Vestri


Vestri - 30.07.1904, Blaðsíða 1

Vestri - 30.07.1904, Blaðsíða 1
EST III. árg. Frjettirfrá útlöndum. Glasgow, 8. jálí. Frá Ófriðnum. Orusturnar við Vafangtien (þ. 14. f. m.) og við Fútsjá (þ. 15.) bera þess ljós- an vott, að Japanar sækja fast róðurinn móti Rússum. í fyrstu frjettist, að að eins fáar liðssveitir Rússa hefðu tekið þátt í bardögum þessum. En nú eru fregnirnar gleggri og eptir þeim að dæma heíir Stakkelberg — einn af hershöfðingjum Rússa — verið sendur suður á bóginn með 30—40 þúsundir vígra manna og það er hann eða hans lið, sem barist hefir við Japana við Vafangtien og beðið ósigur. Atti Stakkelberg að halda suður eptir Liaotungskaganum alla leiðtilArt- hurhafnar, koma Japönum þar í opna skjöldu og leysa borgina þannig úr læð- ingi. En brátt mætti hann svo megnri mótspyrnu af hendi Japana, að þess var enginn kostur. Sá hann þá sitt vænsta að snúa við og hætta við slika forsend- ing. Rjeðu Japanar þá á hann og felldu af hontim margt manna. Segja fregnirn- ar, sem annars að vanda eru mjög ósam- kvæmar, að nær allur hluti liðs hans hafi nálega verið fallinn í hendur Japönum, en þá hafi Kuropatkin með meginher Rússa haldið suður eptir í skyndi og borgið með því Sakkelberg. Segist sumum svo frá, að Stakkelberg hafi þó orðið að skilja mikið eptir af fallbyssum og öðrum þunga- farangri, er fallið hafi í hendur Japönum. Aðrir bera það þótilbaka. í viðureign- um þessum hefir Stakkelberg misst ó- grynni liðs — sumir segja um hálft fjórða þúsund — en eigi er enn þá hægt að ákveða tölu þessa með nokkurri vissu. Það gefur og að skilja, að Japanar hafa og misst margt manna, en eptir öllum fregnum að dæma er manntjón þeirra miklu minna en Rússa. Eptir ófarirnar við Vafangtien hörfaði Stakkelberg norð- ur eptir til Kaiping, er liggur við Liao- tungflóann, skammt fyrir sunnan Njú- sjang. Skömmu seinna komu Japanar þangað og varð hann þá að hörfa lengra norður eptir. Náðu Japanar Kaiping þ. 22. f. m. og búast þeir þar um fyrst um sinn. Víggirða þeir bæinn rammlega að sögn, því að Rússar eru fjölmennir þar fyrir norðan, fyrst Stakkelberg með Hð sitt og svo Kuropatkin þar norður af (við Haitsjeng), ef trúa má þeim fregnum, sem segja, að Kuropatkin hafi haldið alla leið suð vestur til Haitsjeng frá Liaojang til að bjarga liði Stakkelbergs. Er þá þunnskipað við Liaojang og líklegt, að Kuroki hugsi til hreyfings með lið sitt. ÍSAFIRÐI, 30. JULÍ 1904. Er herdeild þeirri, sem Japanar fyrir nokkru komu á land við Takúsjan á Liaotungskaganum án efa ætlað að sam- einast her hans vestur af Sjújen og taka þar höndum saman við Nodzu, sem ræður fyrir vesturhernum (við Kaiping og þar í grennd). Hefir herdeild þessari lent saman við Rússa þ. 21. f. m. nálægt bæn- um Semjútsjen, sem liggur skammt fyrir norð-vestan Sjújen. Tóku Japanar þar höndum nær þrem hundruðum Rússa og náðu 9 fallbyssum og flýðu leyfar Rússa þá norður eptir. Er þá ekkert því til fyrirstöðu, að herdeild þessi hafi þegar tekiðhöndum saman við NodzuogKuroki. — Japanar hafa þá samfelldan her alla leið vestan frá Kaiping og þaðan í bug norð-austur til skarðannafyrir norð-vestan Feng-hjúan-tsjeng og allur sækir herinn þannig í hálf-hring norður eptir landi á móti Rússum. — Um Kuroki og aðal- her hans vita menn enn sem fyr harla lítið. Kuroki tekst svo snilldarlega að haga ferðum sínum og hers sín», að Rússar segja hann ýmist austur á Mukdenvegi, ýmist á Liaojangveginum, (sem liggur vestar) eða jafnvel, að hann haldi alveg í vestur til Haitsjeng. Líklegast er að Kuroki sje þó sjálfur á veginum frá Feng- vang-sjeng til Liaojang með aðal-herinn, en hafi sent minni flokka norður eptir vegunum fyrir austan sig og vestan. Má án efa telja það víst, að hann haldi styttstu leið til Liaojang. Bera bardagar þeir, sem Rússar og Japanar hafa átt þ. 26. og 27. f. m. fyrir norð-vestan Feng-hjúan- tsjeng vott um, að Japanar hafi all-mikið lið á leiðinni ffá Feng-hjúan-tsjeng til Liaojang og er það næsta líklegt og jafnvel talið víst, að Kuroki hafi sjálfur stýrt því Jiði, er sigraðist á Rússum og náði á sitt vald flestum hinum helztu skörðum, er vegurinn frá Feng-hjúan- tsjeng til Liaojang liggur um. Jafnvel Motienskarðinu kváðu Japanar hafa náð. Segja síðustu fregnir, að þeir eigi skammt ófarið til Liaojang. En eigi er gott að segja, hvort fregnir þær eru með öllu áreiðanlegar. Rigningar og aðrar tálm- anir hindra mjög ferð Japana og því mjög ólíklegt, að þeir sjeu svo skjótt komnir alla leið til Liaojang. Væri lík- legra, að þeir byggju vel um sig í sKÖrð- unum fyrst um sinn. En hvað sem ferð Japana lengra suður líður, þá er það næsta auðsætt, að þeim er hinn mesti hagur að hafa skörðin á sínu valdi. Nálægt Kaiping hafa Japanar nýlega komið nálægt 20,000 liðsmanna á land undir forustu Sainugeho hershöfðingja. A hann án efa að rjetta Nodzu hjálpar- Nr. 3f&. hönd móti Kuropatkin og ef til vill snúast móti Njúsjang, sem Rússar halda enn. Ef Kuropatkin því eigi lætur undan síga norður á bóginn aptur til Liaojang, mun tíðinda að vænta af her Nodzu. Liklegast er, að Kuropatkin haldi sem skjótíist aptur til Liaojang, því að ella mun þar þunnskipað móti her Kuroki. Mun Kuro- patkin varla vilja vera í kreppu milli Nodzu að sunnan og Kuroki að norðan og því af alefli sporna við því.að KurokÍ nái Liaojang. En hvað verður í rauninni, er allt ráðgátu hulið og verður því að bíða seinni frjetta. Frá Arthurhöfn eru strjálar fregnir sem nærri má geta, er borgin er í her- kvíum sjó- og landmegin, en Japanar hins vegar gæta þess, að segja sem minnst frá atburðum þar. Það þykir þó sann- frjett, að þ. 26. f. m. áttu Japanar all- snarpan bardaga við Rússa fyrir suð- austan borgina og náðu þar þremur víg- um. Um líkt leyti náðu Japanar sterkri vígstöð fyrir norðan bæinn, er Ulfshœ.ð nefnist. Segja menn, að þaðan sje hægt að skjóta á næstu virki. Þess ber að g'eta, að virki þessi eru útvígi borgar- innar og til hirna eiginlegu borgarvirkja eru Japanar ekki komnir enn. Þeir hafa og ekki enn að fullu komið í lag víg- vjelum sínum þeim hinum stóru, er þeir ætla að sækja Arthurhöfn með. — í orustum þessum við Arthurhöfn misstu Rússar 200 manna, Japanar nokkru fleira að líkindum. — Um matvæli er svo lítið í borginni, að Rússar hafa ekki sjeð sjer annað fært en láta alla Kínverja fara þaðan í burtu. Segir sagan, að Rússar hafi verið svo svinnir við þá í mat, , ð margir þeirra hafi dáið úr hungri áður en þeir næðu aðkomast úr þessum kval; - stað. Af viðureign Rússa og Japana á sjó ganga margar sagnir, en flestar mjög óáreiðanlegar. Menn hjeldu að flota Rússa á Arthurhöfn væri allar ferðir bannaðar, því að grjótbyrðingarnir, er Japanar sökktu í hafnarmynninu 3. maí, hafa alit til þessa varnað Rússum að komast út af höfninni. Nú er svo að sjá að Rússum hafi tekizt að sprengja þessi skip upp úr hafnarmynninu, því að þ. 23. f. m. stóð sjóbardagi mikill fyrir utan Arthurhöfn. Segir sagan, að þá hafi Rússar stýrt flota sínum (6 bryndrekum, 5 beitiskipum og 10 tundurspillum) útaf höfninni og beint stefnu sinni til Vladivostochs, án efa í því skyni að sameinast flotanum þar. Var Tago þar fyrir með flota sinn og segja Rússar, að hann hafi eklti þorað að leggja til orustu við þá fyr en myrkva tók. Sendi

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.