Brautin - 01.06.1962, Blaðsíða 7
Bílakvöld
BFÖ og Volkswagenumboðið héldu vel
heppnað bílakvöld seint á s. 1. hausti. Er nú
ákveðið að Volvoumboðið og BFÖ haldi
nýtt bílakvöld, en fyrirkomulag ekki að
öllu leyti ákveðið enn, er þetta er ritað. Er
hér með skorað á félaga að fjölmenna á
kvöldið.
Skemmtiferð með Víðinesmenn
í fyrra sumar fór BFÖ skemmtifeið með
dvalargesti í Víðinesi. Mátti sú ferð heita
hin ánægjulegasta, enda þótt veður væri
ekki svo gott sem æskilegt hefði verið. f
ráði er að fara aðra slíka ferð með hælis-
mcnn í sumar, en enn ekki ákveðið um til-
högun eða hvert farið verði.
Samvinna við FIB
Horfur eru nú á, að samvinna muni tak-
ast í milli BFÖ og FÍB á ýmsum sviðum,
m. a. sennilega um vegaþjónustu. Hafa
framkvæmdastjórar félaganna þegar ræðst
nokkuð við.
Kvikmyndir
BFÖ hefur undanfarið haft ráð á nokkr-
um kvikmyndum. Myndirnar „Ansvat" og
,,Promillen“ voru sendar Ábyrgð h.f. að
gjöf frá Ansvar í Svíþjóð. Að auki bárust
svo 5 myndir að láni um stuttan tíma frá
MHF. „Ansvar" og „Promillen" voru lán-
aðar til ísafjarðar og ráðstafað þaðan til
Sauðárkróks .Af lánsmyndunum hefur ein,
„En herre med tur“ verið sýnd nokkuð hér í
höfuðstaðnum en tvær lánaðar vestur á
Snæfellsnes (Ólafsvík og Stykkishólm).
Forstjóri Ábyrgðar h.f., hr. Bengt Nils-
son fór til meginlandsins þ. 26. apríl s. 1.
Liggur leið hans m. a. til Stokkhólms og er
ætlun hans að koma aftur með kvikmyndir
til sýningar á umferðar- og bindindismála-
sýningunni. Hann er væntanlegur til lands-
ins snemma t júní.
Innheimta íélagsgjalda
í Reykjavíkurdeild
f fyrsta tbl. Brautarinnar var áskorun til
deildarfélaga um að greiða ársgjöld sín á
aðalskrifstofu félagsins að Laugavegi 133
(opin milli 5 og 7 e. h.). Hefur þetta straks
borið vcrulegan árangur. Eru góðar horfur
á því, að félögum ætli að skiljast, að fyrir-
höfnin við það að koma á skrifstofuna er
ekki teljandi, og að þetta sé jafnvel þægi-
legra fyrir þá en að lála vera að elta sig með
greiðsluna út um bæ. Bara það, út af fyrir
sig, að koma á skrifstofuna, getur miðað að
betra og meira lifandi félagslífi í framtíð-
inni.
Þið, sem eigið eftir að koma (og það er
nú auðvitað enn meiri hlutinn), látið sjá að
þið teljið ekki eftir þessi fáu spor fyrir fé-
lagið ykkar. Komið á skrifstofuna og greið-
ið ársgjaldið.
Verðlaun fyrir félagaöflun
Sambandsstjórn BFÖ hcfur nú ákvcðið
að veita mjög snotur verðlaun hverjum þeim
félaga, sem hér eftir kemur með tvo nýja
félaga eða fleiri og ársgjald þeirra uin leið.
Verðlaunin eru falleg teskeið með áletrun
fyrir hverja tvo félaga allt að sex. Hver
félagi þar framyfir gildir eina teskeið.
Heiðruðu félagar: Reynið að plokka af
okkur sem flestar teskeiðarnar.
VOLKSWAGEN
er fimm manna bíll
Heildverzlunin Hekla
Hverfisgötu 103
Sírni 11275
BRAUTIN
7