BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Qupperneq 4
TfRÁ S-KRlF«rOFOMAU - FRAimHAiIdT
i iii 1-1. ■»
NÚ er ungmennadeild FBÖ að fara af stað
eins og fyrr er greint. Mörg og stór
verkefni bíða hinnar nýju ungmennadeild-
ar. Má þar nefna vélhjólakeppnir, mögu-
leika á að fá inni með efni í Barnablað-
inu Æskunni og að koma upp æfingasvæði
fyrir vélhjól þar sem aðstaða geti verið
fyrir unglinga með hjól sin og e.t.v.
fræðslumiðstöð. Þetta er stórt og mikið
verkefni og verður unnið að því á næst-
unni að fá hjá yfirvöldum svæði, þar sem
hægt er að koma þessari aðstöðu upp.
E.G.
ÁRSÞING BFÖ.
Hinn 10. nóvember s.l. var 11. sambands-
þing BFÖ haldið að Hótel Esju. Voru þar
mættir fulltrúar flestra deilda félagsins
stjórn, ásamt öðrum félögum sem boðaðir
höfðu verið sérstaklega á þingið.
Fyrrverandi forseti félagsins Sveinn H.
Skúlason setti þingið og flutti skýrslu
sína fyrir síðasta kjörtímabil. Kynntir
voru reikningar félagsins og tvær laga-
breytingar voru bornar fram. Önnur varð-
andi boðun til sambandsþings og hin varð-
andi nýja deild innan BFÖ, ungmennadeild-
ina. Voru báðar tillögurnar samþykktar
samhljóða. Á þinginu var vmgmennadeild-
in formlega stofnuð og gengið frá lögum
fyrir hana. Allsherjarnefnd bar fram
7 þingsályktunartillögur og voru þær
allar saraþykktar og hafa þær verið send-
ar til viðkomandi aðila. Ennfremur var
áttunda þingsályktunartillagan borin
fram og. var hún einnig samþykkt sam-
hljóða. Var hún borin fram af félags-
mönnum BFÖ. Kosning nýrrar stjórnar
fór fram og eru eftirtaldir aðilar nú
í stjórn:
Gunnar Þorláksson,forseti,
Haukur ísfeld,
Kristinn Breiðfjörð,
Sigurður R. JÓnmundsson,
Björn Kristjánsson,
Hákon H. Kristjónsson,
Jóhann E. Björnsson,
Jóhann Ö. Bogason og
Leifur Halldórsson.
Varastjórn:
Reynir Sveinsson,
Sveinn H. Skúlason,
Vigfús Hjartarson.
Einnig var kosin stjórn nýrrar ungmenna-
deildar:
Jóhann Halldórsson, formaður,
Gestur Pétursson og
Steinar B. Sigvaldason.
Félagsgjöld fyrir næsta ár voru ákveðin
á þinginu og munu þau verða 4.000.- kr.
Að lokum var gerð stutt grein fyrir undir-
búningsstörfum BFÖ-UD og fyrsta verkefni
ungmennadeildarinnar, en það er hækkun
aldurstakmarks léttra bifhjóla úr 15 og
í 16 ár og samræming laga og reglna fyrir
tveggja hjóla farartæki á Norðurlöndum.
Að lokum sagði hinn nýkjörni forseti þing-
fundi slitið.
E.G.
NÝR F RAMKVÆMNDARS TJÓRI BFÖ
í lok síðasta árs sagði Sigurður RÚnar
Jónmundsson starfi sínu lausu sem fram-
kv.stjóri BFÖ og Einar Guðmundsson, kenn-
ari, ráðinn í hans stað.
Um leið og við bjóðum Einar velkominn til
starfs vill ritnefndin þakka Sigurði fyrir
sérstaklega ánægjulegt samstarf.
Ritnefnd
GRANDAGARÐI 9 - PÓSTHÓLF 3 - 121, REYKJAVÍK
BFÖ BLAÐIÐ
FÉLAGSRIT BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA
Ritnefnd:
Sveinn H. Skúlason, ábyrgðarmaður
Jóhann E. Björnsson
Reynir Sveinsson
Skrifstofa félagsins er að Lágmúla 5,
105 Reykjavík, sími 8 35 33