BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Síða 13

BFÖ-blaðið - 01.03.1991, Síða 13
Úr ýmsum áttum Mikið bundið í lok ársins 1990 hafði verið lagt bundið slitlag á 2270 kíló- metra af 8256 km þjóðvegakerfi landsins. Mikið átak hefur verið gert síðustu árin sem sjá má af því að tíu árum áður var bundið slit- lag aðeins á 270 kílómetrum. Nú er svo komið að hvergi þarf að aka á möl frá Reykjavík og austur á Hvolsvöll, vestur í Borgarfjörð eða suður til Grindavíkur. Um 95% vegarins frá Reykjavík til Sauðárkróks er með bundnu slit- lagi, 80% til Stykkishólms, Akur- eyrar, Siglufjarðar og Kirkjubæj- arklausturs, 60% til Egilsstaða og 50% til ísafjarðar. Milli einstakra staða á landsbyggðinni eru vegir alveg lagðir bundnu slitlagi svo sem frá Akureyri til Dalvíkur og Húsavíkur, frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, og milli Kirkjubæjarklausturs og F agurhólsmýrar. Aukin umferð Árið 1989 voru eknir 795 millj- ón kílómetrar á þjóðvegum lands- ins, samkvæmt mælingum Vega- gerðar ríkisins. Fimm árum áður var aksturinn 524 milljón kíló- metrar og 449 milljón kílómetrar fyrir tíu árum. Tölurnar frá árinu 1989 svara til þess að hverjum bíl hafi verið ekið um 6 þúsund kílómetra á þjóðvegum, auk aksturs í þétt- býli. Gleðileg þróun „í Bandaríkjunum var nýlega sagt frá því, að þeim Bandaríkja- mönnum fækkar sem nota tóbak og áfengi. Fyrirsögnin á fréttinni var á þann veg, að þróunin væri í átt til bindindissemi, hvort held- ur notað væri áfengi eða fíkniefni. Telja sumir, að í Bandaríkjunum sé að vakna þjóðarhreyfing fyrir bindindi. Við þekkjum það af skokki og líkamsrækt, svo að að- eins tvennt sé nefnt, að Banda- ríkjamenn eru einstaklingum um allan heim oft gott fordæmi, þótt hinu séjafnan meira hampað sem miður fer. Bent var á í þessari frétt, að fólk áttaði sig oft best á þróuninni gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu með því að skoða kvikmyndir frá áttunda áratugnum, þar sem drykkjuskapur og fíkniefni settu mun meiri svip á myndir en nú á tímum. í Gallup-könnun í Bandaríkj- unum í desember sl. kom í ljós, að 57% þeirra sem spurðir voru (yfir 18 ára aldri) sögðust einhvern tíma nota áfengi. 1978 sögðust 71% gera það. í Gallup-könnun í júlí sl. sögðust 27% hafa reykt sígarettu vikuna á undan. Þegar sambærilegt hlutfall reykinga- manna var hæst, 1954, var það 45%. Þá sýna nýjar kannanir að notkun ólögmætra fíkniefna í Bandaríkjunum hefur fallið úr 37% 1982 í 15% í síðasta mánuði. Þetta er gleðileg þróun og ætti að vera þeim hvatning hvarvetna sem vinna að því að vara fólk við tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Þessi barátta skilar árangri eins og best sést á þeim sem hafa orðið áfenginu að bráð en tekst að brjóta af sér hlekki þess.“ Morgunblaðið, 16. janúar 1991. Norsk umferð: Dauðaslysum fækkar en fleirí slasast Banaslysum í umferðinni í Nor- egi fækkaði mjög á síðasta ári miðað við inörg undanfarin ár. í fyrra létust 333 manns á norskum vegum en 381 árið 1989. Leita þarf allt aftur til ársins 1960 eftir svo fáum banaslysum á einu ári en þá dóu 310. Meðalfjöldi látinna á ári hverju á níunda áratugnum er um 400, þannig að um 4 þúsund manns hafa látist á þessum 10 árum og frá síðari heimsstyrjöldinni hafa alls um 15 þúsund manns látist í umferðinni í Noregi. Þessi fækkun banaslysa á við í öllum greinum umferðarinnar nema hjá dráttarvélabílstjórum og fækkunin er einnig hlutfalls- lega svipuð í flestum fylkjum landsins. En þrátt fyrir fækkun bana- slysa hefur fjöldi slasaðra aukist um 2,4% eða úr 11.500 í 11.850. Norsk yfirvöld telja hugsanlegt að fleiri slys hafi verið tilkynnt á síðasta ári en áður og nefna sér- staklega aftanákeyrslur. Talið er að fólk óttist afleiðingar þeirra og að meiðsli kunni að koma fram síðar og hafi því vaðið fyrir neðan sig. Jafnframt benda yfirvöld á að sé miðað við aukna bensínsölu hafi umferð aukist um 0,4%. Ef þessi litla aukning í umferðinni þýðir svo mikla íjölgun slysa sé hér ákveðin aðvörun á ferðinni sem taka verði alvarlega. Sérstök umræða er nú um það í Noregi hvernig fækka megi slys- um í umferðinni og á að stefna að því að fækka þeim um fjórðung fram að aldamótum - að fjöldi slasaðra á ári verði ekki yfir 8.350.

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.