Alþýðublaðið - 29.12.1964, Blaðsíða 8
Þjóöleikhúsið':
STÖÐVIÐ HEIMINN
HÉR FER ÉG ÚT
Gamansöngleikur í tveim þátt
um. Texti, ljóð og tónlist eftir
Leslie Bricusse og Anthony
Newley. Þýðandi: Þorsteinn
Valdimarsson. Leikstjóri: Ivo
Cramér. Hljómsveitarstjóri:
E. Eckert-Lundin. Leiktjöld
og búningateikningar: Lárus
Ingólfsson.
ÞVl MIÐUR hef ég hvorki séð,
heyrt né lesið Stöðvið heiminn,
söngleikinn um Litlakall sem
Þjóöleikhúsið flutti gestum sínum
um jólin, í frumgerð sinni á
ensku. Ég er þyí með engu móti
fær til að dæma um þýðingu Þor-
steins Valdimarssonar á textanum.
Það dylst raunar ekki að Þorsteinn
er málhagur maður með afbrigð-
um og leysir víða fimlega vanda-
söm viðfangsefni, leikur sér að
málinu, setningum og rími. Engu
að síður var textinn tvímælalaust
veikasti þátturinn í útgáfu Þjóð-
leikhússins á leiknum; hans vegna
varð sýningin langdregin með
köflum; hann er viða undarlega
óhnyttinn, fullur með marklitlar
endurtekningar, stundum beinlínis
út í hött. Þetta er bágt, því að
Stöðvið heijninn er að öðru leyti
útfarið leikhúsverk, og grundvall-
arhugsun leiksins, mannlífið sem
trúðleikur, skínandi leikhugmynd.
En hér var eins og textinn megn-
aði ekki að blása hana því lífi, sem
henni ber með réttu. Og er frami
leiksins i London og New York
raunar vandskilinn, — nema það
komi til að hann hafi glatáð ein-
hverjum gerðarþokka máls og stíls
á leið sinni milli mála. Hér er
vitaskuld ekki um að ræða merk-
ingarlega nákvæmni að textanum
sé ekki skilað réttum samkvæmt
orðanna bujóðan, heldur stílsvip,
málsáferð, — blæbrigðalist merk-
ingar og málfars. En um þetta er
ég, sem sagt, ekki bær að dæma.
★ CRAMER
Þjóðleikhúsið hefur fengið til
þessarar sýningar sænskan leik-
stjóra, Ivo Cramér, menntaðan og
margreyndan leikhúsmann; og
eins og margir aðrir gestir leik-
hússins fyrr og síðar hefur hann
reynzt þvj hinn nýtasti. Oft kem-
manni til hugar við að sjá verk
hinna erlendu leikstjóra sem hér
starfa hvort islenzkum mönnum
sé þetta virkilega ekki kleift líka, -
og þá hvers vegna ekki. Nú er
einmitt nærtækt dæmi til saman-
burðar þar sem er síðasti „musi-
cal” Þjóðleikhússins á undan
þessum, Teenagerlove í vor sem
leið. Og það fer ekki milli mála,
að þessi sýning var gædd fjöri,
þokka, hljómfalli umfram hina,
hún hafði samræmi og heildar-
svip sem þar brást, — þó svo
Teenagerlove kunni að vera mark-
verðara verk en Stöðvið heiminn.
Ég grip til þessa samanburðar af
handahófi, og er hér vitaskuld
enginn staður til að leiða hann til
lykta sem líklega yrði fróðlegt. En
sýning Þjóðleikhússins á Stöðvið
heiminn var markverð einungis
fyrir þær meðfarir sem verkið
hlaut, ekki vegna neinna ósjálf-
ráðra verðleika sinna.
höfundur og leikstjóri. Sjálfsagt
nýtur þessi sýning margvíslega
menntunar hans og fjölþættrar
reynslu; hún hefur mjög heillegan,
hreinlegan svip; og tekst listavel
að samhæfa ólíka þætti leiksins.
Þar mætast allar greinar leiklistar
í einni sýningu, segir leikskráin
réttilega: látbragðsleikur, söngur,
dans, talleikur. Og því má kannski
bæta vió að látbragð.:leikur og
dans og sum söngatriðin njóta sin
einna bezt á sýningunni þar sem
oröið .spiliir minnst návíst leik-
endaanna á sviðinu. Ég man í svip
varla eftir neinni jafnfágaðri, lýta-
lausri sýningu á sviði hér sem
þessari, þar sem hvert orð, hvert
vik stuðlaði að órúfandi heildar-
svip leiksins. Sérstafy;ar athygli
var vert hve fimlega kórnum var
beitt í sýningunni, og voru mörg
kóratriðin gædd ljómandi þokka,
mýkt og þrótti. Þetta er nýjung
hér því íslenzkar kórstúlkur hafa
hingað til sýnzt heldur misbresta-
samt lið. Hjálpast nú sennilega
að krafa og agi leikstjórans og
svo hitt að ballettskóla Þjóðleik-
hússins vex fiskur um hrygg. — í
kórnum vakti Bryndís Schram sér-
staka athygli fyrir það hvað hún
er falleg, og svo bar framganga
hennar á sviðinu af hinna. Þetta
• er verk sem þarf að vanda; það
nægir ekki að vera þarna bara;
þetta er nú orðið nokkurn veginn
ljóst í þessari sýningu. — Tvær
ungar stúlkur aðrar er vert að
nefna, Hlif Svavarsdóttur og Að-
alheiði Nönnu Ólafsdóttur, sem
léku dætur Litlakalls, ljómandi
fallegar stúlkur báðar, syngja.
skært bg kunna vel að bera sig
um sviðið. Þær voru sýningunni
mikill yndisauki.
★ ÞOKKI OG ÞRÓTTUR
Ivo Cramér var ballettmaður í
upphafi, 'fyi-st dansari, síðan dans-
Vala Kristjánsson og Bessi Bjarnason.
lega framreidd og flutt. — Og
enn má nefna ljósabeitingu í
leiknum, sem var nákvæmnislegri
og notadrýgri en við eigum oftast
að venjast. Hvort tveggja átti rík-
an þátt í heildarblæ sýningar-
innar.
Sem er ágætur á sínum stað eu
átti varla erindi hér.
Eskil Eckert-Lundin, annar gest-
ur leikhússins, stjórnaði tónlist-
inni við leikinn sem er heldur
áheyrileg dægurmúsík, með við-
eigandi hermiblæ víða, og smekk-
Litlikall sjálfur er í sjónarmiðju
leiks og sýningar alla tíð: Bessi
Bjarnason. Þeir sem hafa fylgzt
með gaman- og barnahlutverkum
Bessa undanfarin ár munu vita vel
að þar fer mikilhæfur leikari, sem
hingað til hefur einungis beðið
síns rétta hlutskiptis. Hér var það
nú komið; og Bessi kom, sá og
sigraði í hlutverki Litlakalls.
Hann er trúðurinn í fjölleikatjaldi
lífsins sem leikur okkur ævintýr
einnar mannsævi: það er gamla
sagan um kotastrákinn sem eign-
ast prinsessyna og ríkið. Sama
sagan þó hús sé hér í nútima-
legri og úppgerðarlausri, hæðnis-
legri mynd, en víðast annars stað-
ar. Gervið: loddarabuxur og hvít-
ur maski. Og Bessi var ótrúlega
heimakominn í þessu hlutverki,
allt frá fyrstu fálmandi skrefun-
um, þar sem Litlikall er að koma
sér niður á hlutverk sitt og hefja
það, fram til þess að hann staul-
ast fram ellihrumur hlaðinn mak-
legri-ómaklegri virðingu. Lát-
bragðs- og svipbrigðaleikur Bessa
er furðulega nákvæmur og til-
brigðaríkur, sprottinn af áskap-
aðri kímnigáfu og þjálfaðri leik-
tækni i sanxeiningu. Og hann hef-
ur mikil og sterkleg sönghljóð
sem ágætlega notast með köflum.
Hitt er ekki Bessa sök að orðræða
Litlakalls er með köflum fátækleg
eða klúðruð; en á þeim stöðum
; skaut stundum upp brandarakall-
Vala Kristjánsson er í öðru
hlut'verki leiksins á móti Bessa.
Hún er kona Litlakalls og líka
einar þrjár vinkonur hans; hlut-
verkið er með köflum heldur
grófgert en gæti líklega orði®
bærilega spaugsamt í nógu leik-
inni meðferð. Slíkri túlkun Evíar
ræður Vala Kristjánsson ekki; en
hún leysir sitt verk dável af henði
sem hjástoð og mótpartur Bessa
sem líka mun vera tilætlunin.
Flestallt er snoturt um hana og
leik hennar.
Söngleikjaflutningur Þjóðr
leikhússins sætir stundum gagn-
týni og ádeilum, oft ómaklega aff
mínu viti. Sjálfsagt má ræða það
fram og til baka hvort Stöðvið
heiminn sé leikhúsinu hæfilegt
verkefni, hvort það sé ekki of
veigalitið, hvort áhorfendur kunni
að meta það. En hvað sem um
verkið sjálft má segja, firinst mér
flutningur þess í leikhúsinu taka
af öll tvímæli um réttmæti sýn-
ingarinnar. Og einkum það, að
leikhúsið átti að skipa' leikara
sem verkið hæfði eins og hanzk-
inn hendinni. Þetta er sem sagt
allt fyrir Bessa gert. Og það er
gott. — Ó.J.
Glæsileg
Reykjavík, 21. des. ÁG.
LANDKYNINGARRITIÐ ,,Wei-
come to Iccland”, sem er gefiff
ót að tilh’utan Flugfélags íslands
er nú komið út I fjórða sinn. HCft
íff er glæsilegt að vanda, enda
vafalaust Ht ' lmdaðo^ta. Ibnd-
kynningarrit, em hér kemúr út.
Á forsíðu ri sins er mynd taf
sumarbústað vjð Þingvallavatnis
F.I., erein m veðrið á íslandi*v
Bryndís Schram, Bessi Bjarnason og fleiri. inum Bessa úr barnaleikjunum. um fl ’S’ " - o Flugfélagsins og
(■ g 29. des. Í964 — ALÞÝÐUBLAÐI0