Vestri

Tölublað

Vestri - 11.11.1911, Blaðsíða 2

Vestri - 11.11.1911, Blaðsíða 2
x 7 S V E S T R I 45 L Nýj ar vörur! B^T Með slðustu skipum hefir komið mikið úrval af nýjum vörum, svo sem: Hálslín. Skyrtur fyrir karla og konur. Ullar-skyrtur og buxur. Sokkar o. £1. o. fl. Ennf remur: Peysur, Sjalklútar og margskonar prjónavörur. V etrarhúfur. Enskar húfur. Kysur, barnahiifur og m. fl. ffiikið úrval af fataefnum. Bomesl. Tvisttau. Léreft. Broderaðar blúndur. Ált með óvanalegu lágu verði. BW* Einnig mælum vér me(3 hinum miklu hirgðum vorum af tilMnum iierra- og Mrnafatnaði, sem náð hefir almenn- ingshylli. V erslun O DÐRÍÐAR ArNADÚTTUR. engin líkindi eru til að húsin seldust ekki vel fyrir efninu. Slík lán ættu bankarnir einmitt að veita með góðum og aðgengilegum kjörum. Það mætti heita sæmileg híbýli fyrir sjómenn og verka- menn að hafa tvö herbergi, eldhús og geymslu, þeir eiga víst ekki almennt svo góðu að venjast. Með slíkri híbýla- skipun nægði o. 12X12 tvílyft með kjallara til geymslu, inngang gætu þeir til sparnaðar haft einu, og tvær fjölskyldur búið uppi og tvær niðri. Að því er vinnu á húsinu snertir gætu menn mestu atkastað á 2 — 3 árum. Aðalatriðið væri að koma upp tóftinni og þaki yíir. Svo gæti hver og einn unnið sér að sínum húsparti eftir það. Að sjálfsögö'u ættu slik hús að byggjast úr steini að öllu leyti nema þak gólf og lopt gæti þá hver verklaginn maður unnið rnikið að byggingunni sjálf* ur. Auðvitað þurfa menn að hafa nægan tíma fyrir sér til að geta komið slíku í verk. Ef t. d 4 duglegir menn mynduðu samtök til að gera tilraun í þessu efni og drægu að sér efni nú í vetur ogkæmu upp tóttinni á næsta ári, innu J>eir þiartt verk með jþví aðvera forgöngumenn annara, enda myndi þá óvandarieftirleikurinn. En þætti mönnum í ofmikið ráðist með því að vera tjórir saman um byggingu slíks húss, væri auðvitað ekkert á móti því að menn væru fleiri, sem legðu til vinnuna og ættu hluta í húsinu eftir því, væri þeim og máske hægra að fá etni í bráð' in þar til fengist út á húsið, á eftir mætti svo selja húsið fjórðapart til hvers kaupanda svo það verði úigengilegra og ef menn hefðu sýnt hagsýni í verkinu efast ég ekki um að slíkir húspartar gengju út. Með slíkum félagsskap gæti og hvert hús orðið ígripavinna fyrir fleiri menn og kæmi því að almennari notum. Auðvitað fengju menn ekki vinnu sína fljótlega borgaða með þessu móti, en eg er þó viss um að með tímanum myndi það gefa mönnum góðar aukatekjur. Það myndi og líka hafa annað í tör með sér er bætti mjög kjör verkamanna og sjómanna, það væri betri og hentugri hýbýli, enda eiga nú margir þeirra við mjög slæmann kost að búa, að því er bústað snertir. Ég hefi slept hér að gera nokkra áætluu um hve mikið slíkt hús sem þetta myndi kosta, hve mikið þyrfti til efniskaupa og hvað áætla mætti marga vinnudaga, ef einhverjum byggi ingarfróðum manni geðjaðist að þessari hugmynd ætti hann að leggja sinn skert íram með því að gera slíka áætlun. Ymislegt fleira mætti auðvitað nefna sem vetraratvinnu, mulið grjót og sandur er alt af ein- hverra peninga virði sé þess aflað á veturna, þótt lítið sé upp úr því að hafa. í öðru lagi eru bátar hér opt í vandræðum með uppsettar lóðir að vorinu og sumrinu svo talsvert meira mætti vinna að tilbúning veiðarfæra að veirinum en gert er. En slíkt getamenn ekki nema verslanirnar vildu iáta menn hafa vinnu við það og myndi það fremur hagnaður því flestir kaupa heldur tilbúnar lóðir en efni í þær þegar fram- yfir páska kemur. Þá væri ekki illa til fallið fyrir menn að n®ta tómstund rnar til að reyna að iðka eitthvaðaf heimilisiðnaðinum gamla, búa til áhöld, stunda útskurð o. s frv. Næðu menn nokkrum þroska í slíkum iðnaði mætti töiuvert upp úr honum hafa. Eg hefi aðeins drepið lauslega á það atriði hvort ekki væru nein ráð til þess að hjálpa mönm um til að nota iðjuleysisstundirn ar nokkru betur ,en gert er. N ona að fleiri verði mér sam- mála um að æskilegt væri ad bæta úr slíku og leggi sín ráð til að það mætti verða. Verkamenn og sjómenn! Á hverjum morgni þegar þið ekki hafið verk íyrir hendi ættuð þið að verja stundarkorni til að hugsa um hvort þið getið ekki fengið ykkur eitthvað til að gera, áður en þið gefið upp' alla von um vinuu og byrjið að slæpast. Það er léleg vinna sem ekki er betra en iðjuleysi því iðnin er móðir auðnunnar. Karl í koti. Meiriháttar stórliveli, en illhveli þó, „Nú er frétt um kosninguna í — — sýslu,“ kallaði maður einn tíl kunningja síns á götu nú í vikunni. „Nú, hver komst að?“ spurði hinn. „Meirihúttar stórhveli, en iilhveli þó!“ Reyktur rauðmagí fæst lijá Arngrímí Fr. Bjarnasyni, Kosningarnar. Þá hefir nú frétst um kcsningu 32 pingmanna og er þá að eins ókunnugt um 2, i AusturSkafta' fellssýslu og Norður'ísafjarðarsýslu. Af þessum 32 þingmönnum eru 18 heimastjórnarmenn og að auki tveir, síra Magnús Andrésson og dr. Valtýr Guðmundsson, sem buðu sig fram utan flokka, en voru studdir af heimastjórnarmönnum og eru eindregnir með sambands- málinu og mega þvínúteljast til Ileimastjórnaiflokksins. Að eins 7 þingmenn eru sjálf* stæðisflokksmerm, og er það greinn legt hrun sem sa fyrverandi meiri hluti hefir beðið. Hinir 5 sem þá eru ótaldir hafa boðið sig fram utan fiokka, þeir eru Kristján Jónsson, Sigurður Sigutðsson, Sigurður Eggers, Jón Jónatansson og Sigurður Stefánsson, 3 hinir fyrsttöldu voru studdir til kosninga af Heimastjórnarmönnum, eu Sjálfstæðisflokkurinn hafði menn í kjöri á móti þeim og má því telja þá til Heimastjórnarílokksins, og eru þá kosnir 23 þingmenn, sem studdir hafa verið til kosninua af Heimastjórnarmönnum og mega því í raun og veru teljast þeim. Jón' Jónatansson var aftur á móti studdur af ijálfstæðisflokknuín og má því teija hann þann 8., sem komist hafi að fyrir þeirra tilstyrk. — En Sigurður Stefánsson er al- gerður utanveltubesefi, því báðir llokKar hötðu þar sinn frambjóð* andann hvor í kjöri. Annars skal nánara vikið að kosningaúrslitunun., atk væðatölu 0. fl., þegar fregnir eru komnar úr þeim tveim kjördæmum, sem enn er ófrétt um. „Thore/‘ 1 síðasta tölubl. >Vestra< birt- ist grein eítir hr. Þóraricn Tul- inius framkvamdarstjóra >Thore< fél. í Kaupmannahöín. Getur hann þess þar að ætla mætti að það væri landinu í hag að styðja »Thore< eftir íöngum til þess að komast hjá nýrri einokun af hálíu þess Sameinaða. Þó séu sum íslensku blöðin svo skammsýn, að þau álíti það þjóðlegt hlutverk að gera félaginu þann ógreiða er þau megi, bæði með beinurn ofsóknum og með því að draga félagið inn í pólitískar flokka- deilur. Hr. Tuliniusi þykir þetta ómak- leg laun »og munu landar mínir fá að sjá það, þegar áætiunin 1912 kemur út, hvaða gagn »Lögrétta< og hennar nótar hafa gert landinu.« Enginn mun nú neita því, að »Thore< hafi gert gagn með gufuskipaferðum sínum og komið því til leiðar að Sameinaðafél. ekki er eitt um þær. En engum

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.