Brautin - 01.04.1962, Qupperneq 5

Brautin - 01.04.1962, Qupperneq 5
c ~\ FÉLAGSMÁL V______________________________) Húsnæði aðalskrifstofu Mikil breyting er nú enn að verða á hús- næðismálum félagsins. Eins og kunnugt er, fékk BFÖ allgóða aðstöðu til starfa í hús- næði Ábyrgðar hf. að Laugavegi 133 strax og það félag opnaði skrifstofur sínar. Enda þótt þetta væri stórkostleg breyting til bóta frá því, sem áður var, var þó sýnt, að fyrir- komulag þetta gat aðcins staðist til bráða- byrgða. Athafnapláss ckki til frambúðar og skrifstofa BFÖ einnig nýtt af tryggingafé- laginu. Nú hefur Ábyrgð tckið á leigu alla 2. hæð húss þess, sem hún til þessa hefur leigt í á 3. hæð. Vcrður því mikil aukning á at- hafnaplássi. Bindindisfélag ökumanna fær nú stórt forstofuherbergi alveg fyrir sig með mjög hagstæðum kjörum. Er herbergi þetta svo rúmgott, að ekki verður annað séð en að það muni duga BFÖ í náinni framtíð. Geymslupláss ágætt, hægt að halda þar allstóra fundi, sýna kvikmyndir nokkrum hóp manna ef vill og fleira. Að auki er flutningur beggja félaganna af 3. hæð á 2. hæð út af fyrir sig mikil cndurbót. Húsnæðismál BFÖ hafa undanfarin ár verið hálfgerð hrakningasaga. Eru nú horf- ur á, að henni sé að ljúka og félagið að komast í góða höfn að þessu leyti. Með því er mikið fengið, því góð vinnuskilyrði skapa léttari vinnu, aukinn áhuga, meiri afköst. Okkur mun heldur ekki af veita nú, því að ýmislegt er að hlaupa af stokkunum hjá okkur sem krefst mikillar fyrirhafnar og bættrar aðstöðu á ýmsum sviðum. Þrátt fyr- ir nokkur áföll, sem félagið hefur fengið, einkum vegna þcss, að sum sæti voru ekki nógu vel skipuð, er skútan enn ofansjávar og siglir nú hraðbyri. En við höfum ekki alltaf verið í sléttum sjó og verðum það sjálfsagt heldur ekki framvegis. Það er líka hlutur, sem við hvorki kærum okkur um né höfum búizt við. Góð áhöfn bjargar öllu. Staðsctning skrifstofunnar í bænum er ákjósanleg. Vegaþjónusta Sambandsstjórn Bindindisfélags ökumanna hefur undanfarið haft til athugunar mögu- leika á að hefja vcgaþjónustu í líkingu við það, sem verið hefur hjá FIB undanfarin ár. Er nú svo komið, að ákveðið hefur verið að hefja starf þetta á sumri komandi. Er gcrt ráð fyrir, að þrír viðgerðarbílar gcti verið á vegum úti allt að 14 dögum yfir sumarið. Vcrði þeir greinilega merktir, með skilti á toppi, þannig: Vcgaþjónusta BFÖ. Stjórn Ábyrgðar hf. hefur boðizt til að leggja fram all myndarlegan styrk til starfseminnar. Er þctta tryggingafélaginu til mikils sóma og spursmál, hvort þcssi starfsemi hefði getað hafizt svo fljótt án þessarar hjálpar. í starfsemi BFÖ er þctta nýjung og hún mcrk. Enda þótt annað félag hafi unnið á- gætt starf á þcssu sviði undanfarið, má efa- laust við bæta og auka í þessa þjónustir áður en hún nær fullum tilgangi. Og það gerir hún raunar heldur ekki mjð þessu. Hér er aðeins um viðbót að ræða við þaðr sem áður hefur verið. í sambandi við þetta mál þarf scnn að> fara að tryggja sér bíla og viðgerðamenn. Eru félagar, sem til greina geta komið, og myndu vilja vinna fyrir okkur í sumar, bcðnir að gefa sig fram við aðalskrifstofuna hið fyrsta. Síminn cr 17947. Einhverjir munu sjálfsagt spyrja scm svo, hvort ekki væri hcppilegt að BFÖ hefði nokkra samvinnu við FIB um þcssi mál - og víst má ímynda sér að svo gæti orðið. Félögin bæði vinna að umferðarmálum. BFÖ er byggt upp, svo sem er mcð bræðra- BRAUTIN 5

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.