Vestri


Vestri - 28.10.1903, Blaðsíða 1

Vestri - 28.10.1903, Blaðsíða 1
II. árg. Stefna 20 síðustu þinga í fjármálunum. —>o« Framsögumaður fjármálanefndarinn- ar, Pjetur Jónsson á Gautlöndum, kom með eptirfarandi lauslegt yfirlit yfir stefnu þá, sem ráðið hefir á alþingi í fjármál- unuin á síðast liðnum 20 árum, við 1. umræðu fjárlaganna í sumar; » — Tekjur og gjöld hafa mikið aukist á þessum 20 árum, ogþaðergam- an að sjá, til hvers hinum anknu tekjum l.efir verið varið. Jeg hefi skipt útgjöld- unum á fjárlögunum r.iður í 10 flokka og vildi benda á nvernig vöxtur hvers þessa flokks um sig' hefir verið um und- anfarin»20 ár, með'io ára millibili, og tek jeg því fjárhagstímabilin 1882—'83 1892—’93 og 1902 —1903. P'yrsti flokk- urinn er þing og landsstjórn, og hefir hann því sem næst staðið í stað. Ann- ar flokkur er eptirlaun og styrktarfje og hefir hann hækkað um tæpan helming, úr 50,000 kr. upp í 99,000 kr. Þriðji flokkur, kirkjan og hin andlega stjett, stendur því sem næst í stað. Fjórði flokkur, læknaskipun og heilbrig'ðismál hefir vaxið þannig: Það voru veittar tii hans: 1882—'83 hjer um bil 80,000 kr. 1892—-’93 hjerum bil 105,000 — 1902—’o3 hjer um bil 230,000 — Fimmti flokkur er æðri skólar, og teljast þar til latínuskólinn, prestaskólinn, og læknaskólinn. Til þess flokks hefir verið varið því sem næst sömu upphæð- inni á öllu þessu tímabili. Þá kemur al- þýðufræðslan, og tel jeg til hennar gagn- fræðaskóla og styrk til barnakennslu og annarar alþýðufræðslu, en ekki sjómanna- skólann og búnaðarskólana, sem taldir eru undir fjárveitingu ti.1 atvinnuvega. Voru veittar til alþýðufræðslu: 1882—"83 hjer um bil 36,000 kr. 1892—’93 hjer um bil 62,000 1902—'03 hjer um bil 104,000 — og hefir sú fjárveiting því sem næst þre- faldast. Þá koma vísindi og bókmennt- ir. Til þeirra voru veittar: 1882—'83 hjer um bil 15,000 kr. 1892-—'93 hjer um bil 26,000 kr. 1902—'03 hjer um bil 51,000 kr. og fjárveitingin því rúmlega þrefaldast. Til skáldskapar og lista var ekkert veitt 1882- '83, en 1892—'93, 2,200 kr. og 1902—1903, 7,000 kr. Þákomapóst- mál og samgöngur á sjó og landi. Til þeirra voru veittar: 1882—'83 hjer um bil 119,000 kr. 1892—'93 hjer um bil 250,000 - 1902—'03 hjer um bil 517,000 — ÍSAFIRÐI, 28. OKTOBER 1903. líefir sú upphæð því fjór- til fimmfald- ast. Þá eru atvinnuvegir: landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður. Til þeirra voru veittar: 1882—'83 hjer um bil 8,000 kr. 1892—'93 hjer um bil 59,000 — 1902—'03 hjer um bil 162,000 — Útgjöldin alls voru 1882—'93 eitt- hvað milli 800 og 900 þús. kr., eptir 10 ár voru þau orðin rúm ein miljón og nú 1,668,000 kr. Jeg vona að af þessum tölum sjáist það fljótt, ið aðalaukning útgjaldanna hefir verið til framfaramálanna, til lækna- skipunar, alþýðufræðslu, vísinda og bók- mennta, skáldskapar og lista, samgöngu- mála og atvinnuvega.« Beituleysiö. —>0«— Margir sjómenn hjer horfa nú mjög vondaufum augum fram á veturinn vegna beiluleysis, þar sem hvorki hefir aflast síld eða smokkur. Um mörg undanfarin ár hefir fisk- afli hjer við Djúp aldrei brugðist til lengdar, ef góð beita hefir verið fyrir hendi, og hefir það því þótt aðalskilyrð- ið að byggja sig upp með beitu til vetr- arins, og til að geta geymt hana óskemda, hafa menn komið upp íshúsum í Bolung- arvík og Hnífsdal, með ærnum kostnaði, en nú verða þau að eins stórkostlegur byrðarauki þegar engin branda fæst til að láta í þau. Menn hafa svo opt rekið sig á það, að síldveiði með dragvörpum á fjörðum inni, er svo háskalega stopul, og' þar sem beituaflinn er aðal-skilyrðið fyrir fiskiaflanum, ættu menn að reyna að hafa einhverja útsjón um að geta náð í síld- ina, þótt hún hlaupi ekki upp á grunn, eða inn á hvern vog og vík. • Akureyrarbúar eru nú tarnir að reka síldveiði með reknetum og hefir gefist það fremur vel, og kunnugt er það af umsögn þilskipa-manna, að hjer úti fyr- ir var fullt af síld síðari hluta sumars. I lest þilskipin öfluðu sjer þar nægrar beitu ef þau að eins höfðu einhvern net- stúf og má þá geta nærri hvort ekki hefði verið hægt að afla síldar með góð- um rekneta útbúnaði. Vjer skiljum ekki i öðru en það væri vel tilvinnandi íyrir útvegsmenn hjer að slá sjer saman um eitt eða tvö rekneta skip til að afla síldar til beitu. Það væri mjög ósennilegt að sá útvegur borgaði sig ekki, og jafnvel þótt hann bæri sig alls ekki beinlínis, hlyti hann að leiða af sjer stórmikinnjiagnað óbeinlínis, ef hann Nr. 51. gæti byggt hjeraðið upp með næga og góða beitu. Með því að koma slíku í verk, væri vonandi sjeð fyrir því að ekki þyrfti að óttast beituleysið. Það er ekki sennilegt að það gæti komið fyrir að síldveiðin brygðist bæði með reknetum og drátt- arvörpum alveg á sama ári. Þessu máli ættu framkvæmdarsamir og dugandi útvegsrekendur að veita at- hygli og hrinda til framkvæmda. Það myndi verða ein hin bezta öryggisstofn- un, til að gera sjávar-aflann hjer vestra tryggan og arðberandi. Frjettirfrá útlöndum. — »0« - Með gufuskipinu »Jæderen,« komu 2 ensk blöð frá 19 þ. m. en frjettir í þeim eru fáar og smáar. Af blöðum þessum sjest að Dreyf- usarmálið hefir verið tekið til nýrrar rann- sóknar. samkvæmt samþykki þingsins, og hafa þegar uppgötvast ýmsar nýjar skýringar í því máli. Þar á meðal hefir það sannast að á skjali einu, sem mikið var byggt á, stendur alls ekki D (Dreyf- us) heldur P, en annars er lítið á blöð- um þessum að byggja hvað rekstur máls- ins snertir. Málið er orðið gamalt og flókið, svo það er stórt spursmál hvort nokkurn tíma verður hægt að losa svo um þær flækjur sem um það hafa verið ofnar, að fullkominn og augljós sann- leikur komi fyrir dagsins ljós. Sömu blöð geta um óeyrðir í Mong- öliinu, jafnvel uppreisn gegn Rússum, en segja þó að aðrar fregnir beri til baka að nokkuð kveði að slíku. Rússahatur er þó allt af að grafa um sig í Kína, einkum meðal stúdenta og fólksins, þótt stjórnin sje mikill Rússavinur að minnsta kosti á yfirborðinu. Annars ávalt við og við að draga svarta bliku á lopt frið- arhorfanna þar eystra, og er þvi aldrei óhult um að óviðrið geti dunið á þá og þfigar. ___________________ Ljósmynid.ir á hörundið. Um langan tíma var það tízka að konur í Ameríku skreytcu tönnur sínar °g neglur með gimsteinum, en nú er sá siður aflagður og annar nýr kominn í staðinn. Það er nefnilega nýlega orðin tízka í Ameríku að kvennfólkið lætur ljós- mynda á berann hálsinn, brjóstið og handleggina. Sú sem fann upp þenna nýja sið, er leikkonan Nina Scherman, sem nú leikur í New-York í leikritinu, >Soldan- inn af Sulu.< i

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.