BFÖ-blaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 1
Félagsrit Bindindisfélags Ökumanna VIÐTAL VID ÓLA H. ÞÓRÐARSON FRAMKVÆMDASTJÓRA UMFERÐARRÁÐS Um mitt sl. ár tók nýr framkvæmda- stjóri við starfi hjá Umferðarráði. Okkur datt í hug að taka hann tali og forvitnast eilítið um starfsemi ráðsins og hvað þar er efst á baugi um þessar mundir. En fyrst, óli, hvernig kanntu við þig í þessu starfi? "Nú, að þessum fyrstu kynnum mínum af starfinu verð ég að segja að ég kann að mörgu leyti ágætlega við mig. Hér er við margvísleg verkefni að fást og svo sannarlega nóg að gera. Stundum svo margt að mér finnst ég ekkert gera af viti." Geturðu skýrt frá, í stuttu máli, hvert verksvið Umferðarráðs er? "Já, það er auðvelt og þarf ekki annað en vitna beint í 84. grein umferðarlaganna til að fá það svart á hvítu. ÞÚ gætir nú hreinlega birt þá grein orðrétta, til að ekkert fari milli mála, en þar stendur að hlutverk Umferðarráðs sé: 1. Að beita sér fyrir því, að haldið sé uppi umferðarfræðslu í landinu. 2. Að vera fræðsluyfirvöldum, umferðar- nefndum sveitarfélaga og samtökum, er vinna að bættri umferðarmenn- ingu til hjálpar og ráðuneytis, eftir því sem óskað er og aðstæður leyfa. 3. Að standa fyrir útgáfu fræðslurita og bæklinga um umferðarmál og hafa milligöngu um útvegun kennslutækja og annarra gagna til nota við fræðslustarfsemi. 4. Að hafa milligöngu um xamferðar- fræðslu í RÍkisútvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) og öðrum fjölmiðlunar- tækjum. 5. Að beita sér fyrir bættum umferðar- háttum. 6. Að sjá um, að á hverjum tíma sé til vitneskja um fjölda, tegund og or- sakir umferðarslysa í landinu. Umferðarráði ber að hafa samvinnu við fræðsluyfirvöld, lögregluyfirvöld, umferðaryfirvöld sveitarfélaga, Slysa- varnafélag íslands, samtök bifreiðaeig- enda og bifreiðastjóra, vátrygginga- félög, svo og önnur félög og stofnanir, sem fjalla um umferðarmál í landinu og láta sig umferðaröryggi skipta. NÚ, inni í þessum stóra verksviðsramma hringlum við svo hér örfáar hræður og reynum að gera eftir bestu getu það, sem í okkar valdi stendur til að láta eitthvað sæmilegt af okkur leiða, en hér er nú einum starfsmanni færra, en verið hefur, upplýsingafulltrúi er nú ekki til staðar." NÚ hafið þið útnefnt "ökumann ársins 1978", hvað vilt þú segja um þann þátt í starfi ykkar? "Þetta meginatriði, sem lögð var áhersla á í keppninni, mikilvægi gagnkvæmrar tillitssemi í umferðinni, held ég að hafi að mörgu leyti skilað sér. Ég var satta að segja búinn að ganga með hug- mynd áþekka þessari í mörg ár og þar af leiðandi löngu áður en ég hóf þetta starf hér.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.