BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Blaðsíða 3
RagnarTómasson: Okkar líf - þeirra líf Það er sagt að Ford gamli hafi, í byrjun bílaaldar, sagt að viðskiptavinir hans gætu valið sér þann lit á Ford-bílana sem þeir vildu, svo framarlega sem hann væri svartur. í dag fást Ford-bílar í öllum regnbogans litum. Markaðslögmálin færa ákvörðunarvaldið um liti bílanna, sem og hvað annað, til neytand- ans. Hugsjónir og/eða hugmyndir atvinnurek- andans hafa að sjálfsögðu sína þýðingu í öll- um rekstri en lokaorðið á neytandinn með vali sínu. Margir úr hópi kaupmanna börðust hat- rammlega á móti tilkomu greiðslukortanna og bentu á að þau myndu auka kostnað við verslun sem færi beint út í verðlagið. í dag kemst engin verslun upp með það að taka ekki greiðslukort. Annað hvort tekur þú greiðslu- kort eða mátt loka verslun þinni. Markaðslög- málin minna enn og aftur á styrk sinn. Þau eru mörg álitamálin sem bindindis- menn standa frammi fyrir á sinni lífsleið. Eðli málsins samkvæmt verða áfengismál gjarnan tilfinningamál. Annars vegar sjáum við hinar skaðlegu og miskunnarlausu afleiðingar áfengisneyslunnar og hins vegar hljótum við að viðurkenna rétt annarra til þess að ráða sínu lífi; eiga sitt val innan þess ramma sem þjóðfélagið setur lífi okkar. Ég tel það mitt lán að hafa aldrei bragðað áfengi. Sem fjölskyldufaðir hef ég vonað og treyst á að fordæmi mitt yrði börnunum til eftirbreytni en hvorki beitt boðum eða fortöl- um. Ég hef talið að á endanum hljóti börnin mín að verða að skapa sér sín eigin lífsviðhorf, eiga sitt eigið val. Við árangurinn af þessu sjónarmiði uni ég vel. Fjölmiðlar fluttu fregnir af því á dögunum, að veitingastofan Jarlinn, sem fjölskylda mín rekur, hafi fengið leyfi borgarinnar til þess að hafa á boðstólum áfenga drykki - en sótt hafði verið um svokallað léttvínsleyfi sem er lykill aðjaví að geta haft áfengan bjór til sölu. I einu vetfangi var undirritaður, hatramm- ur andstæðingur allrar áfengisneyslu og einn fjölmargra sem börðust hart gegn tilkomu áfenga bjórsins, farinn að taka upp hanskann fyrir umsókn Jarlsins um bjórleyfi. Já, enginn veit sína ævina fyrr en öll er! Ekkert okkar sem stöndum að Jarlinum hefur beinlínis áhuga fyrir því að hafa áfeng- an bjór til sölu með matnum. Sum okkar eru hreinlega andvíg honum. Önnur óttast ein- faldlega þá miklu rýrnun sem veitingamenn hafa reynslu af að fylgir sölu og meðferð allra áfengra drykkja. Það er hér sem markaðslögmálið kemur til sögunnar. Jarlinn selur að meðaltali sérhverj- um íslendingi eina máltíð á 8 mánaða fresti, þannig að hópur viðskiptavina er orðinn stór. Við stöndum frammi fyrir því að bjórinn er kominn - illu heilli - og þar með á veitinga- maður í harðri samkeppni ekki lengur neitt val. Hver er svo niðurstaða af þessum hugleið- ingum? Lífsviðhorf bindindismannsins verða aldrei af honum tekin og á sérhvern þann hátt sem honum er unnt aflar hann hugsjón sinni fylgis. Hvað sem öllum breytingum á þjóðfé- lagsháttum líður, þá er og verður besta lífið án áfengis. En þó oft sé á brattann að sækja þá verður lífið að hafa sinn gang - okkar líf - þeirra líf. Ragnar Tómasson lögfræðingur er framkvæmdastjóri Jarlsins sem rekur veitingastaði á Sprengisandi og víðar. BFÖ bladid • 1/1991 • Jlars 1991 Úítgefandi: i RSitnefnd: í Utgáfustj.: Myndir: Prentun: Upplag: Bindindisfélag ökumanna, Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 83533. Sigurður Rúnar Jónmundsson (ritstj. og áb.m.), Halldór Árnason og Jónas Ragnarsson. Gísli Theódórsson. Myndsköpun ljósmyndastofa. GuðjónÓ hf. 4.000 eintök. 1. tbl. 19. árg. 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.