Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 13
Flugeldar - Stjörnuljós Blys - Sólir o.fl. í miklu úrvali HITUN H.F. Laugavegi 69 Ég þakka öllum, er sýndu mér þann hlýhug með gjöfum, skeytum og heimsóknum á 75 ára afmæli mínu 23. desember. Óska öllum gleðilegs nýárs. — Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Ásgeirsson. Minningarorð Framhald af 7. síðu. ur. Það duldist engum( að hvert það sæti, sem hann skipaði, var fullskipað í eiginlegri og yfir- færðri merkingu, enda voru sam- vizkusemi, virðuleg rósemi, festa og réttlætiskennd einna mest áber andi eiginleikarnir í persónuleik- haris. Allt flaustur og fum var honum framandi og hann hélt sínu striki, virðuiegur, rólegur, ó- hagganlegur. Þannig var hann t.d. einn af þeim tiltölulega fáu, sem skipaði sér í raðir Alþýðuflokks- ins þegar í upphafi, er hann bauð fram í fyrsta sinn, og hélt ótrauð ur áfram að styðja flokkinn svo lengi sem hann korrist á kjörstað. Alla tíð var hann jafn áhugasam- ur um málefni flokksins, og röldu rótj pérsónulegra átaka innan flokksins hafði hann jafnan ím- igust á hvers konar ævintýrabrölti en hélt sig við þau meginatriði, sem frumherjarnir höfðu í liuga þegar þeir voru að byggja upp þetta baráttutæki alþýðunnar í framsókn hennar til betra lífs. Jafnaðarmennska hans, eins og frumherjanna, var jákvætt sam- hjálparviðhorf, sem miðaðist við hin raunverulegu verkefni fram- farabaráttunnar í jákvæðri stjórn un fremur en orðagjálfri. í þessu viðhorfi hans er t.d. iað finna skýr inguna á uppbyggingarstarfi Sveins Helgasona/r við lífeyriis- sjóðinn í Gutenberg og þangað er líka að leita skýringanna á Jiæfni hans til þess að auka isvo afköst setjarasalsins i Gutenberg sem raun varð á, eftir að hann tók þar við verkstjórn. Sveinn Helgason var tvíkvænt ur. Með fyrri konu sinni, Björgu S. Þórðardóttur, sem andaðist ár- ið 1943, eignaðist hann fimm börn þar af þrjú, sem lifa hann, þau Margréti, Inga óg Helgu, en tvö þeirra dóu í æsku. Síðari kona Sveins Helgasonar er Kristín Árnadóttir, hin ágæt- asta kona, gædd í ríkum mæli þeim óvenjulegu mannkostum barna séra Arna Þórarinssonar, að horfa jafnan á bjartari og betri hliðar lífsins og gera sér far um að verða samferðamönnum til á- nægju og góðs. Gengu þau í hjóna band árið 1945, en hún hafði verið ekkja síðan árið 1928. Var hún manni sínum hið lifandi ljós ást- ar, kærleika og umönnunar alla þeirra sambúð, og mun umhyggja lrennar fyrir honum löng og ströng sjúkdómsár í hálfan annan áratug með fádæmum. Þegar við í dag fylgjum Sveini Helgasyni síðustu sporin, mætti það vera nánustu aðstandendum hans nokkur huggun, að senni- lega er dauðinn aðeins áfangi á lengri leið til fullkomnunar og sælu, en örugglega lifir minning in um hvern genginn dreng í góð um verkum hans og kærleiksríkri hugsun. þeirra sem lærðu að þekkja hann og meta. Ilannes Jónsson. PRAVDA Frh. af 6. síðu. sagt við konu í bænum, að ef hún greiddi honum ekki 1000 rúblur, mundi Gaskov skrifa hnjóð um son hennar. Konan greiddi féð af hendi, en fór svo beint til lögregl- unnar. Maðurinn, sem haft hafði í hótunum vrð konuna, var hand- tekinn og var síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs tugthús. BILL Frh. af G. síðu. Mikið rétt, bíllinn hafði verið á þessari leið. Tveir lögreglu menn fundu hann á bílapl'ani við veitingahús nokkurt, og við stýrið var Mike Ashley, 25 ára gamall, og vinkona hans, Eliza beth Becherzewske, 25 ára gam all danskennari, sat við hliðina á honum. Hreyfanleg númer? Reykský? Jú, þetta var hvort tveggja á bílnum. . . .Plús tvær vélbyss ur, sem komu út úr stöðuRjós unum, sími og radarskermur. En, flýtti Ashley sér að út- skýra, þetta var allt löglegt þessi silfurgrái, 15.000 punda sportbíll hans var sá, sem not aður var í James Bond kvik- myndinni ,/Goldfinger“ og það átti að fara að setja hann um borð í skip í Southhiampton og flytja hann til Ameríku til að nota hann þar í auglýsinga- skyni fyrir myndina. Ashley starfar hjá Aston Martin bíla- smiðjunum, sem smíðuðu þenn an gagnmerka bíl. Siaurgeir SigurjónssoR hæstaréttarlögmaðm Málfliitningsskrilstoí# hðlnsgrötu 4-. Sfml 1104S. BRUNATRYGGINGAR á tiúsum í smíðum, vélum og áhöldum, effni og lagerum o. ffl. Heimistrygging hentar yður Heimilistryggingar Innbús Vatffnstjöns Innbrots Glertryggingar jp © TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 1 2 60 SlMNEFNI t SURETY SENDISVEINN óskast. — Vinnutími fyrir hádegi. AlþýSublaðið Sími 14 900. vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Laugarás Lönguhlíð Laugaveg Afgreiðsla Alþýðublaðsln* Slmi 14 900. Tilkynning frá Símahappdrættinu 1964 Dregið var hjá Borgarfógeta á Þorláksmessukvöld og hringt í vinningsnúmer, sem voru þessi: 38458 Volvo-Amazon. 51231 Volkswagen. 18661 1. aukavinningur (15 þús. kr.). 41749 2. — N 6048 3. — (Njarðvíkur). 60192 4. — K 1636 5. — ■ (Keflavík). 23942 6. — 18202 7. — 50828 8. — V 1846 9. — (Vestmannaeyjar). K 1885 10. — (Keflavík). Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Amma okkar Þórunn Jónsdóttir sem lézt 23. desember að Ellilieimilinu Grund, verður jarðsett mið- vikudaginn 30. þ. m. frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 2 e. h. Þórunn Jónsdóttir Magnús H. Jónsson Ólafur G. Jónsson Maðurinn minn og faðir okkar Sæmundur Jónsson, Einarshúsi, Eyrarbakka, lézt að sjúkrahúsinu Selíossi 25. desember. — Jarðarförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13,30. Þuríður Björnsdóttir VOborg Sæmundsdóttir Guðrún Sæmundsdóttir ALÞÝÐUBLAGIÐ - 29. des. 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.