BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Síða 15

BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Síða 15
8. Framkoma foreldra og forráðamanna: Margir foreldrar skipta sér lítið af börnum sínum og unglingum. Sýna þeim einfald- lega litla umhyggju - frekar hirðuleysi - og enn síður gott fordæmi, þar sem margar ráðleggingar eru eyðilagðar með slæmu fordæmi. Börn fylgja fordæminu Faðir og sonur gengu eitt sinn eftir vegi nokkrum. Faðirinn tók upp stein og kastaði honum út í ána, sem rann þar framhjá. Sonurinn horfði stoltur á pabba sinn, og fylgdist með hverri hreyfingu hans. Sonurinn tók upp stein og kastaði í ána. Saman héldu þeir áfram eftir veginum. Pabbinn sá gamla dós liggja á veginum og byrjaði að sparka henni á undan sér. Litli strákurinn horfði hugfanginn á færni pabb- ans við að sparka dósinni á undan sér, og lang- aði einnig að gera það sama, og byrjaði einnig að sparka í dósina. Eftir dulitla stund, þá varð pabbinn þreytt- ur á göngunni. Settist hann í skugga undir stóru tré og hallaði sér upp að því til að hvíla sig aðeins. Sonurinn vildi einnig líkja eftir pabba sínum og settist því hjá honum og hall- aði sér jafnframt upp að trénu. Faðirinn var sér ekki meðvitaður um gildi fordæmisins og áhrifanna, sem hann hafði á soninn. Þess vegna veitti hann því ekki athygli, að sonur hans fylgdi sérhverri hreyf- ingu eftir þegar pabbinn tók fram sígarettu- pakkann og tók eina sígarettu út, kveikti í, og byrjaði að reykja. Og fyrr en varði, þá hafði sonurinn teygt sig í pakkann og var byrjaður á að reyna að ná einni sígarettu út úr pakkan- um. Hegðun sem þessi, hefur áhrif á skoðun, afstöðu og hegðun fyrir þá, sem taka sér hana til fyrirmyndar. Það er oft undarlegt, að for- eldrar og forráðamenn skuli ekki vera meira á varðbergi vegna þeirra áhrifa, sem bæði jákvæð og neikvæð hegðun þeirra hefur á börn og unglinga. Flestir vita, hversu börn eru áhrifagjörn og auðtrúa. Reyna börnin oft að finna sér fyrir- myndir, sem hentar þeim, og þá eru foreldrar oftast nærtækir. Flestir vita, hversu auðvelt er að láta börn tileinka sér siði og ósiði hinna eldri. Þess vegna þurfa hinir eldri að vera vel á varð- bergi, og reyna að vera hinum yngri gott for- dæmi og láta þannig ráðleggingar verða að engu með því að sýna lélegt fordæmi. -pþ. 15

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.