Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 2
i Kltstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. Freuastjórl: Ami Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúl: Eiður Guðnason. — Simar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmlðja Alþýðublaðsins. — Askriitargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurum. Miklar skáSabyggingar AF ÖLLUM vandamálum íslenzku þjóðarinn- - ar í dag eru skólamálin þýðingarmest. Lausn þeirra ræður, hvort hin uppvaxandi kynslóð hlýt- ur nægilega menntun til að geta hagnýtt tæknina til að skapa þau lífskjör, sem aðrar menntaðar þjóð ir búa sig undir. í þessum efnum eru gamlar kreddur um skipt ingu þjóðarinnar í akademiskt menntaða yfirstétt og vinnandi alþýðu úreltar. Nú þegar verða verka menn að læra meðferð margvíslegra véla og tækja við dagleg störf. Og rétt er að hugsa urn lækninn sem „sérmenntaðan verkamann“ eins og gert var í útvarpserindi fyrir nokkru. Eftir fáa áratugi mun yfirgnæfandi rneirihluti allra ungmenna fá annað hvort stúdentsmenntun eða sambærilega tækni- mermtun. Undanfarin ár hafa verið stigin risaskref hér á landi til að bæta menntunarskilyrði og tryggja hin um fjölmennu árgöngum, sem vaxið hafa úr grasi, nauðsynlegustu menntun. Enn er ætlunin að sækja . hratt fram á þessum sviðum, og bera fjárfögin fyr- ir 1965, sem Alþingi afgreiddi fyrir jól, þess glöggt vitni. A næsta ári mun ríkið verja yfir 500 milljón- um króna til fræðslumála, þar af 133 milljónum til skólabygginga. Þetta er mikið átak fyrir litla þjóð. En þettá er bezta fjárfesting, sem íslendingar geta ráðizt í. Til byggingar barnaskóla og skólastjórabú- staða mun ríkið leggja fram á móti sveitarfélögun- um yfir 63 milljónir til 107 skólabygginga. Til byggingar gagnfræða- og héraðsskóla mun ríkið leggja fram, einnig gegn framlögum sveitar- félaga til hinna fyrrnefndu, yfir 38 milljónir króna til 37 skólabygginga. Loks leggur ríkið fram til bygginga þeirra skóla, sem það eitt kostar, yfir 32 milljónir króna. Fjárlögin eru há, skattar og tollar miklir. En það er líka sótt hratt í framfaraátt — á sviði skóla mála og mörgum öðrum sviðum. Laugarvatn MIKIL UMBROT eru á sviði framhaldsmennt- unar um þessar mundir. Þar hefur verið stigið stórt skref með stofnun Tækniskólans, en hann opnar iðnaðarmönnum braut menntunar á tæknis-viðum, sem áður voru þeim lokaðar hér á landi. Þá starf ar nefnd að endurskoðun löggjafar um mennta- skóla og má búast við, að þeir breyti verulega náms tilhögun sinni til samræmis við kröfur tæknialdar. Miklar byggingaframkvæmdir standa yfir í Reykja yík og nú verður Laugavatnsskólinn tvöfaldur að nemendaf jölda á fáum árum. Er mjög skynsamlegt að hagnýta betur þá kennslukrafta og aðstöðu, sem þar er fyrir, en það verður bezt gert með fjölgun liemendaíbúða. m © TTfl -k. ÉG HELD aó þetta hafi yfir- leitt verið kyrrlát jól. Mikió var verzlað og: kaupmenn sögðu, ekki sízt bóksalar, að ekki væri sjáan legt að fólk liefði minna fé en undanfarin ár. Ég held að þeim skjátlist. Bréfasala rikisins dró úr Peningaflóðinu, enda voru þar teknar 75 milljónir, sem g'era má ráð fyrir að hefðu annars verið handbærar til innkaupa. Hiiis veg ar munu innlkaup hafa breytzt nokkuð og þá allmiklu meira keypt af bókum en til dæmis í fyrra, en þá var verkfall í des- ember. Margar bækur seldust upp. DESEMBERMÁNUÐUK HEFUR að þessu sinni orðið snjóþyngri hér í Reykjavík en mörg undan- farin ár. Segja má að margir vet ur hafi undanfarna áratugi verið svo snjóléttir, að varla hafi fest snjó á götum ineira en ,10-20 daga allan veturinn og hefur það verið mikil breyting frá því sem var til dæmis meðan ég var ungur. Einhversstaðar lief ég séð því spáð að þetta mundi breytast hin næstu ár, og það er ekkert tilhlökkunar efni. S.G. SENDIR MÉR EFTIRFAR- andi: Hann hitti aldraðan mann á leið upp brekku. „Hann var að fara upp brekkuna. Það gerir hann á hverjum degi, í vinnu úr vinnu og stundum tökum við tal sama. Hann er orðinn roskinn. Aldurinn er yfir 70 ár, en ber árin vel þrátt fyrir erfiða daga, vanheiisu og oft erfiðan fjárhag. En hann er einn af þeim ódrep andi, síungu mönnum, sem fylgj- ást vakandi og sofandi með í mál- efnum þjóðarinnar, enda þótt hann nú orðið sé hættur að taka þátt í þeim, en það gerði liann svo um munaði áður. í BLAÐINU STÓÐ um daginn að íslendingur, sem var að fl.íúga heim hefði sagt að liér væri lofts lagið heilnæmt en andrúmsloftið banvænt. „manstu eftir þe=su“ sagði hann. „Já, það held ég nú þetta sagði maðurinn við mig“. „Jæja, þá er þetta rétt hjá mér“ sagði hann. „Ég liélt satt að segja að mér hefði skjátlast en svo er 'ekki, þeir eru þá fleiri en ég, sem finnst þetta. „AF HVERJU SEGIRÐU þetta? Veiztu ekki að óvíða er betra lofts lag en hér, ekki er nú reyknum fyrir að fara, við höfum blessað heita vatnið og hitaveituna, og rvkið, það fer nú að minnka, við erum að fá gangsíéttir og malbik aðar götu. , Já, rétt er nú það, en samt finnst mér þetta allt svo vonlaust,“ sagði kunningi minn. Nú er gott að vera orðinn gamall bið verðið að ráða fram úr bessu öilu saman, við gamla fólkið er- um úr leik, sem betur fer. „HVERS VEGNA ERTU svona bölsvnn, er það skammdegið sem fer í taugarnar á bér, vinur minn? ..Nei það er ekki skammdegið lield skamm.sýni þeirra manna «em með mál okkar fara, þeir virðasti Róieg jólahátíð og mikil verzlun. + Snjóþyngri desember en undanfarin ár- it- Gamall maður á leiS upp brekku. it Kvíði í mörgu brjósti. f niiiiiimmmmmmmmimmmimmmmmimimmmmmimmimmmmmimmmmmmimimmmmimnit'” ekki sjá eða skilja hversu alvar- legir tímar eru framundan. Ertu nú farinn að tala eins og Fram- sóknarmaðurinn, sem fór að tala um hallæri á tuttugustu öld, ég hélt þó lað þú hefðir fylgt flokk allra stétta alla þína tíð?“ ,,Jú, það hef ég gert, en nú fylgi ég ekki neinum. þú trúir því ekki en ég held að aðeins eitt geti komið vitinu fyrir þjóðina, fisk leysi á vertíðinni.“ ,,Ertu nú ai- veg genginn af göflunum ertu að óska eftir að slíkt böi hendi þjóð- ina, þú veist jafnvel og ég að öll okkar afkoma er undir fiskveiðum komin.“ „JÁ, ÉG VEIT ÞAÐ, en ég held að þjóðin þurfi að reka sig á til þess að finna sjálfa sig laftur. Svona getur þetta ekki gengið öllu lengur. Manndómi og dreng skap er drekkt í áfengi og óreglis erjur og illdeilur eru manna fi miili meir en nokkru sinni fyi® og hér eru stjórnmálaílokkamir fremstir í flokki. Erfiðleikarniir munu sameina þjóðina, opna augu hennar fyrir hvernig komið er og þá verður liafizt handa um að byggja upp, víða frá grunni.“ VIÐ VERDUM AÐ vinna sam- an í þessu stóra en fámenna landi Við verðum að fara að hætta að tal um „ílokkinn minn“ í stað þess verður að koma „þjóðin okk ar“. Ég vona að ég muni lifia þá stund, að þjóðin skilji hvað það var, sem Jón Sigurðsson, átti við þegar hann sagði: .SameinaSiir tstöndujm vév en sundraðir föllum vér.“ Og gamli maðurinn hélt áfram upp brekkuna.“ Dráttarbraut til ieigu Ðráttarbraut Siglufjarðar, ásamt tilheyrandi húsnæði og vélakosti, auglýsist hér með til leigu frá og með n.k. áramótum eða þeim öðrum tíma, sem samkomulag yrði um. Leigutilboð óskast send hafnarnefnd Siglufjarðar nú þegar. Nánari upplýsingar gefur hafnarvörðurinn í Siglufirði, Þórarinn Dúason (sími 137 og 219) og undirritaður. Siglufirði, 18. desember 1964. Bæjarstjórinn Siglufirði. (Sími 215). * BILLINN Bent an Icecar 3 3 2 29. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.