Vestri


Vestri - 30.07.1904, Blaðsíða 3

Vestri - 30.07.1904, Blaðsíða 3
39- BL- VESTRI. i55 Iltið út áður en fyrsti sjúklingurinn gerir vart við sig. Það er sagt hjer að framan að misl- ingar sjeu svo algengir í útlöndum að flestir fái þá þar á barnsaldri. — í þjett- býlum löndum og samgöngugreiðum munu þeir fáir sem fara á mis við mislingana þegar á unga aldri. Sjaldnast munu þó börn bera sóttina hingað frá útlöndum, en komi-ð gæt' það vitanlega fyrir. — En í sumum löndum, t. d. í Noregi, er landslagi svo háttað, að svo að segja sjálfgert samgöngubann getur verið þar jafnvel mánuðum saman milliýmsrasveita, af náttúrunnar völdum (fjallgarðar, ár og aðrar torfærur) og getur því vel farið svo, að þótt mislingar gangi í einni sveit, komi þeir alls ekki í aðra, og opt kemur það náttúrlega fyrir, að mislingar ganga í kaupstöðum og smáþorpum meðfram vesturströndinni, en komast máske aldrei upp í sveitirnar þar upp af, — fáförullt á milli og ekki sá landssiður að hvert mannsbarn fari í kaupstað eins og hjer á landi er víða. — Getur því auð- veldlega farið svo að einstaka menn verði þar fullorðnir án þess að hafa fengið mislinga. Og svo verður að muna eptir Færeyjum. Þær liggja eins og kunnugt er, næst-»yzt á hala veraldar,* og þangað koma ekki mislingar nema með höppum °g glöppum, líkt og til íslands. ■— A Færeyjum geta því verið fjölda margir fullorðnir menn, sem ekki hafa fengið mislinga, og getur því sóttin fluttst það- an og hingað þegar minnst varir. Allir þekkja hvernig hjer á landi er farið að smala mönnum á þilskip: agentar sendir upp um sveitir; peningaborgun, hátt kaup, hálft tros og annar fögnuður á boðstólum og svo ráðast menn íhóp- um til þilskipanna, sem ekki er tiltöku- mál. Svipuð aðferð mun vera sumstaðar í Noregi til þess að afla manna út á allan þann mikla flota af fiski- Og síldarveiða- skipum, sem hingað sækja árlega. — Einkum á þessi smalamennska þó heima hjá þeim, sem hvalveiðastöðvarnar eiga hjer við land. Þeir þurfa á mörgu fólki að halda, og þar þurfa ekki allir að vera vanir sjómenn. Getur þá auðveldlega svo hittst á, að innan um þann sæg af fólki, sem ráðið er í þá vinnu, slæðist einhver úr afskekktu hjeraði, sem aldrei hefir haft mislinga, þótt tvítugur sje, — þessi maður kemur svo til sævar, gistir 1 eða 2 nætur í hafnarstað þeim, sem skipið leggur út frá með allt verkafólkið, og er þá svo heppinn eða hitt heldur að ná þar í sig mislinga-sóttkveikju; kemur svo hingað til lands og sjer enginn neitt á honum. Skipið fær heilbrigðisvottorð og allt er í bezta lagi. Nú getur vel farið svo að þessi maður sje sendur út og suður, í kaupstað að sækja brjef, t. d., eða hann ráfar oð gamni sínu á næstu bæi við hvalastöðina, og máske á f jarlæg- ari staði, enginn sjer neitt á honum, en hvar sem hann kemur, sáir hann út mislingum á alla sem við geta tekið. — Sje nú þetta íarþegi, sem mislingana hedr fengið í Noregi eða á skipinu á leiðinni upp hingað, — farþegi, sem ekki er ráðinn í hvalveiðavinnu, en er sjálfum sjer ráðandi og laus og liðugur. g-etur hann farið hvert á land er hann vill eptir að hjer kemur, og sáð óspart út mislingum. Nú er læknis vitjað þangað sem fyrst ber á veikinni, hann sóttkvíar, setur verði o. s. írv. sem lög skipa iyrir. — En nokkru síðar gýs sóttin upp annars staðar. Og svo er skrifaðí blöðin: mislingar komu á land þar og þar, og var eitthvað kákað við að sóttkvía, en allt ónýtt, og líklega lækni að kenna, eða lögreglustjóra eða báðum. — Er nú nokkur satingirni í slíku? Um það læt jeg hvern einn ráða svari sínu. — Reynslan hefir sýnt að mislingar geta borist hingað til lands þrátt fyrir öll lagaákvæði. Uvort þeir breiðast út langt eða skammt, getur verið komið undir hendingu einni. Að stöðva þá kostar ætíð fje — úr landssjóði. Sje það alvörumál, að bægja misl- ingunum algjörlega hjeðan, virðist því þurfa einhverra nýrra úrræða. Jeg er fyrir mitt leyti ekki svo afar hræddur við að það komi fyrir að skip frá Danmörku komi hingað með mislinga; sama er að segja um skip frá Frakklandi, Englandi og ef til vill Skotlandi. Ohugs- andi er þó slíkt ekki, og skal jeg lofa öðrum að segja álit sitt um það. En um Noreg og Færeyjar er öðru máli að gegna, úr þeirri átt má búast við mislingum hvenær sem vera skal, og geta þeir auð- veldlega náð útbreiðslu áður en varir og rönd verði við reist, nema með ærnum kostnaði. Það kann að þykja óhæfa, það ráð sem mjer hefir dottið í hug. Það er þó ekki svo mikil óhæfa að ekki megi ræða það. Mín tillaga er sú: að bætt sje inn í sóttvarnarlögin frá 6. nóv. 1902 ákvæði um, að halda mætti í sóttkví sjerhverju aðkomuskipi frá Færeyjum og Noregi, hæfilega langan tíma, miðaðan við brott- farardag þess, þartil lækni þætti öruggt um mislinga-sótthættu. Fljá þessari sóttkvíunarkvöð kynni að mega komast með því móti, að skip- inu fylgdi, — auk vanalegs lögboðins sóttvarnarskírteinis, — vottorð fyrir hvern eiuasta mann, eráskipinu væri, — hvort sem væri farþegi eða skipsmaður, um að hannhefði legið i mislingum. - Vantiein hvern skipsmann slíkt vottcrð, er hann lagður í sóttkví svo lengi sem þurfa þykir. Þetta kann að þykja hart aðgöngu, í fyrstu, eu engin frágangssök þarf það að vera. Skips útgerðarmaður þekkir þetta laga ákvæði, og setur það upp við hvern þann, sem ræðst með honum til ferðar, að hann hafi með sjer mislinga skírteini. Vottorð þetta getur hver maður fengið í heimahögum sínum, líkt og' skírnar- og bólu-vottorð, Hver sá Norð- maður og Færeyingur sem ræðst til ís- lands ferðar eða til dvalar hjer, útvegar sjer þá slíkt vottorð áður en hann fer að heiman. Að eins gæti komið til mála hvert vottorðið gæti eigi talist gilt jiótt eigi væri það undirritað af lækni, hefdur t. d. hreppsstjóra (lensmand) presti eða öðrum. Yrði nú einhver valdur að út- breiðslu rnislinga jrrátt fyrir siíkt vottorð, ætti hann eða skipsútgerð rmaður hans að greiða allan kostnað við sóttvörnina hjer, og sæta ábyrgð að auki ef vottorð hans reyndist miður áreiðanlegt. Jeg hef enga trú á, þótt bætt væri inn í sóttgæzluskírteinið votturði frá þeim konsúl, sem það gefur, um að ekki gangi mislingar í þeim bæ, sem skipið fer frá, nje því byggðarlagi, því að þeir geta gengið þótt konsúll viti ekki af; einhver farþega eða skipsmanna getur líka verið aðkominn úr fjarlægu byggðarlagi, og hafa þar tekið í sig mislinga-sóttkveikjuna skömmu áður en hann fór að heiman. — En enginn læknir getur sjeð á manni hvort svo er eða ekki. Mislingasótt er að því leyti alveg sjerstæð í sóttvarnarlegu tilliti fyrir ísland, að önnur lönd, sem viðskipti hafa við ísland, verja sig alls ekki fyrir henni, og hún er þar ekki talin með þegar um sóttnæma sjúkdóma er ð ræða, t. d. á sóttvarnarskírteinum skipa. En hættan við útbreiðslu hennar hjer um land — ef hún á annað borð kemst á land — er svo mikil, o;- svo mjög komin undir hend- ingu og atvikum, og kostnaðurinn við sóttvörnina svo óhæfu mikill, að ekki sýndist vera um of þótt gripið væri til allra ráða til að afstýra þeim voða. Það má máske þrátta enn lengi um það, hvort gera eigi mislingana hjer landlæga eða ekki Jeg leyfi mjer — fyrir mitt leyti að hafa þá skoðun, að annaðhvort eigi að gera mislingasóttina hjer landlæga, eins og í öðrum löndum, og strika hana alveg út úr sóttvarnarlögunum, — jeg get hugsað mjer að einhver þinginaxma hugsi sig um tvisvar áður en hann ræður það með sjer eða að reyna að búa enn þá betur um hnútana til þess að verjast henni, á svipaðan hátt eins og jeg hjer að framan hef bent á. Eins og nú stendur, finnast mjer ver allt of marg-ar dyr fyrir sótt þessa að læðast hjer inn um, og finnst mjer það vera galli á gjöf Njarðar -— sóttvarnarlöggjöfinni, þótt góð sje að mörgu leyti. Bkemmtifekð. Verzlun Leonh. Tangs hjer í bseuum, ieigði gufub. »Guðrún« a sunnudaginn var í skemmtiferð með verkafóík sitt, inn í : Hatt; rdalsskóg. í f'irinni voru am 50 manns, en ýmsir. er boðið var gátu ekki tekið þátt í förinni sökum veikinda heíma fyrir. Veitingar voru kappnógar af verzl. hendi: súkkulaði, kaffi, sselgseti o<r drykkjarfðng, og ijúka allír upp einum munni nm að ferð- ;in haíi verið hin rausnarlegasta og skemmti- iegasla. Þetta er i íýrsta skipti er vjer vitum til þess, að verzianir hjer hali kost- iað siíka skemmtiferð fyrir folk sitt, og ‘sjerstaklega lofsvert og má með tíðindum ,telj,.át. ■

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.