Alþýðublaðið - 02.05.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.05.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ lögregluþjónn, og Sigríður Sig- urðardóttir frá Hornafirði. Anglýsing. Allgóð fterð er nú milli Reykja- vík.ur og Hafnarfjarðar meðíram reginnm, en Tegnrinn sjálfnr er óiær. Vonandi lagast það, þegar bif- reiðaskatturinn er genginn f gildi. Þar sem ekki hefir orðið fulikomið samkomulag milii V. K. F. Fram- sókn og atvinnurekendafélags Reykjavíkur, hefir V. K. F. Framsókn samþykt á mjög fjölmennum fundi, að kaupgjald skuli vera, fyrst um sinn fram f júlf þ. á„ sem hér segir: frá ki. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi 8o aur. um kl.st, og frá kl. 6 að kvöldi til kl. 6 að morgni i,io um kl.st. Þetta gildir þar til félagið öðruvfsi ákveður. — Stjórnin. Fiskiskipin. I gær komu: Snorri Sturluson með 76 föt, Skúli Fógeti með 95 föt og Jón Forseti með 82 föt eftir 5 daga útivist. Engir fastir samningar hafa enn tekist milli V. K. F. Fram- sókn og atvinnurekenda. Hefir staðið f samningum f fimm vikur, en þeim tilrannum lokið, svo sem sjá má af augl. á öðrum stað f blaðinu. „Dnnnngen" heitir ágæt mynd sem nú er sýnd á Nýa bio. Hún er tekin eftir samnefndri sögu eft- Selmu Lagerlöf. Fjárlögin 1922 voru samþ. til efrideildar í fyrrakvöid með ail miklum breytingum. Meðal annars er stjórninni heimilað að ábyrgj- ast 500 þús. kr. lán fyrir klæða- verksmiðjuna Álafoss, þó með vís um skilyrðum. Mörgum þótti und- arlegt að heimild þessi skyldi ná fram að ganga, þar sem landið hefir cóg á sinni könnu, þó það hlaupi 'ekki undir bagga með ein stökum ápekúlöntum. Enda eðli legast, ef slíkt lán fengist, að land ið notaði það í sínar eigin þarfir. -AJIar vörur seldar með afar miklum afslætti. Pess vegna er bezt að verzla í Fatabúðinni. Sími 269. Hafnarstræti 16. Menn, komið beint í verzl- unina Von og fáið ykkur skorið tóbak, vindil f munninn, sigarettu, skro eða sælgæti. Konur, komið einnig og fáið ykkur kaffi í könn- una, Konsum-súkkulaði, rúgmjöl, haframjöl, hrísgrjón, ságógrjón, kartöfiumjöl, kartöflur, salt, lauk, þurkaðan saltfisk, hangikjöt, smjör, saltkjöt, tólg, rikling og harðfisk. Mæður, munið að hafa hugfast að spara saman aura fyrir lýsi handa börnunum ykkar, svo þau verði hraust. — Eitthvað fyrir alla. — Komið þvf og reynið viðskiftin i Von, Vinsaml. Gunnar S. Sigurðss. L. F. K. R. Innköllun bóka á útlánsdögum til 14. maí. Stjórnin. Sjálparstöd Hjúkrunarfélagsins Líkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. 11—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. b, Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. h. Föstudaga .... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 — 4 e. h. Lánsfó til byggingar Alþýðu- hú8slns er veitt móttaka i Al- þýðubrauðgerðinnl á Laugaveg 61, á afgrelðslu Alþýðublaðsins, i brauðasólunni á Vesturgötu 29 og á skrlfstofu samningsvlnnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtækið 1 Rltstjóri og ábyrgðarmaður: ólafur Friðriksson. Frentsmiðjan Gutenberg. J*ck Londm\ Æflntýri. minnast á atburðinn, en svo mikið veit eg þó, að þeir. sem á lífi voru þutu f ofboði útbyrðis og syntu í land, en hann létti atkerum og hélt á burtu. Nú eru hundrað faðmar skeljapeninga settir til höfuðs honum, og jafn- gildir það 100 sterlingspundum. En hann kemur altaf við í Súu. Nýlega lór hann þangað til að skila þrjátíu mönnum frá Cape Marsh — plantekru Fulcrums bræðra". „Sögur hans í kvöld hafa að minsta kosti frætt mig töluvert um ástandið hér", mælti Jóhanna. „Llfið hér er, ef ég mætti svo að orði kveða, töluvert mislitt. tað ætti að merkja Salomonseyjamar með rauðu á landabréfinu — og með gulu til þess að benda á hita- sóttina". „Það er ekki jafnbölvað á öllum Salomonseyjunum", svaraði Shqldon. „Beranda er, ef satt skal segja, verst , allra plantekranna, og verður ætlð verst úti. Ég held, að aldrei hafi gengið hér eins skæð farsótt og sú, sem hér er nýlega afstaðin. Óg það nægði ekki, að hún dræpi meDn hér i stórhópum, heldur geysaði hún líka á Jcssic. Já, Beranda er mesta ólánsræksni. Allir karlar hrista hausinn og segja, að á henni hvíli bölvun". „Beranda mun yfirstíga alla erfiðleika", 'mælti Jó- hanna hreykin. „Ég hlæ að allri hjátrú. Þú munt koma Iram áformi þínu, og hlæja að lokum. Óhepnin getur ekki alt af loðað við þig. Ég óttast aðeins, að loftslagið hér sé ekki holt hvítum mönnum". „Það getur orðið heilnæmt. Við skulum sjá eftir fi;nmtíu ár, þegar búið er að grisja alla skógana upp til fjalla, þá mun hitaveikin hverfa samstundis. Hér mun verða miklu heilnæmara. Stórir og smáir bæir munu rísa upp, því hér er ágætis jarðvegur og nægur, sem ekki er notaður". „En þó verður loftslagið ekki heilnæmt hvítum mönnum. Þeir munu ekki þola hér líkamlegt erfiði". „Vissulega". „En það þýðir, að hér verður að vera þrælahald" . hélt hún áfram. „Já, eins og allstaðar i hitabeltinu. Svartir, brúnir og gulir verkamenn verða að vinna undir stjórn hvitra manna. Vinnuafl svertingja ar þó of dýrt, og þegar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.