Vestri - 09.08.1902, Blaðsíða 1
I. árg.
ÍSAFIRÐI, 9. AGUST 1902.
Nr; 40.
Kaupendur og lesendur YESTRA
eru beðnir að gefa gaum að auglýsing-
!"•; "'T 'il i'lHVm'lii'M'1 1 ■' ''l 'mi." ; "■ ' 1 ■’BjiilliMiíjjlM.ii^aiá.ljjjji.iiÍM-j
unni um Vestra á síðustu síðu, benda
nágrönnum sinum á hana og lofa þeim
---: —.' : __------------------------......; ----------;—
að sjá hana.
Frjettir frá útlöndum.
—o—
Salisbury lávarður lagði niður stjórn-
arformennsku á Englandi í fyrrihluta f.
m. vegna ellilasleika. Eptirmaður hans
er Arthur Balfour, systursonur hans,
sem lengi hefir veriðleiðtogi íhaldsmanna
í neðri málstofunni. Nokkrir ráðgjatar
hafa sleppt völdum en flestir halda þeim
þó áfram.
Krýning Játvarðar konungs var ráð-
gerð í dag (9. ágúst). Margir af útlend-
um stórmennum, sem ætluðu að vera
við krýninguna eru nú komnir heim og
verða þar ekki viðstaddir. Yfir höfuð
verður miklu minna um dýrðir, heldur
en hefði krýningin getað farið fram eins
og upphaflega var ætlast til.
Frjettir af fiskmarkaðinum.
—o—
8. f. m. kom út í »Berlinske Tidende«
brjef frá danska konsúlnum í Genúa til
utanríkisráðherrans í Danmörku um út-
litið þar syðra fyrir sölu á ísl. saltfiski.
Brjef þetta er að mörgu leyti merki-
legt og eptirtektarvert. Saltfiskurinn er
nú orðin einhver þýðingarmesta verzl-
unarvaran hjá oss Islendingum og það
hlýtur því að hafa mikil áhrif á hags-
muni þjóðarinníir hvernig útsala hans
gengur á heimsmarkaðinum. >Vestra«
þykir því vel við eiga að flytja aðal-
atriðin úr brjefi þessu, til athugunar fyrir
lesendur sínar.
I'yrst er þess getið, að aðflutningur
á ísl. fiski, þ. e. a. s. smáfiski frá íslandi
°g Færeyjum sje upp á síðkastið ávallt
að aukast.
Degar fyrstu farmarnir komu, kom
sú fregn eins og vant er, að fiskaflinni
hefði verið talsvert minni en síðastl. ár,
einkum á íslandi, og þurkur og af-
greiðsla væri erfið vegna ótíðar. Dessi
fregn, sem konsúllinn segir að sje út-
breidd árlega, líklega í því skyni að
reyna að auka eptirspurn eptir fiskinum
og fá hann til að hækka í verði, álítur
hann sje skaðleg og nái alls ekki til-
gangi sínum, því aðflutningur á fiski sje
svo mikill allstaðar að, að framleiðslan á
hverjum einstökum stað hafi engin áhrif
á fiskverðið, því aðflutningurinn sje þá
þeim mun meiri frá öðrum stöðum.
Og þótt einstakar tegundir af fiski sjeu
teknar fram yfir aðrar, sleppa menn
því alveg ef lítið er um þær eða þær
þykja of dýrar í samanburði við annan
fisk.
Fiskimeginið vex stöðugt á heims-
markaðinum. Yms lönd, svo sem Canada,
New Brunswick, Nova Scotia og Prins
Edvard Island geta bráðlega, þótt þau
sjeu það ekki sem stendur, orðið hættu-
legir keppinautar á fiskmarkaðinum. I
Canada voru síðastl. ár ekki nfinna en
1200 skonnortur á fiskveiðum og aflinn
var 21,557,639 shillings virði, sem var þó
300,000 shillings minna en árið áður.
Aflinn í Nova Scotias var 7,809,152
shillings virði; í New Brunsvich 3,768,542
shillings virði og í Prins Edvard lsland
1,059,193 Sh. virði. Og í ár hefir útbún-
aður þessara landa til fiskveiðar verið
aukinn stórkostlega. Uað má því búast
við að þau leiti bráðum á útlendan mark-
að með afla sinn.
Oáreiðanlegar frjettir um fiskaflann
á íslandi og það sem honum viðkemur,
er því mikið meira til skaða en gagns.
Af hálfu Frakka er starfað ótrautt
að því að útrýma íslenskum fiski af
markaðinum í Genua, eða í það minnsta
að takmarka sölu haus sem mest. Á
síðastliðuu ári var Jannig í Fécamp, —
þeirri höfn sem flest skip ganga frá til
fiskveiða við Island — myndað stórtog
ríkt hlutafjelag- til þess að koma upp
stórkostlegu verzlunarhúsi, til að verka
og þurka þann fisk, sem veiddur er við
ísland. Aðferðin verður sú að framleiða
kalt loft, til þess með því að geta gert
fiskinn líkan Islenzkum fiski.
Með því að verka fiskinn þannig.
spara útgerðarmennirnir talsvert fje og
geta því selt fiskinn langt um ódýrara
en verzlunarhúsin í Bordeaux.
Þetta hlutafjelag hefir nú þegar kom-
ið upp einu sliku húsi í Martipues, sem
er bær í nánd við Marseille. Fiskurinn
er sendur þangað blautur með járnbraut-
arlestum bæði frá Fécamp og Bordeaux,
til þess að láta verka hann og þurka
eins og ísl. fisk, og gert ráð fyrir að
hann verði hæfur til að keppa við ísl.
fisk, bæði á Ítalíu og Spáni.
Hlutatjelagið >La sécherie de la
Bouche du Rhóne«, sem myndað varfyr-
ir mörgum árum, er einnig farið að starfa
að þesssari nýju fiskverkun.
Fiskur, sem verkaður er á þennan
hátt, hefir nú þegar verið sendur til
Ítalíu, og er því nærómögulegt að þekkja
hann frá Islenzkum fiski, svo líkur er
hann honum að útliti.
Yegna hinna afarmiklu hlunninda
sem franska stjórnin veitir fiskveiðaút-
gerðinni, er með þessu móti mynduð afar-
hættuleg samkeppni við islenzkan fisk,
sem ekki er sjeð fyrir endann á, og það
er mjög áríðandi spursmál hvað tiltæki-
legast er að gera, til þess að verjast
þeirri hættu.
íslenzkur fiskur hefir hingað til, að
minnsta kosti á vissum stöðum, verið
tekinn fram yfir annan fisk, en heppnist
Frökkum vel þessi nýja fiskverkun, er
hætt við að eptirspurn eptir ísl. fiski
minnki.
Þeir, sem er umhugað um Isl. fisk,
verða því að taka þetta mál, sem er
veruleiki en ekki hugarburður, til alvar-
legrar íhugunar, svo framarlega sem
þeir vilja koma í veg fyrir að ísl. fiski
verði bolað út af markaðinum eða útsala
hans hjer líkt og á Spáni verði miklum
mun minni.
Enn sem komið er hafa að eins
komið hjer sýnishorn af fiski sem verk-
aður hefir verið eptii þessari nýju að-
ferð, en þau hafa náð góðu áliti og
kaupmenn hjer, sem hafa með innflutn-
ing á ísl. fiski að gera hafa sagt að
þessi nýi fiskur yrði hættulegur keppi-
nautur fyrir ísl. fisk.
Síðastl. ár komu að minnsta kosti
2788 tonns af fiski, sem fiskaður var
við Island, til Frakklands, og þesserað
vænta að í ár verði það talsvert meira,
með því útgerðin hefir verið aukin. Sam-
keppnin af þessum fiski verður enn
meiri sjerstaklega vegna þess að þar
sem þessi fiskur áður hefir verið seldur
útaf fyrir sig sem sjerstök vörutegund,
verður hann nú, verkaður eins og áðurer
getið, seldur á sömu stöðum og íslenzk-
ur fiskur.
Fiskur frá Frakklandi hefir allt af
verið slæmur keppinautur ísl. fisks vegna
þess, að kaupmenn geta fengið hann
þaðan í hverri viku eptir þöfum. Ept-
irleiðis geta þeir eins fengið þaðan fisk,
verkaðan eins og ísl. fisk, eptir þörfum
og þurfa því ekki að leggja útstórfjetil
þess að kaupa heila skipsfarma frá ís-
lundi.
Meðan tollur af óverkuðum saltfiski
er 6 frck. pr. 200 pd. eða hærri en af
þurkuðum fiski (5 frck. pr. 200 pd.) sýn-
ist ekki fært að flytja fiskinn hingað ó-
verkaðan og verka hann hjer eins og