Vestri


Vestri - 21.05.1904, Blaðsíða 2

Vestri - 21.05.1904, Blaðsíða 2
Ii4 VESTR’I. allann kjarna úrTstjórnarbótinni. Grafa hugmyndina um þingræðisstjórn í jörð niður áður en hún komst í tízku — eyði- leggja þann kjarna stjórnarbótarinnar, að stjórnin sje í höndum þingsins og æðsta vald milli þinga í höndum manns, sem hefir þekkingu á högum vorum og traust meiri hluta þjóðarinnar. Það hefði verið betur farið en heima setið, að setja slíkt skilyrði eí það hefði orðið til þess, að einhver danskur eða dansk-lundaður maður, sem ekkert traust haíði hjá þjóðinni og enga þekkingu á málum vorum eða högum, hefði orðið ráðherra! Það hefir verið bent á það, að stj.- skrármáls-netnd neðri deildar og þar á meðal ráðherrann (H. H.) hafi látið í Ijósi það álit sitt, að hún gengi að því vísu, að ráðherrann fyrir ísland væri skipaður at konungi með undirskriít ráðherra ís- lands. Það má því ganga að því vísu að ráðherrann hafi bent stjórninni á þenn- an skilning sinn og þingsins þótt stjórn- in vildi ekki ganga inn á hann, og máski hann hafi lika undirskrifað ráðherra-skip- unina með konungi og forsætis ráðherra. En þessi ummæli hans í nefndinni, sem >ísaf.< og fleiri blöð tyggja upp hvort eptir öðru, sýna að eins það eðli hans að segja það sem honum sýnist rjettast, en hafa það ekki eins og >axla-Björn«, að bera kápuna á báðum öxlum, til þess að eiga jafnhægt með að fleygja henni á hvora öxlina sem vera vill. Að undirskrift forsætis-ráðherrans dragi að nokkru leyti úr ábyrgð íslands ráðherra, nær engri átt. Abyrgðarlögin fyrir ráðherra fslands eru samþykkt og undirskrifuð af honum og taka af öll tvímæli í því efni. Nei, það er svo sem auðsjeð, að það er ekki ástæða til að illskast við neinn eða ámæla neinum út úr þessu nema ef vera skyldi dönsku stjórninni. Eða halda menn að þeir, sem mest fárast yfir þessu hefðu getað neytt Deunzter til að þurka aptur út nafnið sitt, ef einhver þeirra hefði verið skipaður ráðherra? Því fer víst harla fjærri. Sökin er sú, að þetta er ekkert ann- að en kosniugakveisa, sem þeir hafa feng- ið svipuð og í fyrra. Þess var einu sinni getið til, að ekki væri víst hve einlægt fylgi skjórnarskrárbreyting sú, sem nú er samþykkt hefði hjá su.mu.tn Valtývum ef þeir kæmust i meiri hluta; þetta þóttu getsakir. — En hvað gera blöð þeirra nú. Hafa þau ekki flest snúið við blað- inu og hlaupið undir merki Landvarnar- manna, fjandmanna frumvarpsins, að eins í von um að geta kannske komist í meiri hluta, steypt stjórninni og komist að völd- um. Nú sjest hve margir þeir verða, sem fara þessa leiðina. Tækist þeim slíkur leikur þegar i byrjun væri stjórnarbótin sannkölluð hefndargjöt; en hún hefir verið þjóðinni of dýrkeypt til þess að láta hana fara þannig í hundana. Hafa menn ekki heyrt söguna af kóngssyninum, sem ætlaði að sækja unn- ustu sína til undirheima, en til þess að hann kæmist þangað lánaði fjölfróður kunningi honum tík sína tií að vísa hon- um leið. Hann átti að halda í rófuna á tíkinni og fylgja henni gegn um myrk- ur og ófærur. Sömu aðferð ætla hinir valdsjúku úr valtýska-flokknum að viðhafa til að ná í unnustu sína — völdin. Atli og^Hávarður (Valtýr) benda fyrst á þetta ráð í >ísafold« og vekja tíkina upp með landvarnargreinum sínum. >ísafoldar<- klíkan í Rvík heldur sjer svo í skottið á henni við kosningarnar í fyrra vor, en skammast sín þó hálfgert fyrir. En nú er örvæntingin svo mikil, að margir úr valtýska flokknum grípa tveim höndum um rófu landvarnar, til að reyna að láta hana vísa veginn og draga sig til fyrir- heitna landsins — gegn um kosningarnar í vor. En nú skulum við líta á Landvarn- arliðið, þetta gersemi, sem á að vísa val- tývum veginn, troða braut fyrir iþá og draga þá í skottinu. Það hefir verið margsýnt fram á að stefnan sje runnin frá Valtý sjálfum, í því skyni að kljúfa og veikja heimastjórn- arflokkinn. Það er að vísu enginn efi á þvi, að sumum landvarnarmönnum hefir verið málið einlægt alvörumál, en svo^var það gert að svo megnu æsinga-máli, að það hefir að mestu komið fram sem æs- inga-stefna síðan. Það er stigamannseðlið, áreitnin, ó- eyrðin og æsingarnar, sem hafa verið lífið í brjóstinu í því. Hvaðan hafa stafað óeyrðirnar í latínuskólanum í vetur, ann- arsstaðar en þaðan? Og >framsóknar«- blöðin hafa auðvitað borið olíu í eldinn, og æst þá í þessu þjóðholla starfi. Lítið í >Ingólf,« þótt ekki sje nema á fyrirsagnirnar og undirskriftirnar, hvað þá greinarnar. Er það likt siðprúðri blaðamennsku, annað eins? Og yfir þetta breiðir svo einn latínuskóla-kennarinn blessun sína. Og lítið inn í herbúðir >landhersins« og á leiðtoga hans suma hverja, eða heræfingar þeirra á >Landinu< þar sem þeir hlaða hver annan með drykkjurugl og >delerium«! Heimastj. blöðin hafa allt til þsssa tekið mjög vægt og kurteislega á ærslum landvarnarmanna þrátt fyrir allan rudda- skap þeirra, því menn hugðu það sprottið af unggæðishætti og áhuga. En þegar menn sjá nú af hvaða rótum það er runn- ið hjá flestum þeirra, verður farið að svara þeim í sama tón; þá sjaldan að þeim er haldin sú hátíð að virða þá viðtals. Það er auðvitað ekki svo að skilja, að til eru þeir menn innan landvarnar- stefnunnar, eins og hún kom fyrst fram, sem er raun að því, í hve ófriðvænlegt og óeðlilegt horf hún hefir breyst, menn sem var hún áhugamál og hugðust að vinna gagn með henni, en sem ekki eiga neinn þátt í þeirri stjórnleysingja-stefnu 29. BL. flokksins, sem nú tekur langt yfir aðrar raddir. Enn þá er ekki sjeð fyrir endann á því hve margir það verða úr valtýska flokknum gamla, >framsóknar-flokknum« svo kallaða, sem taka nú höndum saman um landvarnar skottið Vonandi að þeir verði sem fæstir og óefað að hinir hyggn- ari og gætnari menn flokksins rnuni ekki láta æsing blaðanna hafa áhrif á sig eða hleypa í sig tryllingi. Og þjóðin, hvað ætlar hún að gera. Ætlar hún að láta óheilla systurnar, öf- und, hefnd, heift og sundrung o. s. frv. flakka enn um land, sem fyrri, og jeta þjóðina út á húsgang, slíta hverja góða taug og spilla störfum og framtakssemi þegar mest ríður á, að allir leggist á eitt: að >elska, byggja og treysta á landið.« Nei, það gerir hún varla, hún tekur þær fastar og sendir þær heim á sína sveit, eða lætur í það minnsta þvaður þessara farandkvenna, sem vind um eyr- un þjóta. Það hefir nógu mikið illt af þeim hlotist! jfet Frjettir frá jítlöndum. . —^iti0— atíá l Frá Ófriðnum. jj(Siöustu írjettir þaðan, sem bárust hingaö með »Firda« eptir fregnmiða frá »jsaf.« ná til 10 þ. m. og eru því að eins 10 daga gamlar). Morguninn 3. þ. m. sökktu Japanar 4 grjótbyrðingum i hafnarmynni Arthur- hafnar, og er nú leiöin sögð alveg teppt nema fyrir tundurbáta og önnur smáskip. 3—4 grjótbyrðingar aðrir sprungu í lopt upp eða sukku áleiðinni inn í hafnarmynn- ið. Manntjón varð allmikið hjá Japönum, meat sakir þess að veður var feyki hvasst. 6. þ. m. var landher Japana kominn norður i Feng-hjúan-tsjang (sjá síðasta blað), Og hrukku Rússar þaðan viðstöðu litið, og er haldið líklegast að þeir haldi ucdan vestur í Liao-jang. 5—7. þ. m. komu Japanar her á land á 3 stöðum á Liaotungskaganum 8—14 mí!ur noður af Port-Arthur, 10 þús. manna á hverjum stað, Rússar hafa ekkert viðnám veitt og hafa Japanar náð járnbrautinni á sitt vald og girt fyrir aliar samgöngur til Port-Arthur á iandi líka, þvi skaginn er þar fremur mjór. Stendur nú Arthurhöfn illa að vigi og hsett við að varnir fari brátt að þrjóta. Ekki þarf yíiraðmirállinn nýi, Skrydlow, að ómaka sig þangað úr þessu. Borgina Njú-tsjang hafa Rússar nú yfir- gefið og höfðu þeir þó hatt þar allmikinn viðbúnað til að verja Japönum landgöngu. Eystrasaltsfloti þeirra kvað nú hættur við að vitja ófriðarstöðvanna fyrst, eptir fregnirnar af siðustu óförunum. Um 3000 manna er nú sagt að fallið hafi at' Rússum eða orðið óvígir í orust- unni við Jalu-fljótið um mánaðarmótin. Japanar hafa dysjað 1500 lik rússnesk og hafa 530 særða Rússa í sjúkraskýlum sín- um, og yfir 300 hertekinna Rússa voru komnir til Tokio, höfuðborgarinnar i Jap- an 9. þ- m. ^ Það slys vildi til hjá Rússum að þeirra

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.