Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 4
irnir drukku, þeim mun mjórra hlið töldu þeir sig koma bílnum gegnum. 2. Því meira wisky, sem þeir neyttu, þeim mun breiðara hlið þurftu þeir, til þess að komast um án þess að fella stöplana. Sem sagt hæfnin minnkaði því meira, sem þeir drukku. 3. Fífldirfskan jókst, færnin þverr- aði því meira sem þeir neyttu af víni. Þessi úrskurður vísindalegrar rannsóknar hefur vakið mikla at- hygli í Bretlandi og víðar. Og sann- arlega er þarna um að ræða þýðing- armikinn grundvöll þeirrar baráttu, sem nú verður að hefja hér á landi gegn aukinni áfengisnautn við akst- ur. En slíkt ástand ökumanns er nú að verða ein stærsta orsök á- rekstra og stórslysa í umferð, með öllu því tjóni, hörmum og örkumlun, sem af því leiðir. Og fátt er hrylli- legra en brjálaðir menn á vélknúnu farartæki á fjölförnum brautum. Tökum höndum saman gegn slíkum hættum. Burt með áfengisnautn öku- manna. Árelíus Níelsson Ábyr/’ðarmaður: Sigurgeir Albertsson Ritnefnd: Framkvœmdaráð BFÖ Afgreiðsla ritsms er á Laugavegi /33 Sími 1-79-47 PRENTSMIOJAN HOLAR HF Varúð á vegum úti Vaxandi bifreiðaeign landsmanna veldur eðlilega aukinni umferð á þjóðvegum okk- ar. Tclja má því, að nú í sumar verði meiri umferð eftir vegum landsins en nokkru sinni fyrr, og þá jafnframt aukin slysahætta, nema til komi vaxandi ökumenning. Allir þeir, er eitthvað. þekkja til umferð- ar hér á landi vita, að ökumaður skal jafn- an halda ökutæki sínu á vinstri vegarhelm- ing. Hins vegar verður hverjum þeim, sem um þjóðvegi landsins fara, það Ijóst, að öku- tækjunum er stýrt eftir miðjum veginum, og að við slíkan stöðugan akstur á miðjum vegi myndast akrein, er flestir þræða. Milli hjól- fara bifreiðanna myndast malarhryggur, og sitt hvoru megin við akreinina er lausa- möl, sem illt er að aka í, þótt breidd vegar- ins leyfði það, en nauðsynlegt er þó að aka út á, þegar bifreiðar mætast, ef forða á á- rekstri. Sú venja í akstri, er leiðir til þess, að ak- rein myndast eftir miðjum þjóðveginum, býður heim aukinni hættu í umferðinni, og þurfa því ökumenn að sýna aukna gætni, ef hin sívaxandi umferð á vegunum á ekki að valda stórtjóni á fólki og umferðartækjum. Einkum liggur mikil hætta í akstri eftir bugðóttum vegi og á blindum hæðum, ef slakað er á allri aðgæzlu. Margir ökumenn eiga það sameiginlegt að halda ökutækjum sínum um of til hægri í beygjum og á blindum hæðum. Þá er það hættan, sem fyigir því, er tvær eða fleiri bifreiðar mætast, og þá ekki sízt, ef langferðarbifreið á í hlut, sem stýrt er af ökumanni, er telur sig ekki þurfa að taka tillit til annarra ökumanna. En því miður er of mikið um slíkt. 4 BRAUTIN

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.