Vestri


Vestri - 06.10.1906, Síða 1

Vestri - 06.10.1906, Síða 1
V. árg. \ Jóh. Þorsteinsson \ r umboðsmaður fyrir lífs- Jj Sábyrgðarfjelagið „Standard“. Jj Heima kl. 4—6 e. m. Jj <■' ,á"V yTfiriíTnfVTníTmfTf ^ " Frjettir frá útlöndum. Daninörk. J. Nellemann fyrv. íslands ráðherra andaðist 28. ág. síðastl. Hann var mikil menni að mörgu leyti og lagamaður góður. Ríkisþing Dana átti að koma saman 1. þ. m. Konungur vor heimsótti Óskar Svía konung fyrrihl. septemberm. og gisti hann tvo daga. Var honum tekið með fögnuði og hátídleik. Hjeldu konungarnir þar hverja ræðuna annari loflegri fyrir hinum. llússland. 24. ág. var gerð tilraun til að myrða Stolypin, 4 dulbúnir menn höfðu komist inn í biðherbergi hans og ætluðu að ryðjast inn til hans, en er þeim var varnað þess missti einn þeirra sprengivjel á gólfið og sprakk hún þegar og tætti allt er nærri var i sundur, 3 af mönn- unurn biðu bana en sá 4 meiddist og var handsamaður. Alls ljet- ust þar um 30 manna, þar á meðal Samjatin hershöfðingi og Nakasjuitne ráðherra. Margir meiddust og limlestust. Dóttir Stolypins missti báða fætur og og sonur hans slasaðist mjög mikið en Stolypin sakaði ekki. Stolypin forsætisráðherra hefir haft á orði að biðja um lausn og mun hann vera orðinn þreyttur á starfinu, og ef til vill hefir honum skotið skelk í bringuvið sprenginguna. Keisarinn hefir gefið f jármála- ráðherranum heimild til að taka 50 milj. rúbla lán, til að verja því til hjálpar nauðstöddum, í þeim hjeruðum sem hungurs- nauðin er mest. í Peterhof skaut ung stúlka á Minn herhöfðingja svo hann fjell dauður til jarðar. Stúlkan reyndi ekki að komast undan og var handsömuð. Landstjórinn í Varshav Van- liovzky hershöfðingi var skotinn til bana, þegar hann ok um göturnar. Morðinginn náðist ekki. 20. f. m. andaðist hinn nafn- kunni Rússaböðull Trepoff af slagi. Mun hann ekki hafa orðið harmdauði löndum sínum. Útgefandi og ábyrgðarmaður; Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 6. OKTÓBER 1906. Nr. 49 Frakkland. Þar er í ráði að leggja fyiir næsta þing tillögu um að halda heimssýningu f París árið 1915. Um tillögu þessa er allmikið talað með og mót. Pius páfi X. hefir nú kveðið upp úr og neitar að sampykkja aðskilnað ríkis og kirkju á Frakk- landi. Hann hefir látið í ljósi að franska þingið og stjórnin hafi gert sig seka í lögbrotum með þessum breytingum sem hvorugt hafi haft heimild til. Hann skipar hinum frönsku biskupum að mótmæla þessari breytingu og neita að hlýða þessum lögum. Pius páfa dreymir víst um að hann geti haft ráð Frakklands f hendi sjer og látið Clemenceau fara sömu för og Bismark fór fyrir Leó XIII. En tímarnireru breyttir og vald kaþólsku kirkj- unnar er magnlítið í Frakklandi. Briand menntamálaráðherra Frakka hefir tekið þessum stór- yrðum páfa með mestu hægð, en segir að það komi biskupunum sjálfum í koll ef þeir sætti sig ekki við breytinguna. Það er heldur ekkitrúlegt að biskuparnir hætti sjer út í þá ófæru. Skipun páfans er líka þannig löguð að hann hefir opnar bakdyr til að smjúga um þegar á reynir. Ameríka. Bankahrun mikið hefir nýlega orðið í Aineríku, einkum í Fildelfin. Bankinn» Real Estate Trust Company,< er talin gjaldþrota og er talið að þar tapist 7 milj. dollara. Banka- stjórinn var hinn mesti f jeglæfra- maður, og hafði tapað stórfje f spilum og veðmálum. Því fje hafði hann aptur stolið úrbank- anum og lagt falska vfxla í þess stað. Þegar allt komst upp skaut hann sig. Gjaldkerinn hafði verið í vitorði með honum. Ymsir sem fje áttu inni í bankanum hafa beðið stórtjón. Bandaríkin hafa stungið uppá að haldin verði alþjóðleg her- flotasýning við Jamestown. Þýska- land hefir látið uppi að það væri hlynnt tillögunni. Persía. Þar er allt í ólagi. öll þjóðf jelagsskipun sýnist rofin Ríkið er gjaldþrota, hefirekkert fje og fær ekki lán. Herinn hefir engin laun fengið um lang- an tíma og er þvf hættur að gegna skyldu sinni, Shahen er alveg ráðalaus og ræður ekki við neitt. Orikkland. Mikil gremja er vefnaðarYörubúð tekur öllum slíkum búðum fram hjer í bæ. F*ar er vönduð, fjolbreytt og ódýr vara, innkeypt af fagmonnum, að eins frá fyrstu liendi í beztu verzl- unarhúsum heimsins. betta sannar það, að lang bezt borgar sig, að kaupa alla vefnaðarvoru í IT E DIN B O R G. ♦ ••• ♦ ••• þar í landi út af Grikkjaofsókn- unum í Bulgaríu. Margir hafa á orði að sjálfsagt sje að grípa til vopna hvað sem það kosti. Tyrkland. Heimurinn hefir nú um tíma haft svo margt að hugsa að Tyrkland hefir fallið í stu,ndargleymslu að sinni. Nú virðist þó athygli stórveldanna aptur vera farið að beinast að I því og er orsök þess mest sú, að Abdal Hamil Tyrkjasoldán hefir verið sjúkur, og telja marg- ir að hann muni eiga skammt eptir. Nú hefir sá siður verið þar í landi, að völdin hafa ekki gengið í arf frá föður til elzta sonar, heldur hefir elzti prinsinn af konugsættinni orðið soldán. Alit manna er að soldáninn vilji koma uppáhaldssyni sínum Bur- hanedden að eptir sinn dag, en þá er þess að gæta að 9 prinsar af ættinni eru eldri en hann og ganga því fyrir honum eptir venjunni. Er því búist við að róstusamt verði þar í landi, og margir meðbiðlar um tignina ef soldán fellur frá. Hyggja því stórveldin og nágrannalöndin gott til glóðarinnar og myndu ekki letja þess að ríkið leystist upp og fjelli í þeirra hlut að meiru eða minna leyti. Bækur og ritfong. Af því að „Vestri“ hefir ekki rúm fyrir nöfn á öllum þeim bókum, er bóksali GUÐM. BERGSSON hefir nú á boðstólum, þá læt- ur hann nægja, í þetta sinn, að geta þess eins, að bækurn- ar eru alls konar og við allra hæfi, og slíkt hið sama má segja um ritföngin hjá honum. • Cuba. Þar hefir fyrir nokkru orðið allmikil uppreist og hafa Bandamenn þegar sent þangað nokkur herskip til að stilla til friðar.. Gull. Miklar gullnámur hafa fundist í Canada nú í ár. Fólk streymir strax til gullstöðvanna unnvörpum. Japau. Japanar hafa nú til- kynnt að höfnin Dalný sje opn- uð til siglinga fyrir allar þjóðir. Norvegur. Þingmannakosn- ingar hafa farið fram í Norvegi nýlega og hefir stjórnarflokkur- inn borið hærri hluta. Kína. Ekkjudrottuingin hefir nú hvatt ýmsa helztu menn lands. ins og stjórnarvitringa á sinn !und, til þass að athuga hvort

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.