BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Blaðsíða 26
26
BFÓ'BLÁÐIÐ
Bílgreinasambandið var stofnað 14.
nóvember 1970 með samruna tveggja
félaga, Sambands bílaverkstæða á
íslandi og Félags bifreiðainnflytjenda.
Hið fyrra var stofnað 1933 en það síðara
1954 og höfðu því bæði starfað um
langan tíma.
Aðalverkefni Sambands bílaverk-
stæða var í sambandi við kjarasamninga,
ennfremur verðlagsmál. Arið 1959 kom
til landsins á vegum sambandsins Hr.
Mayer frá Noregi til að rannsaka verk-
stæðismálin á íslandi en þau voru þá í
miklum ólestri, álitsgerð hans er enn að
miklu leyti í gildi þó margt hafi betur
farið síðan. Félag bifreiðainnflytjenda
starfaði að málum innflytjenda og vara-
hlutasala fyrst og fremst, að verðlags-
málum sem mikið-á döfinni og ýmsum
öðrum málum sem máttu fara betur hjá
bifreiðaeftirlitinu, dómsmálaráðuneyt-
inu og ýmsum fleirum. Næg voru verk-
efnin en tíminn hjá báðum félögum
takmarkaður þar sem hvorugt þeirra
hafði starfsfólki á að skipa, urðu stjórnir
félaganna að vinna verkin. Það varð því
út að stofna sameiginlegt félag og ráða
til sín starfskraft.
Flulrr-
Ríkið
V«rksm\Ö*|a
27,5%
Hvaö gerðum vV6
án biteins
tartdi sem okkat
Bill et nauðsyn
- semmuna
■ Forystumenn Bílgreinasambandsins með „uppákomu“ í Bankastrxti fyrir rúmu einu ári. Þriðji frá vinstri er framkvæmdastjóri sambandsins Jonas Þór Steinarsson.
* fffflp
Bíloreinasambandid
Vegna breytinga og nýjunga sem hafa orðið á bílum og ýmsum txkjum er
verkstæðin nota hefur Bílgreinasambandið látið fræðslu- og menntunarmál mikið til
sín taka.
■ Bílgreinasambandið heftir haldið fjórar bílasýningar.
í dag eru í Bílgreinasambandinu um
200 fyrirtæki í Reykjavík og um allt
land, bílainnflytjendur og varahluta-
salar, almennir verkstæðiseigendur, bíl-
amálninga- og réttingarverkstæði, hjól-
barðastöðvar, smurstöðvar og ryðvarn-
arstöðvar.
Bílgreinasambandið hefur í allmörg
ár verið meðlimur í Norðurlandaráði
Bílgreinarinnar, BNR, og samtökum
vinnuveitenda í bílgreininni sem halda
norræna fundi annað hvert ár. Þar eru
rædd ýmis sameiginleg málefni bílgrein-
arinnar, ekki aðeins þau sem varða
verkstæði, innflutning eða annað sem er
innbyrðismál, heldur einnig mál út á við,
eins og sambandi við viðskiptavini, betri
þjónustu og fleira þessháttar og hefur
Bílgreinasambandið mikið gagn af þess-
um norrænu samskiptum.
Félagið er jafnframt aðili að Alþjóða-
sambandi bílgreinarinnar sem heitir
I.O.M.T.R., og eru þeir fundir haldnir
víðs vegar um heiminn og sækja fulltrúar
Bílgreinasambandsins þessa fundi yfir-
leitt, þegar þeir eru haldnir í Evrópu, þó
stundum hafi verið farið á slíka fundi
alla leið til Tokyo og Jóhannesarborgar.
Fyrsti formaður Bílgreinasambands-
ins var Gunnar Ásgeirsson, en árið 1975
lét hann af störfum að eigin ósk og var
formaður Bílgreinasambandsins frá
1975-1978 Geir Þorsteinsson, en hann
gaf þá ekki kost á sér lengur, en þeir
höfðu báðir verið formenn í eldri sam-
tökunum.
Síðan hafa verið formenn þeir Ingi-
mundur Sigfússon og Þórir Jónsson.
Núverandi formaður er Þórir Jensen en
aðrir í stjórn eru: Ásgeir Gunnarsson
varaformaður, Gísli Guðmundsson
gjaldkeri, Björn Ómar Jónsson ritari,
meðstjórnendur Árni Sigursteinsson,
Jón Þorgrímsson og Lúðvíg B. Alberts-
son, í varastjórn Ari Ólafsson og Ólafur
Kristinsson.
Á aðalfundi sem haldinn var 9. októ-
ber s.l. var formlega opnuð eigin skrif-
stofa Bílgreinasambandsins í nýju hús-
næði félagsins á 10. hæð í Húsi versl-
unnarinnar. Frá því að Bílgreinasam-
bandið var stofnað 1970, hefur Félag ísl.
stórkaupmanna veitt Bílgreinasamband-
inu skrifstofuþjónustu og framkvæmda-
stjóri F.I.S. jafnframt verið fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Nú hefur eins og að framan greinir verið
opnuð eigin skrifstofa Bílgreinasam-
bandsins og eru starfsmenn tveir:
Jónas Þór Steinarsson framkvæmda-
stjóri og Heiða Gunnarsdóttir ritari. Á
hæðinni er auk almennrar skrifstofuað-
stöðu, aðstaða til að halda minni fundi
svo og er sérstök skrifstofuaðstaða fyrir
þá félagsmenn sem þess óska og sérstak-
lega er gert ráð fyrir að aðilar utan af
landi geti notfært sér þá aðstöðu s.s.
aðgang að síma, vélritun, og aðra skrif-
stofuþjónustu. Sá hluti 10. hæðar sem
Bílgreinasambandið notar ekki verður
leigður út.
Sambandið er hagsmunasamtök
þeirra sem stunda atvinnurekstur í iðn-
greinum er snúa að bílum þ.e., bifreiða-
smíði, bifvélávirkjun og bílamálun svo
og annarra þeirra er stunda rekstur í
bílgreininni.
Skrifstofa sambandsins fylgist með
verðlagsmálum, tækninýjungum, hag-
ræðingamálum, opinberri löggjöf og öllu
því sem snýr að bílgreininni og kynnir
fyrir félagsmönnum. Bílgreinasamband-
ið er málsvari bílgreinarinnar gagnvart
stjórnvöldum, kynnir hagsmuni og
sjónarmið félaga sinna.
Einnig hefur það mikið látið til sín
taka hagræðingar- og fræðslumál í bíl-
greininni, aðstoðaði m.a. við uppsetn-
ingu verknámsdeildar í bifvélavirkjun
við Iðnskólann í Reykjavík og reynt að
stuðla að betri menntun innan bílgrein-
arinnar á margan hátt.
Menntunarmálin hafa að undanförnu
verið mjög í brennidepli m.a. vegna
breytingu á nýjungum sem orðið hafa á
bílum og ýmsum nýjum búnaði sem
kominn er á markaðinn eða er að koma
á mörgum sviðurrr innan bílgreinarinnar
ekki síst ýmsar nýjungar er varða raf-
kerfi með aukinni notkun transitora og
annarra nýjunga.
Verðbólga undanfarinna ára hefur
haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja í
bílgreininni svo sem í öðrum atvinnu-
greinum. Verðbólgan ásamt úreltum
verðlagsákvæðum hafa skapað margan
vanda og er fjármagnsskorturinn skýr-
asta dæmið. Nauðsynlegt er að verkstæði
séu búin fullkomnum tækjum, vel-
menntuðu starfsliði og húsakostur þarf
að veita góða starfsaðstöðu fyrir starfs-
fólk og nægjanlegt rými til að taka við
bifreiðum til viðgerða, einnig þarf hús-
rými fyrir varahluti, kaffistofu, snyrt-
ingu, geymslur o.fl. Nútímaþjóðfélag
gerir síauknar kröfur í þessum málum og
er ljóst að ekki er aðcins nóg að byggja
gott húsnæði, búa verkstæðin góðum
tækjum heldur þarf afkoman að vera
þannig að hægt sé að viðhalda húsum og
tækjum, fylgjast með nýjungum, svo og
greiða starfsfólki laun sem veita þeim
gott lífsviðurværi.
Þegar litið er til bílgreinarinnar í heild
og ástand mála metið er nauðsynlegt að
menn geri sér betur grein fyrir mikilvægi
þjónustuiðnaðar í nútímaþjóðfélagi.
Það þarf að halda áfram að byggja upp
þjónustu. Við þurfum ný og betri verk-
stæði þó víða sé vel búið í dag. Ljóst er
að úrelt verðlagsákvæði hafa staðið allri
þróun mjög fyrir þrifum og er ljóst að
afkoman á síðasta ári er mjög slæm,
sérstaklega á minni verkstæðum, svo og
hefur varahlutaskortur vaxið samfara
fjármagnaskorti fyrirtækjanna.
Verðbólga, fjármagnsskortur og verð-
lagsákvæði og ýmis fleiri atriði innan-
lands og utan hafa gert ómögulegt að
viðhalda sama varahlutamagni og áður
var þó svo að aukin hagræðing og betra
skipulag í lagerhaldi og í pöntunarkerf-
um o.þ.h. hafi komið í veg fyrir að
alvarlegra ástand skapaðist. Sérstaklega
má benda á ástandið úti á landsbyggð-
inni, en fyrirtækjum úti á landbyggðinni
er yfirleitt ómögulegt að hafa nokkra
varahlutaþjónustu að ráði og sífellt verð-
ur að panta alla hluti frá Reykjavík og
er ekki víst hvort þeir fáist þar og þarf
þá að panta þá sérstaklega frá út-
löndum sem getur þýtt að bifreiðar eru
ónothæfar í lengri eða skemmri tíma,
auk þess sem allt skipulag vinnu og
aukin hagræðing verður erfiðari.
Kannanir sem Bílgreinasambandið
hefur látið gera á undanförnum árum
hafa sýnt mjög mismunandi aðstöðu
bílgreinarinnar og að stórt átak þurfi að
gera til þess að aðstaðan úti á landbyggð-
inni sé sambærileg og í Reykjavík, og ef
Reykjavík er aftur borin saman við
Norðurlönd þarf einnig stórátak til þess
að við séum svipað sett og hin
Norðurlöndin. Þetta á ekki síst við í
varahlutamálum og er Ijóst að ef bíl-
greinin á að geta gegnt þjónustuhlut-
verki sínu og veitt vaxandi þjónustu um
allt land þarf að koma til breytt viðhorf
yfirvalda, ekki síst í tollamálum og
verðlagsmálum.
Bílgreinasambandið er aðili að Sam-
bandi málm- og skipasmiðja, sem stofn-
að var 1973. Einnig er sambandið aðili
að Vinnuveitendasambandi íslands og
Landssambandi iðnaðarmanna.
Bílgreinasambandið hefur náið sam-
starf við ýmsa aðra aðila innanlands og
á Bílgreinasambandið fulltrúa í Umferð-
arráði. Þá hefur það átt gott samstarf við
sveinafélögin í bílgreininni og Félag ísl.
bifreiðaeigenda og má í því sambandi
benda á að frá árinu 1975 hefur verið
starfrækt svokölluð áfrýjunarnefnd í
samvinnu við F.Í.B. og er starfsmaður
áfrýjunarnefndar nú Ævar Friðriksson
bifvélavirkjameistari.
Bílgreinasambandið hefur gengist
fyrir fjórum bílasýningum, 1970 í Skaut-
ahöllinni, 1973 í Sundaborgog í Sýning-
arhöllinni 1978 og 1981. Þessar sýningar
hafa verið mjög góð kynning á bílgrein-
inni en nauðsynlegt er að menn geri sér
í framtíðinni betur grein fyrir þýðingu
þjónustuiðnaðar og yfirvöld skapi þess-
ari mikilvægu grein betri starfsskilyrði
og þjónustuiðnaður búi við jafnrétti t.d.
í tollamálum á við annan iðnað, en háir
tollar hamla mjög gegn allri uppbygg-
ingu í bílgreininni. JÞS