Vestri


Vestri - 24.06.1905, Blaðsíða 1

Vestri - 24.06.1905, Blaðsíða 1
c-ec^ e Ö'C-ásk* Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. IV. arg. ÍSAFJÖRÐUR, 24. JÚNÍ 1905. Np. 34. Lýðmenntunarmálið á næsta þingi. (Frh.) 3. Víðast erlendis mun skóla- skylda vera lögleidd, og þykir það nauðsynlegt til þess að barna- menntunin verði svo almenn sem auðið er. Hjer á landi væri þáð eigi síður æskilegt enn annar- staðar; en staðhætur og fátækt er slíkum lagaákvæðum mjög til fyrirstöðu. Hjer sýnist frumvarpið fara mjög svo heppilegan milliveg, þar sem það fyrirskipar að vísu skóla-skyldu fyrir börn áaldrinum 10 — 14 ara; tíil leg«'ur Þ° svo fyrir, að skólanefndir skuli ei þess er óskað, veita uncianþágu frá henni öllum þeim börnum, er hún álítur að eigi kost á jatngóðri fræðsiu heima. Efnamenn,; se.a óska að láta kenna börnum sínum heima, geta því haldið heim'ilis- kennara, og eframinni heimili, sem eru þess umkomin að veita hina lögskipuðu tilsögn sjálf, þurfa engu að kosta til fræðslu barna sinna utanheimilis. Vanrækslu. samir foreldrar fa á hinn bóginn nauðsynlegt aðhald til þess, að veita börnum sínumhinalögboðnu fræðslu, að viðlögðum sektum: er það ákva^ði með öllu sjálfsagt, því að. ekki mega blessuð börnin gjalda þess, að foreldrarnir kunna ekki að meta gildi góðs uppeldis. 4. Heimavisíarskólar¦ hafa mætt nokkuð misjöfnum undirtektum, sem og er eðlilegt. Sjeu þeir í alla staði góðir og vel úr garði gerðir að því er snertir kennslu- krapta, kennsluhætti o. s. frv., má segja, að þeir sjeu allra skóla full- komnastir, og væri því æskilegt að þeir yrðu sem víðast reistir hjer á landi, þar sem erfiðleikarnir á því að saekja fasta skóla heiman eru víða ókleyfir. En svo er og á hitt að líta að slíkir skólar eru talsvert dýrir' ef þeir eiga að vera vel úr garði gerðir að húsakynnum, kennslu- kröptum og kennsluáhöldum. — Stiórn slíkra skóla er og mjög erfið, svo mikið vandaverk, að ekki er til trúandi nema úrvals kennurum. Fari skólahaldið í ólestri á einhvern hátt, gætu þessar stofnanir orðið gróðrargtíur fyrir ósiði og lesti. Með irv. því, sem hjer ræðir um, eru slíkir skólar, »heimavistar- skólar,< hvergi lögboðnir, heldur að eins leyfðir; gefið undir fótinn að koma þeim á fót, þar sem hentugt kynni að þykja, en þó að áskyldu ýmsu eptirliti fra sjórn- arinnar hálfu. Og má af því marka, að stjórninni hefir þótt varhugavert, að fara hart af stað með stofnun heimavistarskóla. — Æskilegt væri að einhverjar sveitir hagaýttu sjer þann landsjóðsstyrk sem heitravistarskólum er heitinn með frv., ef það verður að lögum, og stofnuðu einn eða fleiri skóla aí þessu tagi til reynzlu. Hjeraðslæknir Guðm. BjÖRNS- SOK í Reykjavík, hefir gert uppdrátt að heimavistarskólahúsi handa 40 börnum, sem virðist einkar hentugt fyrirkomulag á. Eptir áætlun smiðs í Rvík ætti slíkt hús að kosta um 15,000 krónur. 5. Ráðning barnakennara hefir að undanförnu veiið með þeim hætti, að ekki hefir verið við unandi. Þeir hafa verið ráðnir til eins vetrar í senn víða hvar, og átt undir högg að sækja að fá að halda stöðu sinni, þó að öllum aðstandendum hafi líkað vel við þá í alla staði, þvt að allt af gat euihver boðist fyrir minna, og þá var staðan þegar orðin völt. Stundum hefir það komið fyrir, að kennari hefir ekkert svar getað fengið fyr enn að haustinu, hvort hann fengi að halda stödu sinni, og þá fengið afsvar. Á þessu óþolandi ástandi ræður nú frv. bót með því að skipa svo fyrir, að kennarar sjeu ráðnir með skriflegum samningi ogmeð hœfilegum uppsagnarfresli. Um laun kennara hingað til, er bezt að ræða sem fæst. Barnakennslan héfir verið launuð, jafnvel góðum kennurum, lakar enn mjög vandalaus verkmanna- vinna. En víða er þó farið að bera á því, að aðstandendur barna meta barnakennsluna svo mikils, að þeir bjóða sjálfkrafa meiri borgun enn áður hefir gerzt, eink- um þar sem um góða kennara hefir verið að ræða. Og þó að í þessu nýja frumvarpi sje ekki stigið stórt stig til þess að hækka laun þessara þörfu starfsmanna þjóðarinnar, þá má þeim vera ánægja að sjá, að hjer roðar fyrir nýjum degi. Þeir mega og vita það, að allir sem kunna að meta verk góðs barnakennaru, m helzt óska að geta launað það svo vel sem starfsemi í opinberar þarfir er bezt launuð. — Þetta tvennt verður að haldast í höndur: hœrri laun fyrir barnakennslu 'og hœfari kennarar. Vjer vildum óska, að næsta þing hefði það hugfast. 6. Skipun skólanefnda er að því leyti ekki nýmæli, að skóla- nefndir hafa áður sumstaðar verið til. Aðal-nýungin er það, að prestunum er ekki lengur falið eptirlit með kennslunni, nema að því leyti, sem þeir kunna að verða kosnir í skólanefnd, en það mun að sjálfsögðu verða gert þar sem völ er á góðum manni í prest- stöðu til þess. Hitt virðist mjög vel við eiga, að kennarinn sje ávallt sjálfkjörinn í skólanefndina, þar sem sú nefnd ætti ávallt að vera skipuð sem áhugamestum mönnum um barna-fræðslu, og með svo mikilli sjermenntun i þeirri grein, sem kostur er á. En gera má ráð fyrir að kennarinn verði ávallt í því tilliti með fær- ustu mönnum sveitarinnar. Undir skólanefndunum er mjög* mikið komin framkvæmd þessara laga- fyrirmæla. Og all-líklegt er að það Æki áhuga á kennslumál- unum, að menn verða að kjósa sjer nefndarmann úr sínum hóp, Þeir geta ekki lengur kastað allri sinni áhyggju upp á prestinn sinn. Afskipti bænda og búalýðs af kennslumálunum vekur áhug 1 þeirra og eykur þekkinguna, og hvorttveggja er gott og gagnlegt. 7. Skipun kennslu-umsjónar- manns hefir auðvitað kostnað í för með sjer, en hjá þeim kostnaði verður ekki komizt. Yfirumsjón kennslumálanna hefir hingað til verið í höndum stiptsyfirvaldanna, en þeir menn hafa enga sjerþekk- ingu haft á skólamálum, og að engu bætt úr eptirliti prestanna. Samkvæmt frv. þessu, hefir stjórnarráðiðyfirumsjónlýðmennt- unarinnar, en umsjónarmaðurinn á að vera henni til aðstoðar, og þarf auðvitað að vera fróður um skólakennslu og skólahald. Starfsvið umsjónarmannsins á- kveður stjórnarráðið. En það er bersýnilegt, að þessi maður fær mikið verk að vinna, því að víða mun verða pottur brotinn; margt þarf að laga, eptir mörgu áð líta, um margt að fræða, margan að hvetja og vekja til áhuga og fram- kvæmda. Umsjónarmaðurinn þari að framkvæma lifandi, áhrifamikið eptirlit, með því að ferðast um, heimsækja skólana og tala við húsfeður. Allt slíkt eptirlit hefir hingað til gersamlega vantað. En sje uinsjónarmaðurinn duglegur, vel menntaður og mannúðlegur maður, mun hann blása nýjum anda í brjóst mörgum manni, og vinna þessu máli ómetanlegt 8. Kennsluáhöld og skólahús hafa hingað til verið mjög ljeleg og staðið kennslunni fyrir þrifum. Það er viða miklu fremur þekk- ingarskortur áuppeldismálum enn f járskortur, sem hefir valdið því, að kennsluáhöld hafa ekki verið svo sem nein við suma kennslu, jafnvel engin i sumum föslum skólum, hvað þá heldur að far- kennurum hafi verið lagt neitt slíkt upp í höndurnar. Menn hafa verið að basla við að kenna landa- fræði og náttúrufræði myndalaust o. s. frv. Ekki að tala um að biblíusagan hefir verið kennd án þess að gefa börnunum hugmynd .um þau lönd eða hjeruð, er þeir viðburðir gerðust, Eða hafið þið sjeð prestinn með Palestínu-kort í höndunum? Hjer er svo til ætlast, að yfir- st]órn lýðmenntunarinnar skipi fyrir um þau kennsluáhöld sem nauðsynlega þarf að hafa við kennsluna. Það kostar ekkimikið fje, að afia þessara áhalda, en þau gera kennsluna unaðslegri og ávaxtasamari. Skólahúsin íslenzku bera þess ljósastan vottinn hversu skammt vjer erum enn komnir í skóla- haldi. Vjer erum ekki að fást um, þó að bláfátækar sveitir verði að uha við ljeleg skólahús. Efna- hagurinn verður nokkru að ráða. En það er hörmulegt að sjá skóla- hús reist fyrir nægt fje, en gerð þó úr garði ekki betur enn mið- lungs f jenaðarhús, dimm og lopt- laus, með borðum og bekkjum, sem hljóta að skemma heilsu barnanna. — Til þess að forða því, að þessum og þvílíkum skólahúsum fjölgi, er svo ráð fyrir gert í umræddu frumvarpi, -að skólahús verði reist eptir upp- drætti, er yfirstjórnin hefir sam- þykkt, og er það auðsjáanlega tilgangurinn, að stjórnin hafi hönd í bagga með það, hvernig skóla- hús eru gerð. Það gera stjórnir allra landa, og það hefði stjórn íslands efiaust lika gert, ef hún á annnað borð hefði haft nokkur atskipti af kennslumálum landsins. Nokkurn kostnað hefir sú breyt- ing í för með sjer, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir; ení saman- burði við þær framfarir sem af því munu leiða, getur engum þeim manni vaxið kostnaðarauk- inn í augum, sem á annað borð vill nokkuð til vinna, að lýð- menntunin komist í viðunanlegra horf, en nú eigum vjer við að búa. Eitt atriði minnist þetta lýð- menntunarfrumvarp ekkert á, sem

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.