Alþýðublaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 6
söngkonur
Callas
BAK VIÐ TJÖLDIN
LÖGREGLAN í Genúa hefur nú í tíu ár reynt árangurslaust
aö koma sígaunakonunni Margherita Coldares — tíu barna móður
— í tugthús fyrir þjófnað úr verzlunum. Á hverju ári hafa lög-
regluþjónarnir orðið að snúa tómhentir aftur frá búðum sígaun-
anna, því að samkvæmt ítölskum lögum má ekki setja vanfæra
konu í fangelsi.
Fyrir x-úmri viku fóru þeir eina ferðina enn til Margheritu.
Allt kom fyrir ekki. Það ellefta er á leiðinni.
— ★ —
GEORGE SXMENON, hinn frægi leyni-
lögregluhöfundur, hefur mjög gaman ^af
þessari sögu um óreyndan og mjög barna-
legan nýliða í leynilögreglumannastétt,
sem falið var sitt fyrsta verk:
Varðstjórinn fylgdist nákvæmlega með
honum á meðan hann rannsakaði sundur-
skorið líkið.
— Nú hvað segirðu um þetta, spurði
hann, þegar honum fannst athugunin
hafa staðið nógu lengi.
—• Þetta er augljóslega sjálfsmorð, svaraði hinn ungi leynilög-
reglumaður.
— Hvernig í ósköpunum kemstu að þeirri niðurstöðu?
— Með algjörlega rökréttum ályktunum. Ef um morð væri
að raeða, hefði morðinginn aldrei sóað tima í að skera líkið í taetl-
— ★ —
EMIL litli kom heim úr skólanum og spurði föður sinn:
— Getur það verið rétt, sem kexmarinn sagði, að við værum
komnir af öpum?
— Já, drengur minn. Það er alveg rétt.
i— Já, en heyrðu pabbi, sagði hinn vantrúaði Emil, hver var þá
fyrsti maðurinn, sem vissi, að hann var ekki api?
— ★ —
AMERÍSKU járnbrautimar bjóða farþegum nú upp á stöðugt
meira vegna samkeppninnar við flugfélögin.
Á leiðinni New York — Miami er nú boðið upp á ókeypis
kampavín, útvarp, sjónvarp og fínar tízkusýningar.
Verð: 3.600 krónur.
“ ★ —
MARTIN LUTHER KING, sem um dag-
inn tók á móti friðarverðlaunum Nobels )
Osló, hefur komið fram með nýja hug-
mynd, sem hann telur muni hjálpa svert-
ingjum í baráttu þeirra fyrir fullu jafn-
rétti. Hann. hefur oft tekið eftir því, að
það er ekkl aðeins hörundslitur þeirra sem
veldur þeim erfiðleikum, heldur líka hreim
urinn í rödd þeirra, sem er barnalegur og
getur gert þeim erfitt fyrir um að fá ábyrgð-
arstöður.
Hann hefur því beitt sér fyrir því, að í New York hefur verið
komið á fót námskeiði, sexif miðar að því að breyta hljómnum i
röddinni og setja í staðinn norðurríkjahreim. Nemendur sitja við
segulbandstæki, þar sem teknar hafa verið upp raddir virtustu,
livítra leikara. Þeir líkja svo eftir hreimnum tímunum saman, hlusta
á raddirnar, og tala síðan sjálfir inn og bera saman. Þannig er svo
haidið áfram, þar til kennarinn er orðinn ánægður. •— Mun þetta
iþegar hafa gefið mjög góða raun.
— ★ —
KONSTANTÍN Grikkjakonungur trúði
vinum sínum fyrir því, er hann var í heim
sókn í London fyrir skemmstu, að hann
væri útlærður í hræðilegasta sjálfsvarnar-
kerfi, sem til er, hinu svokallaða karate,
sem judo og slíkt er hreinn barnaleikur
hjá.
Kerfið byggist upp á því, að á manns-
líkamanum eru ekki færri en 40 staðir,
sem lama á líkamann með því að slá fast á.
*— Ég óttast engan árásarmann, sagði hann, hvort sem hann
er vopnaður eða ekki. Ef ég aðeins næ til hans með höndunum, skai
ég sjá um rfann.
Söngkonajö Maria Callas er við
urkennd sem ein af mikilmennum
óperusöngkonunnar, bæði að þvi
er varðar söng og að því er varðar
skap, sem yið og við fær útrás
í oLalegum "skapsveiflum og reiði
er helzt jafpast á við eldgos. En
líka á hinu síðarnefnda sviði eru
að koma fram ný efni. Fjórar
söngkonur við La Scala-óperuna
eru nú þegar farnar að skáka
Mariu Callas, og ítalskir óperu-
unnendur eru farnir að gera sér
vonir um, að nú nálgist aftur hinir
gömlu góðu hátindar frá liðinni
öld að því ér varðar afbrýðissemi
og skapofsa. Enn einu sinni geta
menn nú kætt sig við óperusöng-
konur, sem reyna að drepa hver
aðra með augnaráðifiu, og sem
með ánægju rífa listamannsfrægð
keppinauta sinna í sig með bein-
um árásum eða vel gerðu rósamáli.
Þessar fjórar Söngkonur á La-
Scala eru Renatá Scotto, Mirella
Freni, Guiletta Simionata og Fior
enza Cassottio.
Þegar óperuflokkur La Scala
kom aftur heim úr hinni einstak
lega velheppnuðu för sinni til
Mo-kvu, var eins og fjögur eld-
fjöll gysu í leikhúsinu. Signorina
Scot.t hrópaði hástöfum ásakanir
á hendur blaðadeild ópenxnnar
fyrir að liafa,, dregið úr“ frásögn
um um, að hún hefði fengið 25
mínútrxa stöðug fagnaðarilæti á
frumsýningunni í Bolshoi-leik-
húsinu. Hins vegar hefði blaða-
deildin með. óréttlæti og ábyrgð-
'arleysi lagt elsku sína á hina ungu
Signorinu Freni.
— Kjaftæði sagði Signorina
Freni umsvifalaust við blaðamenn
það er endemis vitleysa a'ð segja
'að ég hafi fengið betri „pressu“
en ég átti skilið. Þegar öllu er á
botninn hvoift, þá skrifuðu ekki
0*11 sovézk blöð, að ég væri mesta,
núlifandi sópransöngkonan
.Stjórn La- Scala hefur nú talið
ráðlegt 'að l}Íta þessar tvær söng-
konur hafa búningsherbergi eirxs
langt hvor frá annarri og unnt er
til að koma í veg fyrir handalög-
mál, er gera stoal út um það hver
sé mest núlifandi sópransöngkon
an. ,
Signorinumar Simionata og
Scotto hafa- líka laðrar ásakanir ,
fram að færa á hendur hinum I
tveim ungu starfsfélögum sínum !
Þær halda því fram, iað La Scala l
hafi komið því svo fyrir, að þær j
hafi þurft að fara til Möskvu í j
flugvél, þar;sem ekki var að finna í
einn einasta blaðamann eða ijós- i
myndara. Ilins vegar bafi hinar |
yngri starfssytur þeirra fengið
sæti í flugvél, sem var full af
blaðamönnum.
Orsökin til þessa hafi ekki get-
að verið annað en undirróður og
„taktlaus" hegðun Signorinanna
Freni og Cassótto.
Þetta barst ýngri söngkonunum
að siálf ögðu strax til eyma og
ungfrú Freni lvsti því yfir skvrt
og skorinort, að hún fengi ekki
Þegar Signorina Simionata sá
þessi ummæli á prenti, sendi hún
þegar í stað boð eftir lögfræðingi
sínum og fór umsvifalaust í mál
við Signorinu Freni fyrir að hafa
látið sér um munn fara svo fár-
ánlega og fráleita sta/3hæfingj.i
sem þá, að hún, sópransöngkonan
Simioneta, gæti verið óþekkt ein-
hvers staðar í heiminum.
En það er heldur ekki tómur
friður og euilægni meðal óperu-
listamanna austa járntjaldsins
heldur, og kom það skýrt í ljós,
þegar Bolshoi-leikhúsið endui'galt
heimsókn La Scala. Sjálfur menn-
ingarmálaráðherra Sovétrikjanna,
frú Furtséva, var fararstjóri og
varð hún að eyða mörgum erfið-
um tímum að tjaldabaki og í bún-
inghherbergjunum til þess að
insherbergjunum til þess að
jafna svo deilur listamannanna
sviðið á réttum tíma. í La Scala
er vanstilling ekki óþekkt fyrir-
bæri, en á meðan Rússamir voru
þar titraði andrúmsloftið bókstaf-
f[ega af slavneskum ofsa og skapi.
ítölskum óperuunnendum til
sárrar gremju fóru allar deilur
fram á rússnesku og ekki fóru
Framhald á 13. síðu
MARIA CALLAS
séð, hvaða máli þetta skipti, þar
eð allar hefðu þær verið óþekkt-
ar meðal rússneskra áheyrenda.
Og svo kemur hérna hárgreiðsla, sexn franski tízkugreiðar
|§ inn d‘Arzens hefur búið til og kallar „Garbo Look“, cftir kvik-
1 myndaleikkonunni frægu. Hugmyndin er, að greilíslan gefi 1
( dálítið karlmannalegt útlit ásamt duiarfullum svip. — Annars .1
. finnst okkur nú lítið karlmannlegt við þá ágætlega fríðu frök- .1
[ cn, sem maðurinn hefur greitt svona, hins vegar kannski eitt- (jg
I hvað dularfullt og seiðandi?
g 'S
MHHiumsHimuiiiimiiinniniiiiiniiiniuiiiuiiiiiiimumuiíiiirjininuiiiiuiijHiiiiiiniiiiniuniiniiiiiniinniiiMiiuiiiiiuimiiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiniiimiiiiniiiiiiinMÍw
$ 17. des. 1964 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ