Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 2

Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 2
irlit o. fl., myndi stórlega breyta á- standinu til hins betra. Góðir vegir miða í fyrsta lagi að því að umferðin verði öruggari og að hún gangi fljótar fyrir sér. Þar sem nú bílarnir eru þegar orðnir að- al samgöngutæki okkar á landi og eru sennilega líka orðnir, eða að verða aðal flutningatækin innan- lands, er auðsýnilegt hve geysi mik- ilvægt þetta atriði er bæði fyrir at- vinnulífið í heild og einstaklingana. I öðru lagi finnst manni það eigin- lega neðan við allar hellur, að eyðileggja verðmæti fyrir tugi millj.- óna króna árlega á illfærum vegum í stað þess að nota fé þetta til að gera góða vegi og spara þannig verðmæt- in. f þriðja lagi er tómt mál að tala um ísland sem ferðamannaland á meðan aðalþjóðbrautir þess eru í sínu núverandi ástandi. f fjórða lagi er nú svo komið, að sennilega nær önn- ur hver fjölskylda á okkar kalda landi á bíl til jafnaðar. Það er ekki lítils virði, að allur þessi fjöldi fólks geti notið sumarleyfa sinna og bíla við þolanlegar aðstæður í stað þess, eins og nú er, að koma heim úr skemmtiferðalaginu laminn og lerk- aður, sjáandi eftir öllu saman. Marg- ai fleiri ástæður mætti telja, en hér skal látið staðar numið. Við lifum á bílaöld. Það er ekki seinna vænna að íslenzkir ráðamenn geri sér grein fyrir því. Þessvegna, herrar mínir: út með milljónirnar til veganna - miklu fleiri milljónir en til þessa. Fyrst aðalvegina og svo nokkra nauðsynlega ferðamanna- vegi. Munið: við lifum á bílaöld, því verður ekki breytt. Við höfum ekki efni á því að eyðileggja góðan bíl á einu til tveim árum og flytja svo bara nýjan inn. Það er krafa okkar bíleigenda, að tekjur þær, sem hið opinbera hefur af bílum, renni til þeirra framkvæmda, sem geri það ekki lengur að glæfrafyrirtæki að eiga bíl á íslandi. Brott með hinar úreltu vegalagnir og fjárveitingar. Hvernig væri að ríkisstjórnin tæki einusinni myndarlegt lán til veganna, tæki bílatollana út fyrirfram, svo að hægt yrði að gera myndarlegt átak á stuttum tíma. Og svo er hér ein uppástunga cnn: hvernig væri að gera ökumönnum að greiða sérstakt gjald fyrir að fara yfir stórbrýrnar, svo sem víða er gert utanlands, og r.ota svo þennan brúartoll til þess að byggja fyrir nýjar brýr. Ég vil sízt vinna á móti hagsmunum bíleigenda en ég er sannfærður um að þeir kysu heldur fleiri og betri brýr þótt þeir þyrftu að greiða nokkrar krónur til þess að komast yfir. Þetta hefur ekki valdið óánægju annarsstaðar. Hér ytði að vtsu um nýjan skatt að ræða, en það væri góður skattur, betri en sumir þeir, sem íslenzka þjóðin styn- ur nú undir. Ásbjörn Stefánsson. 2 BRAUTIN

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.