Alþýðublaðið - 29.12.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.12.1964, Síða 7
MINNINGARORÐ: Sveinn Helgason, yfirprentari ÞEGAR ég kom í „Gutenberg” árið 1912, var þar margt ungra manna og efnilegra, og þótt meiri kynni tækjust þá með mér og öðr- um en honum, vakti enginn þeirra meir athygli mína en Sveinn Helgason. Hann var mikill maður vexti og fríður sýnum, og sópaði talsvert að honum, hvar sem hann var á ferð. Mér var og þá þegar ljóst, að hann var einn allra dug- legasti setjarinn í hópi þessara ungu manna. Kynni okkar Sveins urðu ekki löng í það skiptið, því ég fór af landi burt í byrjun ársins 1914. En þegar ég kom aftur í „Guten- berg” vorið 1918, urðum við nán- ir samstarfsmenn. Sveinn var gift- ur og átti börn, og ýmislegt mun hafa á daga' hans drifið þessi ár. Meðal annars hafði hann um tíma verið sjúklingur á Vífilsstaða hæli. Óhætt er að segja, að þá var Sveinn mest metni starfsmaður- inn í setjarasalnum í „Guten- berg”. Samvera okkar þá varð heldur ekki löng, því ég fór enn utan haustið 1919, — Þegar ég svo tek við stjórn prentsmiðjunnar í árs- byrjun 1930, hefst samvinna okk- ar fyrir alvöru. Þá þegar hafði Sveini verið falið að vinna að og sjá um öll töfluverk Hagstofunnar, sem var vandasamasta vinnan i „Gutenberg”. Leysti hann það starf af hendi með hinni mestu prýði. Þrátt fyrir karlmannlegt út- lit mun Sveinn aldrei hafa verið heilsugóður, og næstu árin á hann við nokkra vanheilsu að búa og dvaldi um hríð í sjúkrahúsi. í ársbyrjun 1939 verður Sveinn verkstjóri í setjarasal „Guten- ber^s“, og varff þaff alla tíff síffán, meðan heilsa entist. En það var alltof skammt. Síðustu 10 ár starfstíma míns varð ég að vera án aðstoðar hans í starfi mínu, og tel ég það hafa verið mér alveg óbætanlegt. Heilsubrest sinn og annað mót- læti virtist Sveinn bera með ein- stakri geðró' og stillingu. Var það og í samræmi við aðra eiginleika hans. — Sveinn var afbragðs góð- ur verkmaður, virtist aldrei flýta sér eða fara að neinu óðslega, en þó með allra- afkastamestu setj- urum og vandvirkur að sama skapi. Hann hlýtur að hafa verið gæddur alveg sérstakri verk- hyggni, og kom það enn betur í ljós eftir að hann tók við verk- stjórn. Sveinn Helgason var að éðlis- fari gleðimaður og skemmtilegur félagi, hafði yndi af söng og öðr- um gleðskap, en þó allt jafnan í hófi. Ég minnist Sveins sem eins hins nýtasta og mætasta manns, er ég hef átt samleið með. S. G. Ef holdslíkaminn er aðeins það starffæri andans, sem sálin tek- ur sér bólfestu í til þess að afla sér reynslu og þroska á leið sinni til fullkomnunar, þá má líta á dauðann sem áfanga á framþróun arbraut einstaklingsins til meira betra og fullkómnara lífs. Frá þessu cjónarmiði er líkamsdauð inn hvorki ljótur né óttalegur held ur mikilvægur áfangi á lengri leið en okkur er unnt að greina. Þescu trúir yfirgnæfandi meiri hluti mannkyns og hefur trúað um aldaraðir. En þrátt fyrir þessa trú og sterk líkindi fyrir sannleiksgildi henn- ar, er fæstum okkar það gefið að geta litið dauðann svo fræði- lega björtum augum( þegar hann kveður dyra nærri okkur, annað hvort hjá ástvinum eða í hópi ættingja og vina. Jafnvel þótt sam ferðarmenn okkar búi við langa og stranga sjúkdómslegu, erum við einhvernveginn aldrei reiðu búin að horfast í augu við þá aug- ljósu staðreynd lífsins, að eitt sinn skal hver deyja, þegar hún gerir vart við sig í nánasta vina eða ættingjahópnum. Við höfum flest ekki komist lengra en svo í andlégri jafnvægislist, að hinztu kveðjunni fylgir jafnan söknuður, dapurleiki, ,ef ekki sorg. Þetta er í huga mér nú vegna andláts Sveins Helgasonar, fyrr- verandi yfirprentara í Gutenberg, én i dag fer útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sveinn Hélgason var fæddur 22. apríl árið 1891 að Ketilstöðum á Kjalarnesi og var því 73 ára gam- all( þegar hann lézt. Alla sína starfsævi vann hann í Gutenberg. Þar hóf hann prentnám árið 1907, þar lank hann sveinsprófi í setn- ingu árið 1911, þar varð hann setj araverkstjóri árið 1939 og þangað lágu sporin á meðan starfsþrek entist; Allan þennan tíma ýmist „við kassann”; sjálfur eða við umsjón með hinum^ sem við kassann stóðu féll það í hlut Sveins Helgasonar að kénna mörgum græningjum undirstöðuatriði prentverksins, og var ég einn þeirra. Átti hann, á- samt yfifprenturunum Emmanúel Cortes, Hallbirni Halldórssyni og Steingrími Guðmundssyni, prent- smiðjustjóra^ mikinn þátt í' að móta þá vandvirkni sem einkenndi allt prentverk í Gutenberg í þeirri tið og sást þá óvíða annars staðar hér á landi. Jafnframt starfinu í Gutenberg tók Sveinn Helgason verulegan þátt í félagsstarfi prentara, eink um á sínum yngri árum. Hann var t.d. gjaldkcri Hins íslenzka prent- arafélags árin 1920 - 1922 og 1924, og formaður HÍP var hann árið 1925. Einnig var hann í skilanefnd hlutafélagsins Gutenberg, sem seldi ríkinu prentsmiðjuna á sín um tíma, og formaður Lífeyris- sjóðs StarfsmannaféTags Rikis- prentsmiðjunnar Gutenberg“ var hann frá stofnun hans árið 1930 fram til ársins 1955. Sveinn Helgason var stór maður í sjón og reynd og mjög vel greind Framh. á bls. 10 Vegna samkomulagsins um tak mörkun á tilraunum með kjam orkuvopn hefur frekari geislavirk saurgun á 'andrúmsloftinu hætt, segir í nýrri skýrslu frá vísinda nefnd Sameinuðu Þjóðanha um áhrif geislunar. Árið 1963 var úr- felli langvirkra geislunarefna meira en nokkru sinni fyrr, en nefndin spáir því, að úrfeliið 1964 verði um tveim þriðju hlutum minna en í fyrra og muni síðan smám saman réna á næstu árum. Skammvirk geislunarefni hafa að finna magnið af zinki, járni, minnkað að óverulegu leyti, en munu ekki valda neinni teljandi geislun eftir 1964. Menn hafa komizt að raun um ur geta. leitt til óvenjumikils magns af cesion 137 í mönnum. að ákveðnar staðbundnar aðstæð • Nefndin fjallaði einkum um tvö efni í .hinni nýju skýrslu sinni sem er sú þriðja í röðinni (hinar voru birtar 1958 og 1959). Geisla- virka saurgun umhverfisins í kjöl far tilrauna með kjarnavopn og geislun sem vetldur krabbameini í mönnum- Að því er varðar neyzlu manna á strontium 90 og cesion 137- í faaðu segir nefndin, að á norður hveli jarðar hafi neyzlan verið að minnsta kosti tvöfalt meiri en arið 1962, en á því ári -var magn VOFU-FLUGVEL 26000 FETUMl | Þessi furffumynd er tekin rétt eftir aff brezk orrustuþota í; af gerffinni Lightning hefur hleypt af 30 nim. byssum sínum í Ji 26.000 feta hæff yfir tilraunaflugvelli einum í Hretlandi. Þegar í; hleypt er af byssunum, veldur hitinn sýnilegri þéttingu í gufu, J> sem rennur eftir vængjunum ag tekur á sig lögun þeirra. Þessi S> þétting blandast svo hinni venjulegu þéttingu, svo aff lögun vél- J’ arinnar kemur fram, eins og afturganga hennar. {;> mmWWWMWWWWWWtMWWWMtMHWMWtWWJ ið af strontinum 90 og cesion 137 í fæðu manna meira en nokkru sinni áður. A n orðu rhe i msskau ts svæð u n u m hefur það einnig komið á daginn að ákveðnir hópar fólks hafa svo mikið magn af cesion 137 í lík- amanum, að það er heilum 100 fyrir ofan meðaltalið í heiminum samanlögðum. Þetta-á' rætur sín að rekja til þess, að umrætt fólk lifir nær eingöngu á hreindýra- kjöti. Hreindýrin hafa tekið til sín hið mikla magn af cesion 137 í högunum. 1 kaflanum um geislun sem or- sakar krabbamein greinir nefnd- in frá því, að nýjar rannsóknir hafi leitt í Ijós, að börn s«m verðl - fyrir geislun meðan þau eru i- móðurkviði séu næmari fyrir sjúkdómum, t.d. hvítblæði. en menn höl'ðu. áður gert sér grein fyrir. Hættan á hvítblæði miðacý' við sama magn af geislun getur verið mörgum sinnum meiri fyrir fóstur en fjTir fullorðinn mann. Við ákveðnar aðstæður er ekkV óhugsandi að smávægilegt magiv af geislun geti valdið óhcillavæn legum breytingum. Vísindamenu frá 15 löndum sitja í þessari nefnd Sameinuðu Þjóð- anna, þeirra á meðal Rolf Siyert frá Karolinska Sjukhuset í Stokk- hólmi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. des. 1964 ?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.