Alþýðublaðið - 17.12.1964, Page 9

Alþýðublaðið - 17.12.1964, Page 9
JÓLALÖGIN HANS HAUKS NÝLEGA kom á markaðinn jólaplata, sem nefnist „Hátíð í bær.” Er hún gefin út af Hljóðfæraverzlun Sigríðar Ifelgadóttur. Á þeirri hljóm- plötu syngur Haukur Morthens 20 barna- og jólasöngva. Allar útsetningar laganna gerði ÓI- afur Gaukur og hafa þær tek- izt mjög vel. Þegar er platan kom á mark- aðinn seldist hún gersamlcga upp, og er nú annað upplag komið í hljómplötuverzlanir. Má segja, að þarna sé komin plata, sem lengi hefur verið þörf á, fyrir þá, sem vilja um hátíðarnar leika jólalög og jafn vel syngja sjálfir meff. Við náðum tali af Hauki Morthens fyrir skömmu síðan, og ræddum við hann um út- gáfu þessarar plötu. Sagði hann aðdragandann vera þann, að honum hefði verið boðið til Finnlands um mánaðamótin september-október, og hefði þá verið rætt um aff gefa út jólaplötu, — en þá affeins með tveimur lögum. Tilgangur ferffarinnar til Finnlands var annars sá, að syng.ia í finnska sjónvarpið og útvarpið. — Skömmu áður en Haukur fór til Finnlands barst honum til- boð frá Hl.iófffæraverzlun Sig- ríðar Helgadóttur um að fara til Kauumannahafnar eftir Finn landsdvölina, og syngja þar 20 jólalög inn á plötu. Sjálfur valdi Haukur lögin að mestu leyti, og fékk Ólaf Gauk til liðs við sig, en Ólafur samdi einnig tvo texta við am- erísk jólalög. Annar sá texti heitir „Hátíff í bæ,” en það er einnig heiti plötunnar. Upptökurnar í Kaupmanna- höfn annaðist Albrechtsens Tonestudie a/s. Upptakan tók rúma þrjá daga með stöðugri vinnu. Fjórir hljóðfæraleikar- ar úr hljómsveit Jörn Grauen- gárd léku undir ásamt Ólafi Gauk, sem Iék á gítar. Eftir að lögin höfffu veriff tekin upp, var segulbandsspól- an send til Osló, þar sem plöt- urnar voru steyptar hjá R.C.A. Nera hljómplötufyrirtækinu í Osló. Þar voru plötuumslögin einnig prentuð, en myndina, sem prýðir umslagið tók Pétur Ö. Þorsteinsson, ljósmyndari, en umslagið er sérstaklega smekklegt. Frá því að lögin voru tekin upp og platan var komin á markað hér, liffu fimm vikur. Meðal laga á jólaplötunni er hið vinsæla lag úr Mondo Ca- ne, sem hefur nú fengið há- tíðlegan blæ og íslenzkan texta eftir Ólaf Gauk og nefn- ist „Heim til þín.” Annað lag á plötunni, sem vafalaust á eftir aff njóta vinsælda, nefn- ist ..Ef að nú hjá pabba fimm- evring ég fengi.” Þá eru jóla- lög eins og t. d. „Heims nm ból” og „í Betlehem er barn oss fætt” og hiff sígilda amer- íska jólalag „llvít jól.” / / ■|^BK|||sl*B|R|sil|8M|s|BiR|BKnlBRBRBelHMi|B|R króna - Þorfinnur", ljósbrúnn upp lag 200 þús. Þessi 3 síðasttöldu merki eru tökkuð 14. 1. janúar 1947 koma enn út 2 Þorfinns- merki, .2 kr. og 5 kr. og í sept- ember sama ár 10 kr. Þessi þrjú síðasttöldu frímerki eru gróftökk uð eða 111/2- Upplag 10 kr. merk isins vay aðeins 50 þúsund merki. Öll Þorfinnsmerkin munu nú vera uppseld fyrir nokkru. Hver er hann þá, þessi Þorfinn ur Karlsefni og hversvegna kem ur mynd af honum á frímerkjum svo með Eiríki Rauða næsta vet- í sambandi við heimssýningu í ur. Næsta sumar hélt Þorfinnur Ameríku? og Guðríður kona hans með hon- Þórður hét maður og nefndur um. Settust þau að í Reyninesi. var Hesthöfði. Hann var afkom- Síðar keypti hann Glaumbæjar- andi Ragnars Loðbrókar og Kjar- land í Skagafirði og bjó þar, með- vals írakonungs. Bjó hánn að an hann lifði. Er mikill og göf- Höfða á Höfðaströnd. Son átti ugur ættbogi frá þeim Þorfinni hann er hét Þorfinnur Karlsefni og Þuðríði runninn. Karlsefni og Eitt rumar skömmu eftir árið 1000 menn hans munu hafa veriff bjó Þorfinnur skip sitt og sigldi fyrstu hvítu mennirnir, sem til Grænlands. Voru á skipi meff bjuggu í Norður-Ameríku. Þess- honum 4 tugir manna. Komu þeir vegna er það ekki át í bláinn í Eiríksfjörð um haustið og voru að hann er nú á frímerkjum, gefn í Brattahlíð með Eiríki um vetur- um út í tilefni heimssýningar- inn. þar giftist hann Guðríði, innar í N. YY. 1939. ekkju Þorsteins Eiríkssonar, hin- um bezta kvenkosti. Vorið eftir fýsti Þdjrfinn og menn hans, að sigla suður um og leita lands þéss, er fundið hafði Leifur heppni og nefnt Vínland Fundu þeir ilandið og dvöldu þar einn vetur. Kom þar eneinn snjór óg gekk fé þeirra sjálfala fram. En nú tóku innfæddir ménn að ásækja þá. Þóttusta þéir Karls- efni sjá, að þótt þar væru land- kostir góðir, mundi jafnan ótti og ófríður af þeim liggia, er fyrir bjuggu. Éjuggú þéir svo skip sín og sigla til Grænlánds. Voru þéir1 Samkvæmisblússur NÝKOMNAR. Hattabúö Reykjavíkur Laugavegi 10. Jólafötin 1964 Frakkar - Skyrtur Bindi - Skór GEFJUN - IÐUNN Kirkjustræti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. des. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.