Vestri


Vestri - 26.08.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 26.08.1912, Blaðsíða 2
130 V E S T R I 33« tbl. Þungur skattur. Eins og þegar er kunnugt hefir steinolía Mt í einu hækkað um 5 kr. tunnan. Enn er oss ekki kunnugt um af hverju hækkunin stafar, eða hvort það er hækkun framleiðenda eða miðlaranna, fé- laganna sem selja hana hér. Þessi mikla hækkun gerir feitt stryk í reikninginn hjá oss ís- lendingum. Sjávarútvegurinn er nu eins og kunnugt er, sumstaðar mestmegnis rekinn á vélarbátum, og þar sem hann olt og einatt hingað til hefir átt erfitt meðað láta berjast í bökkum með til- kostnað og tekjur, verður það enn örðugra hér eftir. Steinolíu- eyðsla vélabátanna er oft afar* mikil, og 5 kr. verðhækkun á tunnu gerir háa upphæð hjá hverjum hlut. En jafnframt því sem þessi verðhækkun kemur tilfinnanlega við sjávarútveginn, hefir hún í för með sér aukin útgjöld hjá almenningi. Steinolíuljósin eru hér alment notuð, og steinolía víða notuð talsvert til suðu. Það er því miður lítill rekspölur kominn á það enn að nota vatns- aflið, sem hér er gnægð af, til lýs ingar og hitunar. Ef til vill getur þessi hækkun orðið til þess að menn fari að hugsa um það í bæjunum, þar sem tök eru á, að nota vatnsaflið. Þótt það kosti talsvert í byrjuninni verður það ódýrara til frambúðar, og óhult er það fyrir þvf, að hægt sé að mynda hringi til að sprengja það upp, ef bæirnir ættu það sjálfir. Það er áhyggjuefni oss íslend- ingum, sem eigum svo mikið af ótömdu afli í öllum ánum og fossunum, að vera jafnmikið upp á aðra komnir og vér erum —. Það er þyngstu skattarnir að borga offjár út úr landinu fyrir það sem vér gætum tekið hjá sjálfum oss. Það er lítil von til þess að vér verðum verulega sjálfbjarga, fyrri en vér lærum að bjargast sem mest við okkar eigið. Hafsíld aflast nú vel á hafinu og þegar farið að láta talsvert af síld til frystunar í íshúsinhér og í veiðistöðunum. llillisíld hefir fiskast lítilshátt- ar hér á Pollinum undanfarnar nætur í lagnet. Piskaíií fremur rír og mest ísa. Yestri kom hingað 23. þ. m. Með honuru kom hingað Halldór Gunnlögsson, sonur JakobsGunn- lögssonar kaupm, í Km.höfn og og dvelur hann hér þar til Ceres fer héðan. Bestu kartöflur sem nokkuru sinni hafa flust til bæj- arins fásí nu í Edinborg. hngsályktun um stöðulögin, í símskeytum sem birt voru í síðasta blaði er getið um þings- ályktun frá Sk. Thoroddsen um ríkisréttindi íslands, sem feld hafi verið frá atkvæðagreiðslu með rökstuddri dagskrá. Tillagan var frá þeim þremenningunum Skúla, Bjarna og Benedikt, og var í raun og veru ekki um ríkisrétt- indi Islands heldurumstöðulögin, nokkurs konar útskýring eða þýðing á orðalagi þeirra. í stað þess sem dr. Jón Þorkelsson hefir haldið sér í altarisbrík gamla sáttmála og þótst þess fulltrúa að hann gerði oss íslendinga sjálfstæða og fullvaida, krjúpa nú þremenningarnir að klæðafaldi stöðulaganna og hyggja að út af þeim gangi sá kraftur, sem geti gert ísland að sérstöku fullvalda ríki. Þingsályktunartillaga þessi er í mörgum liðum, og eru allir þessir liðir útlegging á einstökum orðum stöðulaganna, sem gefi oss rétt og bindi í sér viður- kenningu, — skuldbindingu og skyidur á hendur Dana. Loks leggja þeir til að skora á ráðherra íslands, að gera danska löggjafar- og framkvæmd- arvaldinu, sem og dönsku þjóð- inni þessa ályktun (útleggingu) kunna. Það hefir verið dregið í efa að stöðulögingiltuáíslandi vegna þess að þau hafi hér aldrei verið birt löglega. Standa flutnings- menn líklega í þeirri meiningu, að vafi leiki á gildi þeirra í Danmörku af sömu ástæðú, og vilja því láta ráðherra íslands birta þau þar með öllum þessum skýringum, svo vér töpum ekki réttindum þeirra og þau verði ekki misskilin. Æfintýri í nýjum stýl. Jón Hélgason leikfimiskennari frá Pétursberg fór héðan með Botniu síðast (16 þ. m.) ásamt konu sinni Olgu Olsoufieff greifai dóttur. — Jón hefir nú dvalið er- lendis nærfelt 4 ár og verið bú* settur í Pétursborg 2 síðustu árin. Hefir hann nú á hendi kenslu í leikfimi og hnefleik við háskólann í Pétursborg. Æfibraut Jóns þessi árin er líkust gömlu miðaldasögunum. Hann fer héðan ásamt íélögum sínum með því eina veganesti að trúa á mátt sinn og megin til þess að ryðja sér braut í heiminum. Og það hefir Jóni tekist svo Iangt fram yfir allar vonir að fremur mætti álíta það ósennilegt æfintýr en veruleika. íslendingseðlið í Jóní er ókuln> að enn og vel gætum vjer trú» að þvl að hann myndi láta fósturjörðina verða þess aðnjót' andi, ef honum áskotnuðustnokki ur þúsund rúblur. Fjárhús og hlaða brann nýl. hjá Guðm. Guðmundssyni bónda í Hörgshlíð i Mjóafirði. Hlaðan var með járnþaki og I henni brann um 150 hestar af heyi, svo skaðinn er æðimikill. Eldurinn stafaði af því að aska hafði verið borin á húsþakið um kvöldið, en um morguninn var alt brunnið. Húsið stóð svo nærri bænum að bæjarveggirnir sviðnuðu og var því bærinn hætt kominn. Hvalveiðar og flskveiðar, Bann gegn hvalveiðum I Nor. vegi er nú í þann veginn að falla úr gildi, var aðeins yfir 10 ára tímabil. En sjómenn þar vilja ákafir að bannið haldi áfram, eru enn sama sinnis og fyrri, að hvalveiðar spilli fyrir síldarveiðum, og hafa þeir haldið fundi til að halda fram þeim kröfum. Er því talið víst að hvalveiðabannið verði framlengt um 10 ár, eða máske óákveðinn tíma. Forboðin epli. Þjóðverjar hafa bannað að syngja ýmsar danskar vís< ur í Norður-Slésvík og þeir sem út af því brjóta lá íangelsi eða sektir. Meðal þeirra forboðnu eru þessar vísur, sem ýmsir munu kannast við hér á landi: >Kong Christian stod ved höjen Mast«. (Ewald.) >Længe var Nordens herlige Stamme«. (Richard.) >1 alle Riger og Lande«. (Ingemann.) «Unge Genbyrdes Liv i Norden«. (Ploug). >Jeg vil værge mit Land« (Björnson). Ljótar eru vísurnar ekki svo það er ekki fegurðartilfinningin sem banninu ollir. Það virðist heimskuleg harðstjórn að setja bann við slíku. „Den norske Fiskegarnsfabrik” Christlania, vekur ettirtekt á hinum alkunnu netum, síldarnótum og herpi- nótum sínum. Umboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar: Hr, Lauritz Jenscn, Enghaveplads Nr. 11, Köbenhavn Y. Tíðarfar liofir verið gott und- anfarið; þó heldur kalt um um miðbik íyrri viku. IP3F' Undirrituð tekur að sér að bna tii tennur. MarKartegundir um að velja, þar á mcðal liimir svonefndu Bloek-tennur. Yerkið fljðtt og velafhendi leyst. Mig er að hitta í verksm. ísland (uppi). Sophy Bjarnarson. Hansen & Co. Fredriksstad, Norge mæla með sínum framúrskarandi olíufatnadi og ipr: sseningum*. Þeir nota eingöngu hið besta efni og fullkomnustu vinnubrögð. Biðjið því ætíð um Hanscns olíufatnað frá Frederiksstad, því aí haiin ec bestur. HUsnæði fyrir tjölskyldu eða einhleypa er til leigu í Hafnarstræti 3. Reynid Gerpúlverið „Fermenta" og þér munuð sanníærast um, að betra Gerpúlver finst ekki á heimsmarkaðinum. Buchs Fabrikkcr, Köbenhavn. „V e s t r i“ kemur út einu ginni í viku og aukablið ef ágteeða er til. Verð árgangsina er kr. 3,00 innanlands, erlendis kr. 4,00 og borgist blaðið þar fjrirfram. Gjalddagi innanlands 15. maímánaðar. — Uppsögn sé skrifleg, bundin við árganga- mót, og komin til afgreiðslumanns fyrir 1. ágúst, og er ógild nema kaupandi sé skuldlaus fyrir blaðið. Góðar sögubækur fást á prentsmiðju Vestra. Afgreiðslu- og innheimtu-maður: Arngr. Fr. Bjarnason.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.