Vestri


Vestri - 21.05.1904, Blaðsíða 1

Vestri - 21.05.1904, Blaðsíða 1
III. árg. |j Ófriðar-frumhlaupið. i. febrúar í vetur var fögnuður með- al íslenzku þjóðarinnar. Lengi þráðu takmarki var náð. Stjórn- arbreyting, sem barist hefir verið fyrir áratugum saman var fengin og gengin í gildi. Stjórnarbreyting, sem allir þótt- ust ánægðir með, að segja mátti, stjórn- arbreyting sem samþykkt var með öll- um atkv. á alþingi 1902 og öllum gegn 1 á þinginu 1903. Stjórnarbót, sem báðir flokkar, þóttust hafa unnið að af alefli og útvegað þjóðinni, og töldu hvor um sig sjer að þakka, — sem báðir ffokkar höfðu lofað óbrigðulu fylgi við tvennar undan farnar kosningar. Ráðherrann varskipaður, epfir æski- legustu þingiæðisreglu, — skipun hans á meiri hluta — og það hafði tekist svo heppilega til, að allir virtust ánægðir með val hans — allir tóku því vel eða hógværlega, nema eitt einasta blað, sem ekki getur fremur lifað án sundrungar og ókvæðisorða en þorskur- inn á þurru landi. Það leit út fyrir, að nú væri kominn friður í landi voru. Friður og eiudrægni, sem gæfi öllum góðum kröptum, óskert næði til að vinna saman að heill og hag lands og þjóðar og nota hin nýju rjettindi og frelsi í sem fyllstum mæli. friðurinn, sem menn höfðu svo lengi þrtið, var loks fenginn! En Adam var ekki lengi í Paradís og það var heldur ekki lengi friðvæn- legt á íslandi. Rödd höggormsins ljet til sín heyra og fór að hvísla í eyru þjóðarinnar, öf- undin, hefndin, heiptin og sundrungin — þessar illvættir íslands — skriðu fram úr skúmaskotum sínum, og flugu um land allt, eins og flugdrekar, með langa papp- írshala, og þyrluðu blöðunum út um land- ið eins og fjaðrafoki til að spilla frið og næði fyrir þjóðinni, raska ró hennar °g tefja störf hennar, ala á flokkshatr- mu, sundrungunni og samtakaleysinu, sem ölf þjóðar ógaefa stafar af. Ln hvers vegna eru þessar iilvættir sendar af stað? Vegna þess, að svo óheppilega vildi til, að jafnframt ymsum rjettarbótum fer stjórnarbótin fram á, að fjölga þjóðkjörn- um þingmönnum. Oheppilega, segjum vjer, ekki af því að vjer álítum fjölgun- ina óheppilega, heldur aí hinu, að af fjölguninni leiðir, að nú verður að kjósa þessa viðbót. Þar af stafar banakringlu- verkurinn í Birni. ÍSAFIRÐI,2i. MAÍ 1904. Þessi nýja kosninghefir gefið óeyrð- arseggjum vind í seglin. Vakið öfutid- ina og aðrar illvættir til lífsins. — Hún hefir gefið vissum flokk manna dálitla von um að við það tækifær kynni hann að geta náð í völdin, og hefnt sín fyrir undanfarnnr hrakfarir. Þess vegna blása kallararnir til hergöngu með heiptfreyð- andi tannagnístri á skjaldarrendum. Eða sjá menn ekki til hvers reíarn- ir eru skornir? Hvar er eldurinn kveikt- ur ? í Reykjavík. Ilverjir hafa þar lotið í lægra haldi ? Þeir sem eldinn kveikja. Og að hvaða köku er skarað? Einmitt Landvarnarkökunni, sem kandidat þess- ara kolamokata hefir lifað á. En lítum nú alvarlega á þetta mál, máski uppþotið sje ekki ástæðulaust. A oddinum er það haft, að hávaðinn sje út úr því að forsætis ráðherra Datta undirskrifaði skipunarbrjef ráðherra ís- lands. — Og þetta er talið: brot á lands- rjettindum vorum, ólögmætt og íslands- ráðherra að kenna. En skoðum þetta nákvæmar, Nýja stjórnarbótin kveður svo á að ráðherra íslands skuli bera upp málefni þess fyrir konungi í ríkisráðinu. Og gegn þessu ákvæði er Landvarnarstefnan mynduð. Akvæðið er komið inn í frumvarpið frá dönsku stjórninni. Sumir hafa álitið mjög hættulegt, að íslands mál væri borin upp í ríkisráðinu, en aðrir hafa álitið það mik- ilsverð rjettindi (P. Br.). Akvæðið komst inn í frumvarpið á rnóti fúsum vilja margra þingmanna af því þeir vildu ekk- ert á það minnast, hvar málin ættu að berast upp. En allir hafa verið sam- mála um að þótt þetta ákvæða hefði ekki verið í stjórnarskrárbreytingunni, þá hefðu samt málefni íslands verið borin undir konung í ríkisráðinu svo lengi sem danska stjórnin áleit þaðstjórnarfarsleganauðsyn. En með því, að það ekki væri í stjórn- arskránni þyrfti eKki nema samkomulag eða samþykki stjórnarinnar til að fá því breytt. Nú er því þannig varið með undir- skript forsætisráðherrans, undir skipun ráðherra íslands, að það er hvergi á slíkt minnst í stjórnarskránni* (alveg eins og sumir vildu vera láta með ríkisráðssetuna). Það byggist því að eins á þeirri tízku, að í Danmörku og annarsstaðar, þar sem ráðgjafastjórn er, undirskrifar forsætis- * Því engum heilvita manni dettur í hug að taka tillit til þess skilnings'cLandvarnarm., að grucdvallarlög Dana hafi verið lögleidd hjer öll þítt stjórnarskrárí'rumvarpið hafi eitt samskonar ákvseði. Nr. 29. ráðherra allar ráðherra útnefningar. Dön- um hefir þótt þetta »stjórnarfarsleg nauð- syn< og það dugar ekki að deila við dóm- arann. En gagnvart oss hefir undirskrift forsætisráðherrans mjög litla þýðingu. Ráðherrann er skipaður af konungi sam- kvæmt stjórnarskránni og íslandsráðherra fjallaði að öllu leyti um það mál með konungi, tilkynnti ráðherraefninu, að kon- ungur ætlaði að skipa hann, gaf honum umboð o. s. frv.; forsætisráðherrann virð- ist ekkert hafa annað með það mál að gera en skrifa nafn sitt undir fyrir siða sakir. Forsætisráðherrann hefir allt af til þessa undirskrifað skipun íslands-ráð- herra og danska stjórnin hefir ekki viljað fallast á að því væri breytt nú, enda ekkert á það minnst í frumvarpinu, svo hún hafði ekki samþykkt neitt um það.— Menn verða því að láta sjer þetta lynda, þangað til stjórnin fæst til að sleppa þessari venju, alveg eins og menn bjugg- ust við að verða að gera sjer að góðu að málefni íslands væru borin upp í rík- isráðinu, þótt ekkert hefði verið á það minnst í stjórnarskránni. Ef vjer aðgætum nánar störf og stöðu forsætisráðherrans er ekki svo óeðlilt þótt stjórnin vilji halda þessari tízku. Forsætisráðherrann er hægri hönd konungs í öllum alríkis-málum, er að öllu leyti konungi til aðstoðar og þarf ekki að hafa neitt sjerstakt ráðherra em- bætti á hendi. Val ráðherra íslands er eingöngu lagt í valds konungs og ráð- herrann lyrir ísland er einn af ráðherrum alríkisins, og getur haft áhrif á samcigin- leg mál alríkisins; og er því ekki óeðlilegt þótt konungur hafi kvatt aðstoð sína og aðra hönd, í öllum alríkismálum, forsætis rárðherrann, til að skrifa undir útnefning- una, það getur á engan hátt gefið oss grun um að Danir fari að skipta sjer af sjermálum íslands, fyrir þetta, þótt þeir haldi í þá venju að forsætis ráðherra skuli undir skrifa útnefninguallraráðherra Danaveldis. En svo er eptir eitt atriðið enn, að þetta sje íslands-ráðherra að kenna. — Það hefir verið bent á, að hann hafi getað afsalað sjer ráðherra embættinu ef þessu væri fylgt. Mikið rjett, það gat hann. En hvaða árangur hafði það? — Engan annan en þann að við hefðum fengið annan ráðherra, því ekki hefði stjórninni orðið skotaskuld úr því að skipa í em- bættið og þótt enginn íslendingur hefði viljað verða til þess hefði hún óefað feng- ið til þess »danskan íslending,« eða al- danskan mann. Og hvað var svo unnið við það? Ekki annað en það að draga

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.