Alþýðublaðið - 29.12.1964, Side 4

Alþýðublaðið - 29.12.1964, Side 4
OPU> ALLA DAGA (LBCA LAUCaSDAOA OO 8UKNUDAGA) FRXKX.BTU.22. Cábnána&aalðfaB 1/f tumdX.noyknMt, HHUUMUUMMIMWMMHMH Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN við Elliðavog s.f. Slmi 41920. SMURT BRAUÐ Snittur. Opið frá fcl. ð—23.30. Scauöstofan Vesturgötu 25. Síml 16012 Kventösku meÖ 4000 kr. stolið KVENTÖSKU með 4000 krón- Málverkasýning á Siglufirði Siglufirði, 28. des. — ÓR. RAGNAR Páll Einarsson, list- málari, hélt málverkasýningu hér á Siglufirði dagana 16.—23. desember, í fyrirhuguðum húsa- kynnum siglfirzks byggðarsafns, á efstu hæð lögreglustöðvar- innar. Það er ekki algengt að mál- verkasýningar séu -haldnar á Siglufirði, eins og vænta má, og eru því siíkir viðburðir Sigl firðingum gleðiefni. Sýndu þeir það glöggt með sérlega góðri aðsókn að sýningunni. Alls sýndi Ragnar Páll 26 myndir, þar af 11 olíumyndir, 13 vatnslitamyndir og tvær myndir málaðar með cryla-lit- um, sem eru þekjandi plastlit- ir, vatnsheldir og ljósekta. — Myndirnar eru allar málaðar á þessu ári viðsvegar um land, en þó fiestar á Siglufirði. Þeim má skipta í þrjá flokka eftir mótif- um. í þeim fyrsta eru lands- lagsmyndir, málaðar vetur, sum ar, vor og haust. Síðan koma ýmsar sjávar- og brimmyndir og í þriðja fiokknum eru mynd- ir af tunnum og tækjum, sem notuð eru við síidarsöltiin, tákn rænar fyrir sílda'rbæinn Siglu- fjörð. Af olíumálverkum voru tvær tegundir, annars vegar myndir málaðar með pensli, en hins vegar myndir málaðar með hníf og má geta þess, að Ragnar Páll hefur sérstakt yndi af að mála með því verkfæri. Annars hef- ur hann lagt mikla rækt við vatnslitatækni, en það er vanda söm sérgrein innan málaralist- ax-innar, sem fáir hafa náð góð- um árangri í hér á landi. Ragnar Páll er enn ungur að árum, aðeins 26 ára. Hann er fæddur, uppalinn og búsettur á Siglufirði og hefur fengizt við teiknun og málun frá því að bann gat haldið á blýanti og pensli. Ragnar Páll stundaði nám í Handíða- og myndlistar- skólanum í Reykjavik veturinn 1957—58 og dvaldi í London Ragnar Páll og' málverk lians, „Látrabjarg". Mynd: ÓR. Saragat, hinn nýkjörni forseti. legra demokrata, eldri bróðir PálS páfa. Hinn frjálslyndi Gaetano Mar tino íékk 67 atkvæði, nýfasistinn Augusto de Marsanisch fékk 40 at- kvæði, 24 atkvæði voru ógild og 150 atkvæðaseðlar voru auðir. —• Forsetakjörinu var gífurlega fagn- að í þinginu og meðal almennings. um í var stolið úr fólksbifreið sem stóð fyrir framan aðaldyr Heilsu- verndarstöðvarinnar frá kl. 9 til 9.20 í gærkvöldi. Töskuna átti ung stúlka, sem var ásamt kunningja sínum að heimsækja sjúkling. í töskunni voru einnig farmiðar með Flugfélagsvéi til og frá Akureyri, og veski þeirra beggja. Ef einhver skyldi geta gefið upplýsingar um þetta mál, er hann eða þeir vin- samlega beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. „Tunnur“ eftir Ragnar Pál. Mynd: ÓR. næsta vetur við nám í málara- list. Vorið 1960 sýndi hann fyrst opinberlega, þá í sýningar- glugga Morgunblaðsins, og seldi þar fleiri myndir en nokkur annar sem þar hefur sýnt. — Haustið 1960 hélt hann svo sjálfstæða málverkasýningu á Siglufirði, þá fyrstu sem þar lxefur verði haldin, og seldust 24 myndir af 37, sem á sýning- unni voru. Næsta haust sýndi hann svo aftur í Morgunblaðs- glugganum við mjög góðar und irtektir. Um áramótin 1961—62 var opnuð í Þýzkalandi sýning á verkum íslenzkra svartlistar- og vatnslitamálara. Þar átti Ragnar Páll þrjár myndir. Sýn- ing þessi stóð í tvö ár og var flutt milli borga í Þýzkalandi. í þýzku blöðunum hlaut Ragnar Páll mjög lofsamlega dóma fyr- ir myndir sínar á sýningunni. Hann tók þátt í vorsýningum Myndlistarfélagsins bæði 1961 og 1962, og svo síðast en ekki sízt hélt hann áðurnefnda sýn- ingu hér á Siglufirði fyrir jólin. Aðsókn að sýningunni var sér staklega góð, en hana sáu um 800 manns. Af þeim 26 mynd- um, sem á sýningunni voru, seldust 15 myndir. ÓFÆRÐIN Frh. af 1. síðu. í allt kvöld fengið rafmagn sitt frá Suðurnesjalínunni. Ekki hafði frétzt um nein slys á mönnum í óveðrinu, og óvenju- lítið var um bifreiðaárekstra hér I Reykjavík. Búizt er við áfram- haldandi hríð í nótt, en uppstyttu og Iiægara veðri á morgun. SARAGAT KJÖRINN Framh. af bls. 3. manna kristilegra demókrata. Er talningu eftir 21. kosninguna var lokið, sýndi sig að Saragat hafði fengið 646 atkvæði af þeim rúm- jlega 920 atkvæðum, sem greidd | voru. Frá stríðslokum hefur aldrei ■ gengið jafn erfiðlega að kjósa for- (seta í neinu Evrópulandi og nú á Ítalíu. Það forsetakjör sem næst gengur var forsetakjör í Frakk- landi fyrir 11 árum síðan, er Coty var kjörinn forseti. Hlaut hann kosningú eftir 13 atkvæðagreiðsl- ur. Meðal þeirra er fengu atkvæði nú í 21. atkvæðagreiðslunni var Ludoico Montini, þingmaður kristi 4 29. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.