Vestri


Vestri - 13.01.1912, Blaðsíða 1

Vestri - 13.01.1912, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kr. H. Jónsson, XI. árg. ÍSAFJÖRÐUR, 13. JANUAR 1912. 2. tbl. Versta meinið. Það er mikils vert fyrir hverja þjóð að þekkjn, kosti sina, "því þekkingin er skilyrði þesa ?ð hægt só að færa sér þá í nyt. En ekki er hHt. minna urhvert fyrir hverja þjóð að þekkja ókos'ti sína, til þess að geta barist gegn þeim og ráðið bót á þeim. Vér íslendingar höfum marga góða kosti þegið, svo er guði og hamingjunni fyrir að þakka, en vór höfum líka marga ókosfi við að striða, bæði meðskapaða og sjalf- skapaða. En tíðara mun það að vér miklumst af kostunum, en að vér látum 1 ödd samviskunnar lesa oss ókosta registrið. En vér ætium í þetta sinn að minnast á einn ókost, hræðilegan þjóðlöst, sem að vorri hyggju er sá hætlulegasti og út.breiddasti af þeim öllum. Þessi löstur er bxMlvísin. Hún hefir um langt skeið gengið eins og skæður sjúkdómur yfir land vort, eius og skæðasta tæring sýkir hún hvern af öðrum, drepur alt drenglyndi og tærir viðskifta- þolið. Hvert sem litið er sjást hennar glögg merki, alt úir og grúir af óskilsemisbakteríum. — ihrif þessa Ijóta óvana aukast og vaxa því hraðara sem viðskifti almennings vs>xa og verða margbreyttari. Hver sýkir annan, þvi einn óskilaseggur .getur orðið þess valdandi að aÖrir fleiri, sem bygt hafa á skilvísi hans séu neyddi,- til að sýna vanskil. Þao verður þVi oft samanhangandi svikamylla, sem oft er «kki hægt að komast fyrir hvert á upptök sín að rekja. Uppeldisstöðþessaillaþjóðarlösts er lánsverslunin, — viðskifti ein- staklinga við lánsverslanimar, það' an er óskilvísin runnin og þar hefir hún þróast þar til hún náði þeim nnkla vexti, sem nú gerir hana aæstum óstöðvandi. Eitt af því sem þar gaf heuuj byr undir baða væDgi var sá skaðvænlegi hugsun- arhátfur, að almenni.ngur skoðaði kaupmeDniua eins og ræningja og kaupstaðarskuidirnar því siðferðis- lega réttlausar skuidir, sem skað- laust væri að trássast við að borga svo lengi sem hægt vœri og jafnvel rétt að reyna að sleppa við. Kæruleysi manna í Þessum efnum var alveg af sömu rótum runnið og vöruóvöndunin, sem áður atti sér l^stað; alt þótti „fullgott í kaupmanninn', eins og allir töldu lfka sjrtlfsagt, að „kat pmaðurinn gæti beðið". Nti er þó sú bieyting orðin á, að ni' nn eru aiment farnii að vanda betur vöri. sína e 1 ður, hvort se'm kaupn aðurin í hlut eða F,8rir viðskiftamenn. Mónnum heíir getað skilist það, að það ei þeim sjálfum hagnaður, með því góð vara er nú borguð hærra verði en slæm. En ekki litur út fyrir, að mönn> um hafi enn auðnast að sjá, hve mjög oft þeir verða að borga margfalt fyiir óskilsemi sína, því þótt hún komi oft og einatt hart niður á saklausuro eöa skilvísum •> mönnum,sleppaekki hinir óskilvísu heldur við að bera kostnaðinn af henni. Það heflr oft verið mikið ritað og rætt um lánsverslunina, enda hefir hún afarmikla ókosti, en ilt mun þó að þvergirða fyrir að hún haldi áfram að eiga sér stað. Allir vita það, að hún verður báðum viðskiftaaðilum dýrari og óþægilegri. . En væri að mestu leyti sýnd skilsemi í lánsverslunum þyrfti seljandi ekki að hækka verð Jánsvörunnar um annað en vaxta- tap sitt, en eins og nú standa sakir er vaxtatapið alveg hverfandi hiá því tapi, sem vanskilin leiða af sór. Eaunin verður því alfc af sú, að lánsversluninni fylgir sá annmarki, að þeir sem skilvísir eru borga óskilvísi hinna. Þar eru allir mældir á sama kvarða, og seljandi verður ávalt að leggja vanskila- áhættuna á vöruna. En það er viðar en við hinar svo nefndu lánsverslanir, sem lof- orðin eru sá gjaldmiðill sem mest er notaður. Vér íslendingar erum nú komnir á það lag, að lifa mest á fögrum loforðum og góðum vonum. Margir höfðu vonast eftir þvi, að aukin bankaviðskifti hér á landi myndu að nokkru draga úr óskih vísis'sýkinni og sjálfsagt sýna menn best skil við bankana, en þó mun þar mjög ábótavant, um skilsemina. Holl og heilbrigð bankaviðskifti eru að sjálfsögðu mjög vel fallin til þess að etla skilvísi manna, því þar eru strangari reglur og meiri eftirgangsmunir um það, að menn standi í skilum áréttumgjalddögum en við aðrar lánsverslanir. En þó hefir verið sá annmarki á bankaviðskiftum vor íslendinga er mjög hefir sljóvgað tilflnning manna fyrir orðheldni og áreiðanleik í viðskiftum. Og það eru lánskjörin. Plest lán haf 1 verið veitt með stuttum gjaldfresti og lántakendur h;,fa orðið að skrifa undir skuld- birtdingu um að boiga þau öll upp á einum gialdd-ga, þótt þeir hafl fj irfiam vitað að það var ógern' in^ur og auðvitað bygt upp á vramlengingu. Enda hefir það verið venja að veita framlengingu á lánunum, þót.t lánssamningarnir hafi ekki gert neitt rað fyrir því, og menn hafa með réttu hugsað, að samDÍngsloforðin væru að eins til málamyndar og til þess að gefa bankanum tögl og hagldir svo alt væri átt undir hans náð. Einustu lánin, sem í raun og veru eru miðuð við mftgulegleika manna til að standa í skilum eru veðdeildarlánin, enda munu lika flestir hafa það á samviskunni, að með þau verði þeir að standa í skilum. — Alt öðru máli er að gegna með lán með málamyndar- skuldbindingum. Pessi hylliloforð manna, sem gefin eru skrifleg an þess að menn ætli sér eða búist við að þurfa að standa við þau, draga **mjög úr orðheldni manna, og það að bankinn býr svo um hnútana, að hann geti alt af skamtað raönnum kostina, gerir menn skuldseiga og venur þá á að reyna að fara það sem þeir komast. í stað þess sem ákveðnar afborganir venja menn á að standa við orð sín og rembast eins og rjúpan við staurinn að efna loforð sín og fylgja samn- ingunum. Pað er því svo langt frá því að bankaviðskiftin hafi verið heilsu- bætandi að þessu leyti, að þau hafa einmitt haft sömu áhrif og gamla lánsverslunin. Enda er svo langt frá því að skilsemi hafi farið í vöxt síðan þeir tóku til starfa. Það er t. d. lítið vit fyrir mann sem byggir hús og verður að fá meira eða minna að láni til þess og hefir máske ekki upp á aðrar tekjur að byggja en það sem húsið gefur af sér til þéss að borga bygg- ingarkostnaðinn með, að skuldbinda sig til að borga alt lánið að þrem- ur eða sex mánuðum liðnum, eins venja er með víxillán og jafnvel veðlán. . En þannig eiu þó bankaviðskifti vor tíðast vaxin. Slík Joforð miða sannarlega ekki til þess að gera menn orðheldna eða kenna mönnum að vera var' færnir í loforðum, og óbrigðulir í efndum. (Framh.) Olympisku leikirnir í Stohkliölini. Á næsta sumri (1912) eiga hinii olympisku leiktr \ð fara fram í höfuðbor^; Svíþjóðar, Stokkhólmi, eins og kurnugten Leikir þessir eru alþj >ð; iþrótta- mót, þar sem frækm tu sveinar allra þjóða mætast og þreyta kapp með sér, en nefndir svo til heiðurs við hina frægu leiki Forn- Grikkja. Fyrir tilstilli konsúls Svía hér, F. Thordarsonar kaupmanns, höfum vér fengið dagskrá hátíða- haldsins. Kennir þar margra grasa um hámark fiestra íþrótta, og auk þess verða ýms stórfeld hátíðahöld í Stokkhólmi í sam- bandi við leikina. Leikirnir eiga að byrja 5. maí, en aðalieikirnir fara fram fyrrihi. júl'mánaðar, — fyrirvari um hluttöku í flestum íþróttagreinun- um er mánuður, í sumum þó mikið meira. Sjaldan mun íslendingum bjóð- ast betra tækifæri til þess að taka þátt í leikum þessum, og víst er það, að eigi nokkurt verulegt skipulag að komast á íþróttaiðkanir þær, er vaknað hafa í landinu, og aðrar þjóðir telj3 sér hei'laríkar og nauðsyu- legar, verðum við einnig að taka þátt í íþróttamótum þessum. —- Auk þess liggur sæmd vor við. Bæði sökum þess, að verulegan íþróttaheiður fær engin þjóð, er ekki tekur þátt í mótum þessum, og það væri hinn mesti álitsauki fámennri smáþjóð að hafa þar myndarlega h'uttöku, en þess ættuaa vér að eiga kost, er stundir líða fram. Þá er og þess að gæta, að leikir þessir munii sjaldan verða jafnnærri okkur, og eftir því þeli, er andað hefir frá Svíum í okkar garð, má búast við því, að ía? ! lendingar ættu þar að mæta j gestrisnisviðtökum miklum hjá hinni hugprúðu riddaraþjóð, enda kváðu þeir hafa falið kontúlum sínum að efla hiuttöku héðan af landi. Að sjálfsögðu má og gera ráð fyrir því, að einhverjir íþrótta- menn vorir úr höfuðstaðnum syðra sæki leikina, — en hvað hugsa Vestfirðingareða ísfirðing- ar um þetta mál. Ekki væri okkur þó vanþörf á að hrista af

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.