BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Blaðsíða 5
BFO BLAÐIÐ
5
Knáir kappar í úrslitakeppni.
Ökumenn framtiðarinnar.
Árið 1979 var stofnuð ungmennadeild
innan Bindindisfélags ökumanna. Hlut-
verk hennar er að starfa með félags-
mönnum á aldrinum 12-25 ára.
Haustið 1980 voru síðan stofnaðir 3
vélhjólaklúbbar á vegum deildarinnar,
á Akureyri á vegum Akureyrardeildar
BFÖ, í Breiðholti í Reykjavík og í
Hafnarfirði á vegum Reykjavíkurdeild-
ar BFÖ.
Klúbbarnir á Akureyri og í Breiðholti
hafa ekki starfað samfellt allan tímann
en í Hafnarfirði hefur vélhjólaklúbbur-
inn verið starfræktur frá 1980 og er þetta
því þriðji veturinn.
Samvinna er við Æskulýðsráð Hafnar-
fjarðar og eru fundir haldnir vikulega á
mánudagskvöldum, ýmist félagsfundir í
æskulýðsheimilinu í Hafnarfirði eða
viðgerðakvöld í húsi, sem Æskulýðsráð
Hafnarfjarðar hefur til umráða, þar sem
piltunum er leiðbeint við viðgerðir og
umhirðu á hjólum sínum.
Á félagsfundum er blandað saman
léttu skemmtiefni, kvikmyndum og
fræðsluef^i um umferðarmál o.fl. Oft
eru þá fengnir fulltrúar Umferðarráðs,
lögreglu og Bifreiðaeftirlits á fundina
eða farið er í heimsókn til þeirra.
UNGMENNA-
DEILD BFÖ
Vélhjólaklúbburinn í Hafnarfirði,
sem hlotið hefur nafnið „Örninn" hefur
einnig til umráða malargryfjur í Hafnar-
firði til æfinga. Þar hafa verið haldnar
vélhjóla- og hjólreiðakeppnir.
Umsjónarmaður vélhjólaklúbbsins í
vetur er Grímur Vilhelmsson.
Síðast liðið sumar tók til starfa hjól-
reiðaklúbbur innan ungmennadeildar-
innar. Sá klúbbur er einnig starfræktur í
Hafnarfirði og er forstöðumaður hans
Hallur Eyfjörð. Klúbburinn hélt keppnir
í hjólakross í Hafnarfirði og Garðabæ
s.l. sumar og í vetur verða fundir
reglulega í félagsheimili þjóðkirkjunnar
í Hafnarfirði, Dvergasteini.
Gott viðhald og umhirða eru nauðsynleg.
ÖRNINN 1
Vænta má þess, að piltarnir verði með
ýmsar nýjungar og skemmtileg verkefni,
því þeir eru mjög áhugasamir og dugleg-
ir. EG
Olís hefur opnað gleesilega bensínstöð við
Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í
beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar,
Garðabæjar og Reykjavíkur.
Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín
og díesel olíu úr hraðvirkum dælum.
1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil.
Au k þess a I Isky ns bílavöru r og aðra r vöru r.
Verið velkomin í nýju
Olís stöðina í Gardabæ, —
bensínstöð í beinni aksturslínu.
toðin
Garðabæ
Sími: 5 10 10