BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Qupperneq 2

BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Qupperneq 2
2. Að hafin verði skipulögðfræðsla í ríkisfjölmiðlum og blöðum um akstur um gatnamót þar sem gul Ijós blikka. 3. Áð komið verði upp aðvörunarmerkjum, skiltum eða Ijósum við þau gatnamót, sem gul Ijós blikka, er hvetji enn til aðgæslu. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ haldinn 30. apríl 1981, hvetur Alþingi til að lögleiða á þessu yfirstandandi þingi, notkun bílbelta. Kostir bílbelta sem slysavörn, er ódýrasta og nærtæk- asta aðgerðin til varnar slysum á fólki. Nægir að minna á skýrslu landlæknis um þessi mál. Hefur lögleiðing bílbelta verið eitt aðalbaráttumál félagsins um árabil. Þá komu einnig fram vaxandi áhyggjur varðandi hin tíðu slys hjólreiðamanna í umferðinni, sem eru samfara stórauknum innflutningi reiðhjóla. Skorar Reykjavíkur- deildiná alla vegfarendur aðsýna mikla tillitsemi íþessu sambandi. Eftir kaffi var sýnd kvikmyndin ,,Ný borg á gömlum grunni/' var hún um Reykjavík eftir Gísla Gestsson. Stjórn deildarinnar skipa eftirtaIdir: Stefán Jónatansson, formaður Reynir Sveinsson Kristinn B. Eiríksson Andrés Bjarnason Jóhann Jónsson Varamenn: Elsa Haraldsdóttir Brynjar Valdimarsson Þá var einnig kosið í eftirtaldar nefndir: Fjölmiðlanefnd: Gunnar Þorláksson Reynir Sveinsson Guðjón Einarsson Góðakstursnefnd: Haukur ísfeld Stefán Jónatansson Brynjar Valdimarsson Ferðanefnd: Jóhann Jónsson Sigurjón H. Kristjánsson Haukur ísfeld Fjáröflunarnefnd: Kristinn Breiðfjörð Elsa Haraldsdóttir Sigurður Sigurðsson Fræðslunefnd: Andrés Bjarnason Einar Guðmundsson Sigurður R. Jónmundsson „Aktu algáður" Nýlega kom út bæklingur um ýmsar staðreyndir er varða ölvun við akstur. Bæklingur þessi er gefinn út af Samtökum áhugafólks um áfengismálið - SÁÁ, Bindindisfélagi ökumanna og Junior Chamber á Akureyri. i bæklingnum er eins og áður sagði fjallað um ýmsar staðreyndir varðandi ölvun við akstur og þar kemur m.a. fram, að á árinu 1979 voru 2.600 ökumenn teknir vegna meintrar ölvunar við akstur hér á landi. Tekin eru fyrir áhrif áfengis á líkamann, hvernig hinn ölvaði er hættulegur í umferðinni og ýmsar hinar óþægilegu afleiðingar ölvunaraksturs. Bæklingur þessi er gott framlag í þá umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu um áfengisneyslu og þær afleiðingar, sem hún hefur í för með sér fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. BFÖ félagar geta fengið bæklinginn endurgjalds- laust á skrifstofu BFÖ, Lágmúla 5, Rvík. ■ Fréttatilkynning í sumar mun Bindindisfélag ökumanna í samvinnu við dagblaðið Vísi standa fyrir keppnum í ökuleikni og vélhjólakeppni, eins og síðastliðið sumar. Keppnir þessar byggja á umferðarspurning- um og léttum umferðarþrautum, sem keppend- ur leysa af hendi og skiptir mestu öryggi og hæfni keppenda. Keppt verður í ökuleikni á 24 stöðum um landið og var fyrsta keppnin haldin við Laugar- nesskólann í Reykjavík 15. júní s.l. í haust verður síðan úrslitakeppni og keppa þar til úrslita sigurvegarar undankeppnanna um ferð til Þýskalands í nóvember n.k. Þá ferð fá tveir bestu keppendur og verða þeir fulltrúar (slands í Norrænni ökuleikni sem fara mun fram í Opel verksmiðjunum í Þýskalandi. Þess skal getið að íslendingar urðu Norðurlandameistarar í ökuleikni í fyrra. Vélhjólakeppnirnar, sem fara munu fram á 13 stöðum í sumar, eru byggðar upp á svipaðan hátt og Ökuleiknin. Þær eru haldnar í samvinnu við Umferðarráð og Æskulýðsráð ríkisins. Fyrsta keppnin var haldin við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1 3. júní s.l. Úrslitakeppnin mun fara fram í haust og verða tveir bestu keppendur hennar sendir í alþjóðlega vélhjólakeppni, sem fara mun fram í Hollandi næsta vor. Allir þeir sem hafa ökuréttindu og skoðunar- hæfana bíl, geta tekið þátt í Ökuleikniskeppn- unum og sömuleiðis er einungis krafist ökurétt- inda og skoðunarhæfra vélhjóla í Vélhjóla- keppninni.

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.