Framh. af 11. síðu. til árs. Til samanburðar skal samt getið, að írar og Skotar eru lík- lega svipaðir að styrkleik, en Skot- ar sigruðu íslendinga 1962 í lands leik í Edinborg með 53-48. Óefað verður leikurinn næstk. laugardag spennandi og skemmtilegur. Þess má geta, að þetta er fyrsti leikur- inn milli íslenzks og erlends liðs sem fram fer á löglegum velli á íslandi (ef frá eru taldir leikir milli íslendinga og varnarliðsm. á Keflavíkurflugvelli) og markar hann því tímamót. Fólk er því hvatt til að fjölmenna i íþrótta- húsið á Keflavikurflugvelli næstk. laugardag, 5. desember og sjá spennandi og skemmtilegan leik. Ársbing KSÍ Framh. af bls. 11. þættu störf sambandsins á árinu. Reikningarnir báru með sér, að fjárgæzla öll og fjárhagsleg af- koma sambandsins hefur aldrei verið betri en nú. Umræður um skýrslur og reikn- inga urðu almennar og létu ræðu menn í ljós mikla ánægju með störf sambandsstjórnarinnar. Fyrir þinginu lágu margar til- lögur. m. a. um fjölgun liða í I. deild. Var samþykkt að fela sambandsstjórninni að skipa milli þinganefnd í það mál. Þá var sam þykkt tillaga um skipan fulltrúa- ráðs KSÍ. Ennfremur að stjórn- in ynni að því að koma upp æf- ingabúðum fyrir knattspyrnu- menn. Björgvin Schram var endurkjör- inn formaður sambandsins ein- róma og' með dynjandi lpfataki. Er þetta í 10. sinn sem Björgvin er kjörinn í þessa ábyrgðarmiklu stöðu. Guðm. Sveinbjörnsson á- varpaði Björgvin að kosningu lok- inni í nafni þingheims og knatt- spyrnumanna almennt í tilefni þessara merku tímamóta í starfs- sögu hans fyrir knattspyrnuíþrótt ina, þar sem hann þakkaði áratugs forystu hans og örugga hand- leiðslu á málefnum knattspyrnu- WELDWOOD TRÉLÍM LUDVIG STÓRR Sími 1-33-33 íþróttarinnar í landinu. Tóku þing , fulltrúarnir undir þetta með marg j földu húrrahrópi. Úr stjórninni áttu að ganga Ragnar Lárusson, Sveinn Zoega og Axel Einarsson, voru þeir allir endurkjörnir í einu hljóði. Auk áðurnefndra eiga Jón Magnússon og Guðmundur Sveinbjörnsson sæti í stjórninni. Ársþing FRÍ Framh. af 11. síðu. annars þreyta keppni við lið fjög- urra þjóða, við Vestur-Noreg, — Danmörku og Spán í þriggja landa keppni og loks landskeppni karla og kvenna í Skotlandi. Það verður í fyrsta sinn, sem íslenzkt kven- fólk tekur þátt í landskeppni í frjálsíþróttum. Fjárhagur FRÍ er erfiður, en þó sýndu reikningarnir 30 þús. króna reksturshagnað á árinu. Stjórn sambandsins var endur- kjörin, en hana skipa: Ingi Þor- steinsson formaður, Þorbjörn Pétursson, Björn Vilmundarson, Svavar Markússon, Jón M. Guð- mundsson, Höskuldur Goði Karls- son, sem jafnframt er formaður útbreiðslunefndar — og Örn Eiðsson, sem jafnframt er for- maður laganefndar. — Varamenn eru Sigurður Júlíusson, Hafsteinn Þorvaldsson og Lárus Halldórs- son. Við munum ræða nánar um þing FRÍ síðai'. Aðsfoðarlæknisstaða við sjúkrahús Vestmannaeyja er laust til umsóknar frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launalögum. Jafn- framt er ætlast til að viðkomandi læknir v.erði sjúkra- samlagslæknir. Lækningastofa og húsnæði er fyrir hendi. Umsóknir óskast fyrir 20. desember. Upplýsingar gefur bæjarstjórinn, Vestmannaeyjum. Flugfreyjur Loftleiðir óska að ráða flugfreyjur til starfa frá og með vori komanda. Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. Góð almenn menntun svo og staðgóð kunnátta í ensku og einhverju Norðurlandamálanna er lágmarksskilyrði, en æskilegast að umsækjendur talh að auki annað hvort frönsku eða þýzku. Gert er ráð fyrir að þriggja til fjögurra vikna undir- búningsnámskeið hefjist í byrjun janúar næsta ár. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins Lækjar- götu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönn- um félagsins út um land. Umsóknir skulu hafa borizt ráðingardeild Loftleiða fyrir 20. desember n.k. 10 1- des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.