Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 3
Áfengið og þrönga hliðið Það sem mestu varðar er ekki ein- ungis, hvernig þú ekur, heldur einn- ig, hvernig þú telur þig aka. Það er til fólk, sem er sannfært um, að það sé snjallara við akstur, eftir að hafa fengið sér í staupinu, og enn fleiri, sem segjast aka með miklu meiri varkárni, ef það hefur neytt áfengis. Við sálfræðideild háskólans í Manchester á Englandi hefur farið fram rannsókn vísindalega á því, hvernig áfengisneyzla verkar á öku- hæfni ökumanna og sömuleiðis, hvernig áfengið verkar á þeirra eig- in dómgreind viðvíkjandi ökuhæfni sinni. Þetta viðfangsefni er býsna at- hyglisvert, af því að oft heyrast þær fullyrðingar, að menn, sem neytt hafi áfengis, geri sér far um að sýna miklu meiri varkárni í akstri en ella mundi. Hvernig var þessari rannsókn hagað? Fyrst voru valdir bifreiðastjórar, sem áttu langan reynslutíma að baki, og þekktir að mikilli ökuhæfni og leikni. Áfengisvenjur þessara manna voru á ýmsu stigi, allt frá algjöru bindindi og til þess að drekka 17 lítra af öli á viku. Vín- nautn þekkist tæplega þar meðal manna í ökustarfi. Vagnstjórunum var síðan skipt í þrjá flokka. Fyrsti hópurinn fékk ekkert áfengi, annar 6 cl. af wisky, sá þriðji 17 cl. af wisky. Stundarfjórðungi eftir áfengis- neyzluna hófst prófið, sem var í því fólgið að aka strætisvagni gegnum þröngan gang, sem var takmarkað- ur með lausum stólpum. Ökumenn- irnir fengu að ráðgast um, hvaða hliðbreidd þeir treystu sér til að aka bílunum í gegnum, án þess að koma við stólpana. Með þessu var unnt, að kanna dómgreind bílstjóranna um sína eigin ökuleikni. 1 öðrum þætti prófsins var ökumanni leyft að á- kveða, hvaða hliðbreidd hann væri reiðubúinn að reyna vfð. Hæfni hans til að aka um ýmsar hliðbreiddir var síðan prófuð. Vagninn, sem notaður var í þessu prófi var 2.44 m. að breidd. Af þeim, sem ekki höfðu neytt áfengis reyndu 68% að komast í gegnum hlið, sem var mjórra en bílbreiddin. Af þeim, sem neytt höfðu minni skammtsins, reyndu hins vegar 75% hinna prófuðu, og af þeim sem neytt höfðu stærri skammtsins gerðu 80% tilraun til að aka gegnum alltof mjótt hlið. Því meira wisky, þeim mun breiðara hlið Tilraunirnar sönnuðu: 1. Því meira vín, sem ökumenn- BRAUTIN 3

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.