BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 3
Hvaða bílategundir seljast best í Svíþjóð? [ blaði MHF (sænska BFÖ) eru reglulega birtar upplýsingar um sölu nýrra einkabíla. Eftirfarandi grein og meðfylgjandi listi birtist er .greint var frá söíunni í mars 1981. Það er áhugavekjandi að bera söluna á sænska markaðnum við söluna hér heima, en eftirfarandi kom. m.a. fram í greininni („Motorföraren". í marsmánuði 1981 voru seldir 17.448 bílar en ísama mánuði 1980 voru seldir 19.389 bílar. Fyrsta ársfjórðung í ár varð salan 46.441 bíll á móti 51.217 í fyrra. Þrjár nýjar gerðir bíla hafa staðiðsig mjög vel þaðsem af er árinu og eru meðal 10 mest seldu bíla í Svíþjóð fyrsta ársfjórðunginn. Það eru Ford Escort, VW Jetta og hinn nýji Mazda 323. Nú segja tölurnar reyndar ekki alltaf alla söguna. Salan á Volvo 240 varð t.d. 500 bílum færri í mars '81 en hún varð í mars '80. Þar er reyndar ein skýring er verður að taka með í reikninginn. í febrúar '81 varð metsala á Volvo 240og verksmiðjurnar hafa átt í erfiðleikum með að anna eftirspurn. Hjá Saab hefur salan aukist mikið ef borið er saman mars '81 og '80. Einnig er umtalsverð aukning á sölu hjá Saab ef bornir eru saman ársfjórðungarnir 1981 og 1980. Ef litið er á bíla sem seldir eru undir einu merki, þá er það Ford sem hefur haft mestan meðvind fyrsta ársfjórðunginn 1981. Þegar boriðer saman við 1980, þá er söluaukningin hjá þeim 33,6% og hlutdeildin í markaðnum 12,2%, sem er 4% aukning frá því ífyrra. Af innfluttum bílum hefur Ford forystuna fyrsta ársfjórðunginn. Yfirmaður Ford í Svíþjóð þakkar þennan árangur fyrst og fremst hinum nýja Ford Escort. Escortinn hefur verið framleiddur í 6 mánuði og hafa nú þegar selst 250.000 bílar. Þetta er met hjá Ford og 30% betri árangur en náðist er Fiestan var sett á markað. Meðal japönsku tegundanna hefur salan minnkað hjá Datsun, Hondu og Toyota. Mikil aukning er aftur á móti hjá Mazda og árangurinn hjá Mitsubishi er góður, 200 sölur í mars '81. Samtals minnkaði salan á japönsku tegundunum um 9% í mars 1981 miðað við mars 1980. Meðfylgjandi er listi yfir söluna í mars 1981 ásamt upplýsingum um heildarsölu fyrsta ársfjórðunginn 1981. Rétt er að þýða fyrirsagnirnar svo lesendur átti sig örugglega á fyrir hvað tölurnar standa. inv Ár - árið í ár Fg Ár - síðasta ár Ackumul inv. Ár - samtals í ár Andel i - hlutdeild í 25 I TOPP PEHSONBILAR SEDAN OCH KOMBI UNDER MARS 1981 Márke/modell Perioden Ackumul Andel 1 % rnv ár Fg ár Inv ár Fg ár Invár Fgár 1 Volvo 240 3 765 4 154 10 464 11 594 22,53 22,63 2 Saab 900 1 762 1 320 4 699 3 959 10,11 7,72 3 Volvo 340 932 955 2 689 2 734 5,79 5,33 4 Opel Kadett 949 '920 2 352 2 375 5,06 4.63 5 Ford E8Cort 710 109 1 934 303 4,16 0,59 6 VW Golf 706 1 039 1 762 2 987 3.79 5,83 7 Ford Fiesta 423 839 1 509 1 521 *3.24 2,96 8 Saab 99 587 693 1 363 1 714 2,93 3.34 9 Mazda 323 603 407 1 348 933 2,90 1,82 10 VW Jetta 547 1 322 2,84 11 Ford Taunus 451 418 1 194 1 260 2,57 2.46 12 Opel Rekord 1900/2000 429 543 1 130 1 475 2,43 2,87 13 Mercedes 230/240/300 410 461 1 102 1 364 2,37 2,68 14 Ford Granada 328 362 975 1 065 2,09 2,07 15 Mazda 626 255 250 762 501 1,64 0,97 16 Mitsubishi Colt 224 669 1,44 17 Datsun Cherry. 197 705 664 1 025 1.42 2,00 18 Vaz 1500 191 201 643 478 1,38 0,93 19 Honda Civic 125 306 449 606 0,96 1,18 20 Opel Ascona 161 373 440 1 116 0,94 2.17 21 Saab 600 140 262 410 262 0,88 0,51 22 Toyota Corolla 30 171 311 403 849 0,86 1.65 23 Audi 80 170 255 403 555 0,86 1.08 24 Fiat Ritmo 111 175 389 423 0,83 0,82 25 BMW 316—323 169 143 345 377 0.74 0 73 Lögmannanefnd tryggingarfélaganna Svo sem bíleigendum er kunnugt, er alloft ágreiningur á milli tryggingarfélaga annars vegar og milli bíleigenda og tryggingarfélags hins vegar um bótaskyldu í umferðarslysamálum. Vegna þessa og þar sem málarekstur fyrir dómstólum er dýr og tímafrekur, settu tryggingarfélögin á fót nefnd er í sitja lögmenn félaganna. (lögmannanefnd). Fyrsta árið úrskurðuðu tveir lögmenn annarra félaga en hlut áttu að máli, en um síðustu áramót varð sú breyting á skipan mála, að allir nefndarmenn 7 að tölu taka þátt í hverjum úrskurði og ræður meirihluti. Eru gerðar skriflegar niðurstöður, þar sem úrskurðurinn er rökstuddur, sératkvæði eru sömuleiðis skrifleg. Tryggingarfélögin hafa skulbundið sig sín á milli að hlýta niðurstöðum nefndarinnar og verður því ekki áfrýjað. Reynslan hefur sýnt að bíleigendur sætta sig við ofangreinda málsmeðferð og má að lokum geta þess, að sakaskipting er í um 7-11% umferðarslysa, en það eru þau mál sem helst fara fyrir nefndina. R.S.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.