BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Qupperneq 2
ÖKULEIKNI 1979~Úrslitakeppni í Englandi
ÁRNI ÓL! FRIÐRIKSSON, sigurvegari á Islandi, varð í ööru sœti!
Þeir Árni óli Friðriksson, sem
hafði orðið í fyrsta sæti og Guð-
mundur Salómonsson, sem hafði
orðið í öðru sæti hér heima, unnu
sér rétt til að keppa við jafnaldra
sína frá Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi. Keppnin fór fram á vegum
Vauxhall bílaverksmiðjanna í Luton
i Englandi.
Flogið var til London seinni part
laugardags 10. nóvember. Þann dag
var ekki annað gert en að finna
hótelið og fá þar inni. Þennan sama
dag komu Svíarnir sem voru á sama
hóteli og við og Finnarnir sem voru
annars staðar. Norðmennirnir komu
svo daginn eftir.
Sunnudagur 11. Þann dag var frí og
og var hann notaður til að líta
aðeins á mannlífið í næsta nágrenni
m.a. götumarkað og ræðimenn á Spikers
Corner sem var skammt frá hótelinu.
Mánudaginn kl. 9 var kynning á dagskrá
vikunnar og þátttakendum. Þar á eftir
var farið í rútuferð með fararstjóra um
London og endað við vaxmyndasafn Madame
Tusseauds, sem var skoðað. Að því loknu
var frí.
Þriðjudagur 13. Allir voru komnir í an-
dyri hótelsins kl. 8.30 því farið skyldi
að skoða Woborn Animal Kingdom sem er
dýragarður þar sem dýrin eru laus en
gesturinn í búri (bíl) sem ekið er um
garðinn. Ekki kom rútan þó fyrr en kl.
9.30 vegna mismunar í dagskrá, tíminn
var því notaður til að skoða mjög öflug-
an lögregluvörð sem var um hótelið því
einn af foringjum deiluaðila i Rodesiu
var þar.
Þegar rútan kom, var ekið í dýragarðinn
sem er norður af London. Þar á eftir
var farið til Luton þar sem Vauxhall
verksmiðjurnar eru, þar borðuðum við
hádegismat í boði GM. Að því loknu
skoðuðum við bílaverksmiðjuna og sáum
bíla á öllum stigum framleiðslunnar.
Einnig voru okkur sýndir gamlir bílar
í eigu Vauxhall. Um kvöldið var svo
farið í boði Vauxhall á stað sem heitir
"The Talk óf the Town". Þar var fram-
reiddur matur og á sviði var skrautleg
kabarettsýning. Seinna um kvöldið komu
síðan fram hjón og sungu. Voru við-
staddir mjög ánægðir með það sem fram
fór þó sérstaklega sönginn.
BROSHÝR ‘5ILF~L)fíV£.RÐLAUMF\UAFI
Miðvikudagur, nú var runnin upp sá dagur
sem flestir ef ekki allir höfðu beðið
eftir. Það er dagurinn sem skyldi keppt.
Við fórum með sömu rútu og daginn áður,
var nú ferðinni heitið til Millbrook þar
sem GM er með tilraunabraut fyrir bíla.
Fyrst var ekið um svæðið og það skoðað
og síðan endað þar sem keppnin skyldi
vera. Var straks hafist handa við undir-
búning keppenda en keppnisbrautir sem
voru tvær voru tilbúnar. Eftir mat sem
étinn var á staðnum hófst keppnin, sem er
í þvi fólgin að fara ákveðna braut á sem
skemmstum tíma og gera sem fæstar villur.
Veður á keppnisstað var súld og fremur
kalt, þannig að brautin var nokkuð hál.
Eftir fyrstu umferðina hafði Mats Ivars-
son frá Svíþjóð sem var fyrstur 398 stig
en Árni Óli 399 stig og Stig Aa frá
Noregi 452 stig. Var því ljóst að hart
yrði barist um fyrstu sætin ef ekkert
óvænt gerðist. Árni var fyrstur í seinni
umferð og eftir að stigin hans höfðu ver-
ið reiknuð út sást að hann hafði bætt sig
Jókst nú spennan og biðu allir spenntir
eftir að Mats færi brautina. Þegar að
því kom fylgdust allir spenntir með.
Honum virtist ganga allt í mót og var
auðséð að hann myndi fá mun lakari tíma.
Töldu nú margir að Árni væri búinn að
sigra. Um leið og Mats var í brautinni
hafði Stig verið á hinni brautinni og
náði hann það góðum árangri að það nægði
honum til sigurs og urðu endanleg stig
þannig: Stig Aa frá Noregi 758 no 1,
no 2 Árni Óli Friðriksson, íslandi 733
stig, Leif Hagelstam, Finnlandi no 3