Brautin - 01.04.1962, Qupperneq 3

Brautin - 01.04.1962, Qupperneq 3
„Promille"-ákvæðin Það dregur ekki úr drykkjuakstr- inum. Fimm ökumenn teknir við stýrið undir áhrifum áfengis eina vikuna. Tiu þá næstu. Það sýnir al- veg örugglega, að hér sé ekki um af- brot að ræða, sem menn óttist svo mjög að drýgja. Færast ökubytturnar í aukana, vex drykkjuskapurinn meira en svarar aukningu ökumanna. Ég veit þetta ekki, enda ekki kannske aðal- atriðið hér. Þó að ökubyttum fjölgi kannske ekki hlutfallslega, fjölgar þeim þó, sem þetta afbrot drýgja, þar eð fjöldi ökumanna fer hrað- vaxandi. Og því fleiri bílar í um- ferð, því hættulegri er drykkjuakst- urinn eins og gefur að skilja. Hitt er aðalatriðið, að afbrot þetta skuli vera það léttvægt í augum öku- manna, að heilir hópar séu staðnir að því á einum eða tveim dögum. Og eitt er líka víst: drykkjuakstur- inn er of mikill á meðan hann yfir- leitt hendir nokkurn mann. Það er sýnilegt, að hér verður að taka ákveðnar á hlutunum framveg- is en verið hefur til þess. Skilorðs- bundinn dómur má ekki eiga sér stað. Það verður að beita stórsekt- um, jafnvel ofan á varðhaldsdóm. Tímabil ökuleyfissviftingar verður að lengja. Mönnum verður að skilj- ast, að á þá, sem þetta afbrot drýgja, sé litið sem óbreytta afbrota- menn og annað ekki, því annað eru þeir ekki. Það er engin ástæða til að taka á þessum mönnum með siiki- hönzkunum og ökumönnum verður að vera ljóst, að það sé ekki gert. Að auki verður að stórauka opin- beran áróður gegn þessu afbroti þar til fólki skilst, hvað við liggur að aka undir áhrifum áfengis. Blöðin hafa hér til farið með þetta afbrot sem hálfgerð feimnismál og það er ekki von á góðu á meðan svo er. Fólki hefur ekki verið gert ljóst hvernig áfengið verkar á hæfni öku- manns og lítið um áhrif þess yfir- leitt. Menn eru almennt ófróðir á þessu sviði. Það þyrfti að gefa út smábækling um þessi atriði, og sem menn væru skildir að kynna sér und- ir ökupróf. Hér er verkefni fyrir Bindindisfélag ökumanna. Að auki er nauðsynlegt að taka það til endurskoðunar, hvort ekki er þörf á að lækka ,,promille“-ákvæðin og fella burt efri mörkin. Við eigum ekki að vera að dragast með þau frekar en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þau eiga ekki rétt á sér frekar en hjá þeim þjóðum sem bezt hafa rann- sakað þessi mál. Nýjustu vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að 0,5 mörkin eru of há í mörgum tilfellum, ekki sízt er tekið er tillit til „öryggismarka“ við blóð- prufuna, 0,15-0,20 promille. Það er BRAUTIN 3

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.