Alþýðublaðið - 02.05.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.05.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐtÐ 3 „f lýir stranmar“ heitir ný bób, sem Helgi Valtýs son skrifar um í „Vísi* 26. apr. þ. á. Fer hann hlýlegum orðum um nefnda bók, en sker þó all laglega sneið til þingmanna, þar sem hann vitaar í Runeberg ura Dúfu-Svein. Helgi segir að bók þessi sé á gæt gjöf handa unglingum, og vel faiiin til upplesturs i heima- húsum, Eftir þvf, hvernig hann skrifar um nefnda bók og lýsir henni, þ. e. innihaidinu, væri ekki nema eðlilegt að hún væri öllum kærkomin. En eg er hræddur um, að hér verðí hið gagnatæða „upp á teningnum*. Með öðrum orð- um: eg hygg að þessi bók fari fyrir ofan garð og neðan hjá unglingum í Rvfk, á meðan þeir standa á því þroskastigi, sem þeir nú virðast standa á. Æskulýður þessa bæjar mun haía hugann fastan við önnur efni en þau, sem nefnd bók fjallar um, sem sé: kristindómshugleiðingar, gæzka guðs og bæn o. fl þess kyns. Og annað verra, heimilin munu ekki „skripla hærra* á þcssu sviði. í þessu efni styðst eg við það, sem eg sé og heyri daglega, Er hugsanlegt, að þeir foreldrar noti bók þessa til upplesturs á heim- ilum sínum, sem ekki eru fram sýnni fyrir börn sín en svo, að þeir Iáta þau fara út á götuna þegar þau koma úr rúmiuu, vera þar að veltast, án alis eftirlits, fram á nætur. Og ef þau skreppa inn vegna einhverra iiðsinnisþaría, heyra þau lítið annað en blót og formælingar og annað ógöfugt orðbragð og hátterni. Er hugsaniegt að unglingar, sem þanntg alast upp, taki nokkr- um þeim leiðbeiningum, sem þessi bók kemur meðf Eg svara því hiklaust neitandi. Það eru ein oýtt foieldramir, sem þarf að kenna. Á meðan þeir skoða það aðaiskyldu sína gagnvart börnun- um, að sletta einhverju í þau að éta, líkt og gert er við smala- rakka í sveit, verður hugsunar- háttur unglinganna óheilbrigður og á skákkri Iínu. Nei, aftur nei. Foreldrar ög aðrir hinna fullorðnu eiga að lík- indum ^ðalsökiaa á hinni við- bjóðslegu ringulreið, sem nú er orðin á hugsunarhætti og stefnu hinnar ungu kynslóðar. Eg er hér ekki að álasa þeim, sem sneri nefndri bók á vora tungu, en ef hann hefír gert það með það fyrir augum, að bæta eitthvað úr ástandinu, mun hann hafa byrjað á öfuga endanum, eins og vant er i Rvfk, En alt fyrir það ættu menn að kaupa bókina — og lesa hana. Steingrimur. Ath. ritstjóraos. Steingrímur minnl Hvað eiga foreldrarnir að gera annað við börnin, en að láta þau fara út götuna, þegar þau koma úr rúminu? Hjá verkalýðnum í Reykjavík eru húsakynnin þannig að það verdur að láta börnih vera úti alian daginn, ef fullórðna fólkið á að geta haldist við. Eg er samdóma þér um það, að það sem Tí fyr*efndri bók standi, muni fara fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Og eg álít algerlega óþarft að gefa hana út á íslenzku. Það er nóg til af guðsorðabókum á fslenzku, sem enginn les, og svo er eg nú ekki sannfærður um að þeir, sem það gera, séu neitt betri en við hinir, sem Htum ekki f þsð. Ó. F. Skaðabæturnar hækkaðar! Khöfn, 30. apríl. Frá París er sfmað, að skaða- bótanefnd bandamanna hafí nú gert upp reikningana, og krefjist bandamenn samtals 132 miljarða, er borgist á 30 árum með sam- tals 270 miljörðum, og hefir kröfu- upphæðin þvf hækkað um 44 miljarða frá kröfum þeim er Par- ísarfundurinn gerðf, sem voru 226 tniljarðar. Frá London er símað, að allir forsætisráðherrar bandamanna séu komnir á fund með sérfróðum mönnum, til þess að ákveða kúg- unaraðferðir gagnvart Þjóðverjum, er beitist þegar á morgun (1. maí). Á fundinn er kominn brezki sendi- herrann í Berlín, og hefir hann með sér sáttatilboð er Þjóðverjar hafa nú sfðast gert Bretum. Lloyd George vill að banda* mena sendi Þjóðverjum sfðustu sáttaboð (ultimatum), þar ssm greinilega sé tekið fram hvað þeir geri sig ánægða með minst, áður en þeir bandamenn setja her í Ruhr-hérað. Wolfifi fréttastofa tilkynnir, að Simons utanríkisráðherra hafí þeiðst lausner, en Ebert neitað honum um lausn, þar eð stefna Simons sé í fullu samræmi við þingið. Um ðagimt og veginn. St. Yerðandi nr. 9. Fundur apnað kvöld kl. 8; innsetning embættismanna o. fl. — eftir fund verður kaffi (bögla )kvöld. Fjöl- mennið! S. Uý bók væntanleg. Skáldið Halldór frá Laxnesi, sem dvalið hefir í vetur í góðu yfirlæti aust- ur f Hornafirði, hefir nú Iagt síð- ustu hönd á skáldsögu „sem heitir „Salt jarðar*. Það verður þó ekki rifist um að kaupa hana íyr en f haust, því fyr kemur hún ekki út. Upprisnir. Tveir áhugasamir Alþýðuflokksmenn, Eggert Brands- son og Guðm. O. Guðmuudsson, sem báðir hafa legið mjög þungt haldnir um lengri tíma í lungna- bólgu, eru nú iiftur komnir á ról. Velkomnir á fætur drengir! Lögstðr Avis og Morgunblaðiðc Morguablaðið hneykslast mikið á því að bkðið „Lögstör Avis* skuli hafa flutt fregn um bruna í Reykja* vík, undir fyrirsögninni „Eldsvoði í Færeyjum*. Það má með sanni segja, að þetta danska blað sé vitlaust, að halda að Reykjavík sé í Færeyjum. Það er svona álíka gáíulegt og hjá Morgunblaðinu, þegar það hélt að Krónborg væri í Suðurjótlandi! ' Búnaðarsýningin. Sig. Sig* urðsson forseti Búnaðarfélágs ís» lands biður þess getið að bús* áhaldasýcingin (og heimilisiðnað- arsýningin) verði opnuð mánud. 27. júní næstkomandi. Hjónabanð. Á laugardaginn voru gefín saman f hjónaband af sfra Ólafi, Erllngur Pálssou yfir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.