Alþýðublaðið - 29.12.1964, Blaðsíða 1
[§[j£ílul>
44. árg. — Þriðjudagur 29. desember 1964 — 287- tbl.
Hundruð bíla sátu fastir á
leiöinni milli Reykjavíkur
og- Hafnarfjarðar í hríðinni
í gær. Þessa mynd tók ljós-
myndari Alþýðublaðsins, Jó-
hann Vilberg á Arnarness-
hálsi í gærkvöldi, en þar var
ástandið hvað verst.
Kafnaði
um borð
Reykjavík, 28. des. — ÓTJ.
MAÐUR BEIÐ BANA er eldur
kom upp í vélbátnum Páli Páls-
syni GK 360, þar sem hann lá við
ÓFÆRT MILLI HAFNAR-
Reykjavík, 28. desember.
SÍÖDEGIS í DAG var iiríð um allt Vesturland og með suðurströnd-
inni austur að Fagurhólsmýri. Miklar umferðartruflanir urðu á göt-
um Reykjavíkur og milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar varð ófært
með öllu, er líða tók á daginn. Seint í kvöld mátti heita að illfærar
væru flestar leiðir frá Reykjavík.
Djáp lægð var vest-suð-vestur
af Reykjanesi um miðjan daginn,
og gerðu veðurfræðingar ráð fyr-
ir, að hún mundi fara austur með
suðurströndinni í nótt. Vindur
ivar aust-norð-austlægur með snjó-
komu um allt land.
Er blaðið hafði samband við
vegaeftirlit Vegamálastjómarinn-
ar var færð þegar tekin að versna
hér á Suðurlandi. Talsverður laus
snjór var fyrir á vegum á Snæ-
fellsnesi, og má því búast við,
að vegir þar hafi oröiö ófærir,
þegar hvessti. Á Hellisheiði var
blindbylur og einnig í Hvalfirðl
og Mosfellssveit og talið, að allár
þessar leiðir yrðu ófærar í nótt.
í Reykjavík urðu miklar um-
ferðatrnflanir vegna snjókomu
og skafrennings. Víða í úthverfum
stóðu bílar fastir hér og þar og
ferðir strætisvagnanna fóru úr
skorðum. Leiðin milli Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar tepptist með
öllu nm fimm leytið og þegar
þetta er ritað hafði enn ekki
tekizt að opna haúa. Vegheflar
HAB
Á ÞORLÁKSMESSU var dreg-.
ið í Happdrætti Alþýðublaðsins
um tvo bíla, Rambler fólksbifreið
og Landrover bifreið. Enn er ó-
komið uppgjör frá nokkrum
stöðum utan af landi og verð*
vinningsnúmerin því ekki birt
Rafmagnslaust varð £ Hafnar- Framhald á 4. síðu fyrr en 3. janúar.
IWMMWMVWVWMWWMMMWWUWWV WWtWHWWWWMWWWWWWWVMMI
4 ÁÆTLUNARBfLAR
TEPPTIR I SJÖ TÍMA
voru þegar sendir á vettvang, en
svo margir bílar sátu fastir á leið
inni, að heflarnir gátu lítið sem
ekkert aðhafzt.
firði um klukkan hálf sjö í kvöld
og ekki vitað, hvað biluninni olli.
Rafmagnið kom aftur um klukkan
hálf átta og hefur Hafnarfjörður
Framhald á 4. síðu
af reyk
í báfi
Grandagarði. Slysið varð snemma
á aðfangadag jóla.
Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang kl. 6 um morguninn, en þeg-
ar það kom að, var eldurinn svo
mikill, og reykurinn, að ekki var
hægt að freista niðurgöngu lengi
vel, og heil klukkustund leið, þar
til niðurlögum eldsins var að
fully ráðið. Þegar slökkviliðsmenn.
loks gátu komizt niður í bátinn,
fundu þeir Kristófer Kriátjánsson,
(42 ára, til heimilis að Grettis-
götu 64) í einni kojunni, og var
þá ekkert lífsmark með lionum. —•
Hann var hið bráðasta fluttur £
Slysavarðstofuna, en er þangaS
kom, var staðfest, að hann værl
lát'nn. Hafði hann kafnað af reyk.
Miklar skemmdir urðu á bátnura,
en um eldsupptök er ókunnugt.
Kristján var ókvæntur maður.
Vísitðlan hækkaði
um 1 stig í nóv.
Kauplagsnefnd liefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar I
byrjun desember 1964, og reynd-
ist hún vera 165 stig eða einu stigi
hærri en í nóvember.
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Hagstofu íslands hefur vöruskipta
jöfnuðurinn fyrstu 11 mánuði árs-
ins verið óhagstæður um 46?
milljónir króna, en var á sama
tíma í fyrra óhagstæður um 525
milljónir króna. í nóvembermán-
uði voru fluttar út vörur fyrir
508 milljónir en inn fyrir 3Ö1
milljón króna.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
KLUKKAN EITT I NOTT tókst að ryðja Ieiðina mUli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur á Arnarnesliæðinni og var bílum hleypt þar
í gegn til að byrja með í einstefnu, ým'ist til Hafnarfjarðar eða
Reykjavíkur. Vonir standa til að takast muni að halda leiðinni opinni
og greiðfærri eftir að versti umferðarhnúturinn er leystur.
Reykjavík, 28. des.
LÖGREGLAN í Hafnarfirði
átti heldur betur annríkt í
kvöld. Númer stöðvarinnar var
á tali stanzlaust í tvær klukku-
stundir er viö reyndum að ná
við þá sambandi.
Gizkað er á, að hátt á ann-
að hundrað bílar hafi setið
fastir á leiðinni milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar í kvöld,
þegar ástandið var hvað verst.
Meðal þeirra voru fjórir á-
ætlunarbílar fullir af farþeg-
um. Tveir þeirra voru frá
Steindóri, R-1482 og 1483 og
lögðu þeir af stað tU Keflavík-
ur klukkan 5 í dag. Hinir 2»
voru áætlunarbílar á leið frá
Keflavík, Ö-104 og Ö-106.
Hjálparsveitir skáta í Reykja
vík og Hafnarfirði gerðu út
leiðangra fólkinu til aðstoðar
og höfðu meðferðis teppi, mat-
föng og annan varning. Stöð-
ugt var unnið að því að reyna
að losa áætlunarbUana, en
sóttist erfiðlega, sérstaklega
vegna smærri bíla, sem tepptu
leiðina aftur og aftur. Það var
ekki fyrr en laust fyrir mið-
nætti, sem tókst að losa áætl-
unarbUana og voru þeir á leið
tU Reykjavfkur síðast þegar
til fréttist.
Þegar blaðið fór í prentun
var enn iðulaus stórhríð og
mikill fjöldi bifreiða tepptur
milli Reykjavíkur og Hafnar-
fjarðar. Verst var ástandið á
Arnarnesshálsi. Unnið var
stöðugt að því að opna leið-
ina og aðstoða þá, sem teppt-
ir voru.
tWWWWVMMWWVMWWMMVtVMMlMMV